Náttúra í nýrri stjórnarskrá Ólafur Páll Jónsson skrifar 20. október 2012 06:00 Í tillögum að nýrri stjórnarskrá eru fimm greinar um náttúru, umhverfi og dýravernd. Þær eru meðal helstu nýjunga í drögunum og þær greinar sem hvað mest hafa verið gagnrýndar. Málefnalegasta gagnrýnin hefur komið frá Láru Magnúsardóttur sagnfræðingi en í grein í Fréttablaðinu („Mannréttindi og mannamál“ 4. október) og lengri grein á heimasíðu Rannsóknaseturs HÍ á Norðurlandi vestra setur hún m.a. fram og rökstyður áhugaverða gagnrýni á þessar hugmyndir. Ég er sammála Láru um að náttúrunni verði ekki eignuð mannréttindi, en ég er ósammála því að réttindahugtakið geti ekki náð yfir náttúru og að orðalagið „Öllum ber að virða [náttúruna] og vernda“ í 33. gr. sé hæpið.Náttúra, réttur og skyldur Hvað eru réttindi? Hugtakið um réttindi vísar ævinlega til þriggja þátta: (a) handhafa, þ.e. þess sem hefur réttinn, (b) inntaks, þ.e. þess sem rétturinn nær yfir, og (c) þess sem rétturinn beinist að. Ef við tökum tjáningarfrelsi á Íslandi sem dæmi, þá eru handhafar þess allir íslenskir borgarar, inntakið er möguleikinn á að tjá sig og rétturinn beinist einkum gegn ríkisvaldinu. Þetta þýðir að ríkisvaldinu ber skylda til að hindra ekki borgarana í að tjá sig. Einnig má spyrja hvernig rétturinn sé til kominn, þ.e. hver sé grundvöllur réttarins. Grundvöllur réttar getur t.d. verið samningur, loforð eða siðferðilegar skuldbindingar. Sé mannréttindahugtakið skilið pólitískum skilningi þá er grundvöllurinn samningur borgaranna sín á milli. Þar sem náttúran getur ekki verið aðili að slíkum samningi getur hún ekki verið handhafi mannréttinda. Af þessu leiðir þó ekki að mannréttindi séu náttúrunni óviðkomandi því inntak mannréttinda getur hæglega varðað náttúruna, eins og virðist vera hugsunin í 33. gr. tillagna stjórnlagaráðs. Í öðru lagi getur handhafi réttinda útvíkkað það svið sem réttindin ná til. Gera má greinarmun á því að hafa skyldu við eitthvað og að hafa skyldu gagnvart einhverju. Ef ég lofa að passa hund nágranna míns, þá tek ég á mig margvíslegar skyldur gagnvart hundinum, jafnvel þótt grundvöllur þeirra skyldna sé loforð sem ég geri við nágranna minn en ekki hundinn. Á hundurinn rétt á því að fá að éta? Ég held að hann eigi það, og sem meira er, hann á rétt á því að ég gefi honum að éta. Það er ekkert dularfullt við slíkan rétt dýrs. Það er hins vegar ekki víst að slíkan rétt megi víkka út til jurta, vistkerfa eða dauðra hluta. Hvar mörkin liggja veit ég ekki, en mér virðist að hundur geti haft slíkan rétt. Það dregur varla nokkur í efa að „náttúra Íslands [sé] undirstaða lífs í landinu“ (33. gr.). Því er ekki óeðlilegt að í stjórnskipunarlögum lofum við hvert öðru að „virða [náttúruna] og vernda“ eins og segir í næstu setningu. Ef við gerum þetta, þá höfum við skyldur gagnvart náttúrunni og þar með höfum við veitt náttúrunni rétt. Rétturinn er að vísu afleiddur réttur, þ.e. réttur sem fólk hefur veitt náttúrunni með skynsamlegu loforði um að hlúa að þessari forsendu mannlegs lífs.Göfgi Lára gerir athyglisverðan samanburð á íslenskum útgáfum Mannréttindayfirlýsingarinnar og enskri, franskri og danskri. Í ljós kemur að í íslensku útgáfunum er verulegur losarabragur á orðalagi. Lára skoðar sérstaklega það sem á ensku er kallað „dignity“ en er ýmist þýtt sem „virðing“, „göfgi“ eða „mannsæmandi“. Þennan losarabrag rekur hún, réttilega að mínu viti, til skorts á íslenskri heimspekilegri hefð. Þetta er bagalegt þar sem „dignity“ er grundvallarhugtak í allri umfjöllun um mannréttindi. Meðal heimspekinga eru að minnsta kosti tvær ólíkar hefðir sem leggja ólíkan skilningi í hugtakið „dignity“. Annars vegar er hefð sem rekja má til þýska heimspekingsins Immanuels Kant, en samkvæmt honum er „dignity“ – sem hann kallar „Würde“ – bundið skynsemisverum eins og mönnum. Hins vegar er aristótelísk hefð en samkvæmt henni er litið svo á að heimurinn geymi margs konar „animal dignity“ – margs konar dýrslega göfgi – sem verðskuldi virðingu (e. respect). Sú sérstaka göfgi sem einkennir menn er tengd mannlegri skynsemi í aristótelísku hefðinni, en innan þeirrar hefðar er ekki litið á dýrseðlið sem andstætt skynseminni heldur sem einn þátt hennar. Ef göfgi getur verið uppspretta réttar, þá leyfir hin aristótelíska hefð að dýr hafi sjálfstæðan rétt þótt sá réttur geti ekki verið mannréttindi.Frelsi og mörk Mannréttindakaflinn hefst á greinum um frelsi borgaranna. Það er eðlilegt því um leið og borgararnir afsala sér réttindum til ríkisvalds, þá er mikilvægt að afmarka valdsvið ríkisvaldsins og árétta frelsi hvers einstaklings. En mannlegt líf er náttúrulegt líf og líf í náttúru þótt sjálf hugmyndin um náttúru vilji týnast í heimi sem er undirlagður af menningu og tæknilegu skipulagi. Ég hef orðað það svo að við séum stundum slegin náttúrublindu (Náttúra, vald og verðmæti, kafli 2). Þess vegna er einnig mikilvægt að við sem þjóð – bæði borgarar hins íslenska ríkis og ríkisvaldið sjálft – setjum okkur mörk sem virða náttúrulegar kringumstæður mannsins á jörðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í tillögum að nýrri stjórnarskrá eru fimm greinar um náttúru, umhverfi og dýravernd. Þær eru meðal helstu nýjunga í drögunum og þær greinar sem hvað mest hafa verið gagnrýndar. Málefnalegasta gagnrýnin hefur komið frá Láru Magnúsardóttur sagnfræðingi en í grein í Fréttablaðinu („Mannréttindi og mannamál“ 4. október) og lengri grein á heimasíðu Rannsóknaseturs HÍ á Norðurlandi vestra setur hún m.a. fram og rökstyður áhugaverða gagnrýni á þessar hugmyndir. Ég er sammála Láru um að náttúrunni verði ekki eignuð mannréttindi, en ég er ósammála því að réttindahugtakið geti ekki náð yfir náttúru og að orðalagið „Öllum ber að virða [náttúruna] og vernda“ í 33. gr. sé hæpið.Náttúra, réttur og skyldur Hvað eru réttindi? Hugtakið um réttindi vísar ævinlega til þriggja þátta: (a) handhafa, þ.e. þess sem hefur réttinn, (b) inntaks, þ.e. þess sem rétturinn nær yfir, og (c) þess sem rétturinn beinist að. Ef við tökum tjáningarfrelsi á Íslandi sem dæmi, þá eru handhafar þess allir íslenskir borgarar, inntakið er möguleikinn á að tjá sig og rétturinn beinist einkum gegn ríkisvaldinu. Þetta þýðir að ríkisvaldinu ber skylda til að hindra ekki borgarana í að tjá sig. Einnig má spyrja hvernig rétturinn sé til kominn, þ.e. hver sé grundvöllur réttarins. Grundvöllur réttar getur t.d. verið samningur, loforð eða siðferðilegar skuldbindingar. Sé mannréttindahugtakið skilið pólitískum skilningi þá er grundvöllurinn samningur borgaranna sín á milli. Þar sem náttúran getur ekki verið aðili að slíkum samningi getur hún ekki verið handhafi mannréttinda. Af þessu leiðir þó ekki að mannréttindi séu náttúrunni óviðkomandi því inntak mannréttinda getur hæglega varðað náttúruna, eins og virðist vera hugsunin í 33. gr. tillagna stjórnlagaráðs. Í öðru lagi getur handhafi réttinda útvíkkað það svið sem réttindin ná til. Gera má greinarmun á því að hafa skyldu við eitthvað og að hafa skyldu gagnvart einhverju. Ef ég lofa að passa hund nágranna míns, þá tek ég á mig margvíslegar skyldur gagnvart hundinum, jafnvel þótt grundvöllur þeirra skyldna sé loforð sem ég geri við nágranna minn en ekki hundinn. Á hundurinn rétt á því að fá að éta? Ég held að hann eigi það, og sem meira er, hann á rétt á því að ég gefi honum að éta. Það er ekkert dularfullt við slíkan rétt dýrs. Það er hins vegar ekki víst að slíkan rétt megi víkka út til jurta, vistkerfa eða dauðra hluta. Hvar mörkin liggja veit ég ekki, en mér virðist að hundur geti haft slíkan rétt. Það dregur varla nokkur í efa að „náttúra Íslands [sé] undirstaða lífs í landinu“ (33. gr.). Því er ekki óeðlilegt að í stjórnskipunarlögum lofum við hvert öðru að „virða [náttúruna] og vernda“ eins og segir í næstu setningu. Ef við gerum þetta, þá höfum við skyldur gagnvart náttúrunni og þar með höfum við veitt náttúrunni rétt. Rétturinn er að vísu afleiddur réttur, þ.e. réttur sem fólk hefur veitt náttúrunni með skynsamlegu loforði um að hlúa að þessari forsendu mannlegs lífs.Göfgi Lára gerir athyglisverðan samanburð á íslenskum útgáfum Mannréttindayfirlýsingarinnar og enskri, franskri og danskri. Í ljós kemur að í íslensku útgáfunum er verulegur losarabragur á orðalagi. Lára skoðar sérstaklega það sem á ensku er kallað „dignity“ en er ýmist þýtt sem „virðing“, „göfgi“ eða „mannsæmandi“. Þennan losarabrag rekur hún, réttilega að mínu viti, til skorts á íslenskri heimspekilegri hefð. Þetta er bagalegt þar sem „dignity“ er grundvallarhugtak í allri umfjöllun um mannréttindi. Meðal heimspekinga eru að minnsta kosti tvær ólíkar hefðir sem leggja ólíkan skilningi í hugtakið „dignity“. Annars vegar er hefð sem rekja má til þýska heimspekingsins Immanuels Kant, en samkvæmt honum er „dignity“ – sem hann kallar „Würde“ – bundið skynsemisverum eins og mönnum. Hins vegar er aristótelísk hefð en samkvæmt henni er litið svo á að heimurinn geymi margs konar „animal dignity“ – margs konar dýrslega göfgi – sem verðskuldi virðingu (e. respect). Sú sérstaka göfgi sem einkennir menn er tengd mannlegri skynsemi í aristótelísku hefðinni, en innan þeirrar hefðar er ekki litið á dýrseðlið sem andstætt skynseminni heldur sem einn þátt hennar. Ef göfgi getur verið uppspretta réttar, þá leyfir hin aristótelíska hefð að dýr hafi sjálfstæðan rétt þótt sá réttur geti ekki verið mannréttindi.Frelsi og mörk Mannréttindakaflinn hefst á greinum um frelsi borgaranna. Það er eðlilegt því um leið og borgararnir afsala sér réttindum til ríkisvalds, þá er mikilvægt að afmarka valdsvið ríkisvaldsins og árétta frelsi hvers einstaklings. En mannlegt líf er náttúrulegt líf og líf í náttúru þótt sjálf hugmyndin um náttúru vilji týnast í heimi sem er undirlagður af menningu og tæknilegu skipulagi. Ég hef orðað það svo að við séum stundum slegin náttúrublindu (Náttúra, vald og verðmæti, kafli 2). Þess vegna er einnig mikilvægt að við sem þjóð – bæði borgarar hins íslenska ríkis og ríkisvaldið sjálft – setjum okkur mörk sem virða náttúrulegar kringumstæður mannsins á jörðinni.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun