Flökkusagan endurtekin Valgarður Guðjónsson skrifar 20. október 2012 06:00 Sigurður Pálsson skrifar grein í Fréttablaðið 18. október þar sem hann sakar mig um rangfærslur, áróðursfrasa og að vaða reyk í Silfri Egils síðastliðinn sunnudag. Stór orð, en engin rök. Það er rétt hjá Sigurði að það hefur komið fram að það fyrirkomulag að ein kirkjudeild njóti stuðnings ríkisins umfram aðrar er tæknilega ekki talið brot gegn Mannréttindasáttmála Evrópu í sjálfu sér. Það á sér reyndar sögulegar skýringar sem rekja má til þess þegar sáttmálinn var gerður, þá var beitt hálfgerðu „neitunarvaldi“ gegn þessu sjálfsagða ákvæði. Það eru hins vegar gerðar mjög strangar kröfur um fyrirkomulagið og allar líkur eru á að íslenska ríkiskirkjan sé brot á Mannréttindasáttmála Evrópu. Vonandi verður fyrsta skrefið stigið til að afnema þetta óláns fyrirkomulag í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs. Ef ekki, þá er sjálfgefið að senda þetta til Evrópu til umfjöllunar. Oftast er reyndar vísað til úrskurðar Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Darby gegn sænska ríkinu (nr. 11581/85). Þar er sænska ríkið sýknað á þeim forsendum að borgarar þar geti lækkað skatta sína með því að segja sig úr trúfélögum. Þetta er ekki þannig hér á landi, ég borga nákvæmlega sömu skatta, hvort sem ég er í þjóðkirkjunni eða utan trúfélaga. Þannig staðfestir þessi úrskurður Mannréttindadómstólsins í raun að fyrirkomulagið hér á Íslandi brjóti gegn Mannréttindasáttmála Evrópu. Hæstiréttur Íslands komst svo að þeirri niðurstöðu 2007 að það bryti ekki í bága við mannréttindi Ásatrúarfélaga að fá lægri greiðslur en þjóðkirkjan. Undarleg niðurstaða, en snýst aðeins um greiðslur og tekur ekki á misrétti gagnvart þeim sem standa utan trúfélaga. Dómurinn sem Sigurður vísar til (Kokkinakis gegn grískum stjórnvöldum) er svo hreint afbragð. Þetta er mál Grikkja sem var ítrekað dæmdur í fangelsi og til hárra sekta á fyrri hluta síðustu aldar fyrir að skipta um trú! Það eru umburðarlyndir „ferðafélagar“ sem kirkjan velur sér. Enn betra, niðurstaða réttarins í máli Kokkinakis – fyrir utan skaðabætur sem gríska ríkið þurfti að greiða honum: 1. Holds by six votes to three that there has been a breach of Article 9 (art. 9); Þá heldur Sigurður því fram að þjóðkirkjan sé ekki ríkisrekin en færir ekki önnur rök fyrir því en að það sé skilningur ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar. Engar upplýsingar færir Sigurður fram um hvað hann hafi fyrir sér í því að þetta sé skilningur ríkisvaldsins. Og þó svo væri, þá kemst hann ekki fram hjá því að rekstur kirkjunnar er greiddur úr sameiginlegum sjóðum. Þá kemur þessi bábilja um að sóknargjöldin séu félagsgjöld. Enn færir Sigurður engin rök fyrir sinni fullyrðingu, hann bara fullyrðir. Skoðum aðeins rökin sem ég hef fyrir minni skoðun, ég færi nefnilega rök fyrir mínum skoðunum. Þetta eru ekki félagsgjöld vegna þess að (a) kirkjan ákveður gjöldin ekki eins og félög sem rekin eru af félagsgjöldum, (b) kirkjan innheimtir gjöldin ekki og (c) við greiðum öll jafnmikið til kirkjunnar, hvort sem við erum innan eða utan trúfélaga. Vill ríkiskirkjan standa við stóru orðin um að þetta séu félagsgjöld? Gjörið svo vel. Innheimtið þetta sjálf, eins og önnur félög. Látið verkin tala ef þið meinið eitthvað með þessu tali. Þar fyrir utan má nefna (d) að prestar staðfesta meira að segja þennan skilning minn þegar þeir kvarta undan því að greiðslur til kirkjunnar lækki þegar meðlimum hennar fækkar. Það breytir engu um þetta að kirkjurnar séu reknar fyrir þennan almenna skatt eða að söfnuðir þeirra beri ábyrgð á fjárhagnum. Þetta er skattur á alla, ég get ekki losnað við að greiða hann. Hitt er svo þetta tal um jarðir kirkjunnar. Ríkið yfirtók þessar jarðir 1907 og níutíu árum seinna var gert undarlegt samkomulag. Þessu var stillt upp þannig að ríkið væri að greiða kirkjunni arð fyrir jarðirnar. Þetta stenst heldur ekki skoðun. Engin tilraun var gerð til að meta verðmæti jarðanna, ekkert samhengi er því milli greiðslna og hugsanlegra verðmæta. Ekki var skoðað hvernig kirkjan eignaðist viðkomandi jarðir. Enda virðast ekki liggja neinar upplýsingar fyrir um hvaða jarðir þetta voru. Og til að kóróna vitleysuna þá halda prestar áfram að hirða hlunnindi af jörðunum. En þetta er jú aftur greitt úr, nema hvað, ríkissjóði. Sigurður færir reyndar engin rök fyrir því að þetta sé ekki ríkisrekstur. Enda vandséð hvaðan þau rök ættu að koma. Niðurlag greinar Sigurðar er að biðja um röklega umræðu. Já, endilega Sigurður, komdu með rök en ekki upphrópanir og stimpla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Sigurður Pálsson skrifar grein í Fréttablaðið 18. október þar sem hann sakar mig um rangfærslur, áróðursfrasa og að vaða reyk í Silfri Egils síðastliðinn sunnudag. Stór orð, en engin rök. Það er rétt hjá Sigurði að það hefur komið fram að það fyrirkomulag að ein kirkjudeild njóti stuðnings ríkisins umfram aðrar er tæknilega ekki talið brot gegn Mannréttindasáttmála Evrópu í sjálfu sér. Það á sér reyndar sögulegar skýringar sem rekja má til þess þegar sáttmálinn var gerður, þá var beitt hálfgerðu „neitunarvaldi“ gegn þessu sjálfsagða ákvæði. Það eru hins vegar gerðar mjög strangar kröfur um fyrirkomulagið og allar líkur eru á að íslenska ríkiskirkjan sé brot á Mannréttindasáttmála Evrópu. Vonandi verður fyrsta skrefið stigið til að afnema þetta óláns fyrirkomulag í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs. Ef ekki, þá er sjálfgefið að senda þetta til Evrópu til umfjöllunar. Oftast er reyndar vísað til úrskurðar Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Darby gegn sænska ríkinu (nr. 11581/85). Þar er sænska ríkið sýknað á þeim forsendum að borgarar þar geti lækkað skatta sína með því að segja sig úr trúfélögum. Þetta er ekki þannig hér á landi, ég borga nákvæmlega sömu skatta, hvort sem ég er í þjóðkirkjunni eða utan trúfélaga. Þannig staðfestir þessi úrskurður Mannréttindadómstólsins í raun að fyrirkomulagið hér á Íslandi brjóti gegn Mannréttindasáttmála Evrópu. Hæstiréttur Íslands komst svo að þeirri niðurstöðu 2007 að það bryti ekki í bága við mannréttindi Ásatrúarfélaga að fá lægri greiðslur en þjóðkirkjan. Undarleg niðurstaða, en snýst aðeins um greiðslur og tekur ekki á misrétti gagnvart þeim sem standa utan trúfélaga. Dómurinn sem Sigurður vísar til (Kokkinakis gegn grískum stjórnvöldum) er svo hreint afbragð. Þetta er mál Grikkja sem var ítrekað dæmdur í fangelsi og til hárra sekta á fyrri hluta síðustu aldar fyrir að skipta um trú! Það eru umburðarlyndir „ferðafélagar“ sem kirkjan velur sér. Enn betra, niðurstaða réttarins í máli Kokkinakis – fyrir utan skaðabætur sem gríska ríkið þurfti að greiða honum: 1. Holds by six votes to three that there has been a breach of Article 9 (art. 9); Þá heldur Sigurður því fram að þjóðkirkjan sé ekki ríkisrekin en færir ekki önnur rök fyrir því en að það sé skilningur ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar. Engar upplýsingar færir Sigurður fram um hvað hann hafi fyrir sér í því að þetta sé skilningur ríkisvaldsins. Og þó svo væri, þá kemst hann ekki fram hjá því að rekstur kirkjunnar er greiddur úr sameiginlegum sjóðum. Þá kemur þessi bábilja um að sóknargjöldin séu félagsgjöld. Enn færir Sigurður engin rök fyrir sinni fullyrðingu, hann bara fullyrðir. Skoðum aðeins rökin sem ég hef fyrir minni skoðun, ég færi nefnilega rök fyrir mínum skoðunum. Þetta eru ekki félagsgjöld vegna þess að (a) kirkjan ákveður gjöldin ekki eins og félög sem rekin eru af félagsgjöldum, (b) kirkjan innheimtir gjöldin ekki og (c) við greiðum öll jafnmikið til kirkjunnar, hvort sem við erum innan eða utan trúfélaga. Vill ríkiskirkjan standa við stóru orðin um að þetta séu félagsgjöld? Gjörið svo vel. Innheimtið þetta sjálf, eins og önnur félög. Látið verkin tala ef þið meinið eitthvað með þessu tali. Þar fyrir utan má nefna (d) að prestar staðfesta meira að segja þennan skilning minn þegar þeir kvarta undan því að greiðslur til kirkjunnar lækki þegar meðlimum hennar fækkar. Það breytir engu um þetta að kirkjurnar séu reknar fyrir þennan almenna skatt eða að söfnuðir þeirra beri ábyrgð á fjárhagnum. Þetta er skattur á alla, ég get ekki losnað við að greiða hann. Hitt er svo þetta tal um jarðir kirkjunnar. Ríkið yfirtók þessar jarðir 1907 og níutíu árum seinna var gert undarlegt samkomulag. Þessu var stillt upp þannig að ríkið væri að greiða kirkjunni arð fyrir jarðirnar. Þetta stenst heldur ekki skoðun. Engin tilraun var gerð til að meta verðmæti jarðanna, ekkert samhengi er því milli greiðslna og hugsanlegra verðmæta. Ekki var skoðað hvernig kirkjan eignaðist viðkomandi jarðir. Enda virðast ekki liggja neinar upplýsingar fyrir um hvaða jarðir þetta voru. Og til að kóróna vitleysuna þá halda prestar áfram að hirða hlunnindi af jörðunum. En þetta er jú aftur greitt úr, nema hvað, ríkissjóði. Sigurður færir reyndar engin rök fyrir því að þetta sé ekki ríkisrekstur. Enda vandséð hvaðan þau rök ættu að koma. Niðurlag greinar Sigurðar er að biðja um röklega umræðu. Já, endilega Sigurður, komdu með rök en ekki upphrópanir og stimpla.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun