Óvissu eytt um endurútreikning Skarphéðinn Pétursson og Guðmundur Ingi Hauksson skrifar 23. október 2012 06:00 Síðastliðinn fimmtudag 18. október féll hæstaréttardómur í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka, mál nr. 464/2012. Sá dómur eyðir óvissu um hvernig endurreikna skal ólögleg gengistryggð lán. Ekkert á að vera lengur því til fyrirstöðu að innlendar fjármálastofnanir endurreikni öll lán, sem á annað borð hafa verið úrskurðuð ólögleg, með þeirri aðferðarfræði sem lýst er í dómi Hæstaréttar. Óvissuatriðum er lúta að endurútreikningi lána hefur með þessum dómi verið eytt, þótt óvissa sé áfram um lögmæti ákveðinna tegunda útlánsforma. Afturvirkni laga nr. 151/2010 ólöglegSamkvæmt dóminum er óheimilt að endurreikna ólögleg gengistryggð lán á íslenskum seðlabankavöxtum afturvirkt eins og lög 151/2010 kveða á um, óháð því hvort um er að ræða lán til fyrirtækja eða einstaklinga. Hæstiréttur er mjög skýr í forsendum sínum að afturvirkni þeirra laga sé íþyngjandi fyrir þegnana og gangi gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Í dómi Hæstaréttar er því slegið föstu að greiðslutilkynningar fjármálastofnunar og fyrirvaralaus móttaka á greiðslum í samræmi við þær tilkynningar jafngildi fullnaðarkvittun. Þá taldi Hæstiréttur að augljós aðstöðumunur hefði verið á milli Borgarbyggðar sem lántakanda og Sparisjóðs Mýrarsýslu sem lánveitanda þvert á það sem Arion banki hafði haldið fram, en upphaf málsins má rekja til láns Borgarbyggðar hjá Sparisjóði Mýrarsýslu sem síðar var tekinn yfir af Arion banka. Að öllu virtu var því talið að það stæði bankanum nær að bera þann vaxtamun sem af hinni ólögmætu gengistryggingu hlaust. Það yrði ekki leiðrétt afturvirkt heldur aðeins til framtíðar. Endurreikna þarf öll lán að nýjuÞetta þýðir að allir endurútreikningar bankanna á ólöglegum gengisbundnum lánum fram til þessa eru rangir og fela í sér verulegt ofmat á skuldum þeirra fyrirtækja og heimila sem tóku ólögleg gengistryggð lán. Endurreikna þarf hvert eitt og einasta lán, sem á annað borð hefur verið talið ólöglegt, þar með talin öll bílalán, gengisbundin íbúðalán og fyrirtækjalán. Tugmilljarða króna áhrifÁhrifin af þessum dómi eiga því eftir að verða mikil og má gera ráð fyrir að þær fjárhæðir sem um er að ræða séu mældar í tugum milljarða króna. Jafnframt er ekki ólíklegt að einhver skaðabótamál rísi í kjölfar dómsins þar sem bankarnir hafa í mörgum tilfellum gengið hart fram gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum ef fjárhagstaða var ekki talin viðunandi miðað við lánastöðu samkvæmt endurútreikningi bankanna. Nú liggur hins vegar fyrir að lögleg staða lánanna er mun lægri, svo munar tugum prósenta, og því vakna upp spurningar um réttarstöðu aðila sem misst hafa eignir vegna ólöglegra endurreiknaðra lána. Bankaleiðin – Veritas-leiðinReikniaðferð Veritas lögmanna, sem Hæstiréttur hefur nú dæmt réttmæta, felur í sér að allar afborganir skuldar sem inntar hafa verið af hendi koma að fullu til frádráttar höfuðstól, sem bera skal hvorki gengistryggingu né verðbætur af öðrum toga. Fjárhæð vaxta hafi ekki áhrif svo fremi sem þeir hafi verið að fullu greiddir fyrir viðkomandi tímabil. Þar sem þessari aðferð hefur ekki verið ekki beitt við endurútreikninga bankanna á ólöglegum gengisbundnum lánum fram til þessa, heldur miðað við seðlabankavexti í stað samningsvaxta, eru allir útreikningar bankanna rangir og leiða nánast undantekningarlaust til ofmats á höfuðstól láns. Lántakar hafa síðan verið að greiða vexti af hinum ofmetna höfuðstól og því ofgreitt vexti. Endurreikna þarf hvert eitt og einasta lán og í mörgum tilfellum getur verið að lán séu í raun þegar að fullu greidd. Því kann sú staða að vera uppi að einstaklingar og fyrirtæki greiði um hver mánaðamót af skuldum, sem ekki er stoð fyrir. Gera þarf kröfu á bankanaMikilvægt er fyrir viðskiptavini, sem þegar hafa gert upp gengisbundin ólögleg lán að fullu eða því sem næst, að gera sem fyrst kröfu á viðkomandi fjármálastofnun til að tryggja rétt sinn auk þess sem kröfurnar bera ekki dráttarvexti fyrr en þær eru settar fram. Þetta er sérlega mikilvægt í ljósi fyrstu viðbragða bankanna við dómnum, sem einkennast af útúrsnúningum, sennilega með það að markmiði að tefja mál enn frekar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag 18. október féll hæstaréttardómur í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka, mál nr. 464/2012. Sá dómur eyðir óvissu um hvernig endurreikna skal ólögleg gengistryggð lán. Ekkert á að vera lengur því til fyrirstöðu að innlendar fjármálastofnanir endurreikni öll lán, sem á annað borð hafa verið úrskurðuð ólögleg, með þeirri aðferðarfræði sem lýst er í dómi Hæstaréttar. Óvissuatriðum er lúta að endurútreikningi lána hefur með þessum dómi verið eytt, þótt óvissa sé áfram um lögmæti ákveðinna tegunda útlánsforma. Afturvirkni laga nr. 151/2010 ólöglegSamkvæmt dóminum er óheimilt að endurreikna ólögleg gengistryggð lán á íslenskum seðlabankavöxtum afturvirkt eins og lög 151/2010 kveða á um, óháð því hvort um er að ræða lán til fyrirtækja eða einstaklinga. Hæstiréttur er mjög skýr í forsendum sínum að afturvirkni þeirra laga sé íþyngjandi fyrir þegnana og gangi gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Í dómi Hæstaréttar er því slegið föstu að greiðslutilkynningar fjármálastofnunar og fyrirvaralaus móttaka á greiðslum í samræmi við þær tilkynningar jafngildi fullnaðarkvittun. Þá taldi Hæstiréttur að augljós aðstöðumunur hefði verið á milli Borgarbyggðar sem lántakanda og Sparisjóðs Mýrarsýslu sem lánveitanda þvert á það sem Arion banki hafði haldið fram, en upphaf málsins má rekja til láns Borgarbyggðar hjá Sparisjóði Mýrarsýslu sem síðar var tekinn yfir af Arion banka. Að öllu virtu var því talið að það stæði bankanum nær að bera þann vaxtamun sem af hinni ólögmætu gengistryggingu hlaust. Það yrði ekki leiðrétt afturvirkt heldur aðeins til framtíðar. Endurreikna þarf öll lán að nýjuÞetta þýðir að allir endurútreikningar bankanna á ólöglegum gengisbundnum lánum fram til þessa eru rangir og fela í sér verulegt ofmat á skuldum þeirra fyrirtækja og heimila sem tóku ólögleg gengistryggð lán. Endurreikna þarf hvert eitt og einasta lán, sem á annað borð hefur verið talið ólöglegt, þar með talin öll bílalán, gengisbundin íbúðalán og fyrirtækjalán. Tugmilljarða króna áhrifÁhrifin af þessum dómi eiga því eftir að verða mikil og má gera ráð fyrir að þær fjárhæðir sem um er að ræða séu mældar í tugum milljarða króna. Jafnframt er ekki ólíklegt að einhver skaðabótamál rísi í kjölfar dómsins þar sem bankarnir hafa í mörgum tilfellum gengið hart fram gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum ef fjárhagstaða var ekki talin viðunandi miðað við lánastöðu samkvæmt endurútreikningi bankanna. Nú liggur hins vegar fyrir að lögleg staða lánanna er mun lægri, svo munar tugum prósenta, og því vakna upp spurningar um réttarstöðu aðila sem misst hafa eignir vegna ólöglegra endurreiknaðra lána. Bankaleiðin – Veritas-leiðinReikniaðferð Veritas lögmanna, sem Hæstiréttur hefur nú dæmt réttmæta, felur í sér að allar afborganir skuldar sem inntar hafa verið af hendi koma að fullu til frádráttar höfuðstól, sem bera skal hvorki gengistryggingu né verðbætur af öðrum toga. Fjárhæð vaxta hafi ekki áhrif svo fremi sem þeir hafi verið að fullu greiddir fyrir viðkomandi tímabil. Þar sem þessari aðferð hefur ekki verið ekki beitt við endurútreikninga bankanna á ólöglegum gengisbundnum lánum fram til þessa, heldur miðað við seðlabankavexti í stað samningsvaxta, eru allir útreikningar bankanna rangir og leiða nánast undantekningarlaust til ofmats á höfuðstól láns. Lántakar hafa síðan verið að greiða vexti af hinum ofmetna höfuðstól og því ofgreitt vexti. Endurreikna þarf hvert eitt og einasta lán og í mörgum tilfellum getur verið að lán séu í raun þegar að fullu greidd. Því kann sú staða að vera uppi að einstaklingar og fyrirtæki greiði um hver mánaðamót af skuldum, sem ekki er stoð fyrir. Gera þarf kröfu á bankanaMikilvægt er fyrir viðskiptavini, sem þegar hafa gert upp gengisbundin ólögleg lán að fullu eða því sem næst, að gera sem fyrst kröfu á viðkomandi fjármálastofnun til að tryggja rétt sinn auk þess sem kröfurnar bera ekki dráttarvexti fyrr en þær eru settar fram. Þetta er sérlega mikilvægt í ljósi fyrstu viðbragða bankanna við dómnum, sem einkennast af útúrsnúningum, sennilega með það að markmiði að tefja mál enn frekar.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun