Náttúra í nýrri stjórnarskrá Ólafur Páll Jónsson skrifar 20. október 2012 06:00 Í tillögum að nýrri stjórnarskrá eru fimm greinar um náttúru, umhverfi og dýravernd. Þær eru meðal helstu nýjunga í drögunum og þær greinar sem hvað mest hafa verið gagnrýndar. Málefnalegasta gagnrýnin hefur komið frá Láru Magnúsardóttur sagnfræðingi en í grein í Fréttablaðinu („Mannréttindi og mannamál“ 4. október) og lengri grein á heimasíðu Rannsóknaseturs HÍ á Norðurlandi vestra setur hún m.a. fram og rökstyður áhugaverða gagnrýni á þessar hugmyndir. Ég er sammála Láru um að náttúrunni verði ekki eignuð mannréttindi, en ég er ósammála því að réttindahugtakið geti ekki náð yfir náttúru og að orðalagið „Öllum ber að virða [náttúruna] og vernda“ í 33. gr. sé hæpið.Náttúra, réttur og skyldur Hvað eru réttindi? Hugtakið um réttindi vísar ævinlega til þriggja þátta: (a) handhafa, þ.e. þess sem hefur réttinn, (b) inntaks, þ.e. þess sem rétturinn nær yfir, og (c) þess sem rétturinn beinist að. Ef við tökum tjáningarfrelsi á Íslandi sem dæmi, þá eru handhafar þess allir íslenskir borgarar, inntakið er möguleikinn á að tjá sig og rétturinn beinist einkum gegn ríkisvaldinu. Þetta þýðir að ríkisvaldinu ber skylda til að hindra ekki borgarana í að tjá sig. Einnig má spyrja hvernig rétturinn sé til kominn, þ.e. hver sé grundvöllur réttarins. Grundvöllur réttar getur t.d. verið samningur, loforð eða siðferðilegar skuldbindingar. Sé mannréttindahugtakið skilið pólitískum skilningi þá er grundvöllurinn samningur borgaranna sín á milli. Þar sem náttúran getur ekki verið aðili að slíkum samningi getur hún ekki verið handhafi mannréttinda. Af þessu leiðir þó ekki að mannréttindi séu náttúrunni óviðkomandi því inntak mannréttinda getur hæglega varðað náttúruna, eins og virðist vera hugsunin í 33. gr. tillagna stjórnlagaráðs. Í öðru lagi getur handhafi réttinda útvíkkað það svið sem réttindin ná til. Gera má greinarmun á því að hafa skyldu við eitthvað og að hafa skyldu gagnvart einhverju. Ef ég lofa að passa hund nágranna míns, þá tek ég á mig margvíslegar skyldur gagnvart hundinum, jafnvel þótt grundvöllur þeirra skyldna sé loforð sem ég geri við nágranna minn en ekki hundinn. Á hundurinn rétt á því að fá að éta? Ég held að hann eigi það, og sem meira er, hann á rétt á því að ég gefi honum að éta. Það er ekkert dularfullt við slíkan rétt dýrs. Það er hins vegar ekki víst að slíkan rétt megi víkka út til jurta, vistkerfa eða dauðra hluta. Hvar mörkin liggja veit ég ekki, en mér virðist að hundur geti haft slíkan rétt. Það dregur varla nokkur í efa að „náttúra Íslands [sé] undirstaða lífs í landinu“ (33. gr.). Því er ekki óeðlilegt að í stjórnskipunarlögum lofum við hvert öðru að „virða [náttúruna] og vernda“ eins og segir í næstu setningu. Ef við gerum þetta, þá höfum við skyldur gagnvart náttúrunni og þar með höfum við veitt náttúrunni rétt. Rétturinn er að vísu afleiddur réttur, þ.e. réttur sem fólk hefur veitt náttúrunni með skynsamlegu loforði um að hlúa að þessari forsendu mannlegs lífs.Göfgi Lára gerir athyglisverðan samanburð á íslenskum útgáfum Mannréttindayfirlýsingarinnar og enskri, franskri og danskri. Í ljós kemur að í íslensku útgáfunum er verulegur losarabragur á orðalagi. Lára skoðar sérstaklega það sem á ensku er kallað „dignity“ en er ýmist þýtt sem „virðing“, „göfgi“ eða „mannsæmandi“. Þennan losarabrag rekur hún, réttilega að mínu viti, til skorts á íslenskri heimspekilegri hefð. Þetta er bagalegt þar sem „dignity“ er grundvallarhugtak í allri umfjöllun um mannréttindi. Meðal heimspekinga eru að minnsta kosti tvær ólíkar hefðir sem leggja ólíkan skilningi í hugtakið „dignity“. Annars vegar er hefð sem rekja má til þýska heimspekingsins Immanuels Kant, en samkvæmt honum er „dignity“ – sem hann kallar „Würde“ – bundið skynsemisverum eins og mönnum. Hins vegar er aristótelísk hefð en samkvæmt henni er litið svo á að heimurinn geymi margs konar „animal dignity“ – margs konar dýrslega göfgi – sem verðskuldi virðingu (e. respect). Sú sérstaka göfgi sem einkennir menn er tengd mannlegri skynsemi í aristótelísku hefðinni, en innan þeirrar hefðar er ekki litið á dýrseðlið sem andstætt skynseminni heldur sem einn þátt hennar. Ef göfgi getur verið uppspretta réttar, þá leyfir hin aristótelíska hefð að dýr hafi sjálfstæðan rétt þótt sá réttur geti ekki verið mannréttindi.Frelsi og mörk Mannréttindakaflinn hefst á greinum um frelsi borgaranna. Það er eðlilegt því um leið og borgararnir afsala sér réttindum til ríkisvalds, þá er mikilvægt að afmarka valdsvið ríkisvaldsins og árétta frelsi hvers einstaklings. En mannlegt líf er náttúrulegt líf og líf í náttúru þótt sjálf hugmyndin um náttúru vilji týnast í heimi sem er undirlagður af menningu og tæknilegu skipulagi. Ég hef orðað það svo að við séum stundum slegin náttúrublindu (Náttúra, vald og verðmæti, kafli 2). Þess vegna er einnig mikilvægt að við sem þjóð – bæði borgarar hins íslenska ríkis og ríkisvaldið sjálft – setjum okkur mörk sem virða náttúrulegar kringumstæður mannsins á jörðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í tillögum að nýrri stjórnarskrá eru fimm greinar um náttúru, umhverfi og dýravernd. Þær eru meðal helstu nýjunga í drögunum og þær greinar sem hvað mest hafa verið gagnrýndar. Málefnalegasta gagnrýnin hefur komið frá Láru Magnúsardóttur sagnfræðingi en í grein í Fréttablaðinu („Mannréttindi og mannamál“ 4. október) og lengri grein á heimasíðu Rannsóknaseturs HÍ á Norðurlandi vestra setur hún m.a. fram og rökstyður áhugaverða gagnrýni á þessar hugmyndir. Ég er sammála Láru um að náttúrunni verði ekki eignuð mannréttindi, en ég er ósammála því að réttindahugtakið geti ekki náð yfir náttúru og að orðalagið „Öllum ber að virða [náttúruna] og vernda“ í 33. gr. sé hæpið.Náttúra, réttur og skyldur Hvað eru réttindi? Hugtakið um réttindi vísar ævinlega til þriggja þátta: (a) handhafa, þ.e. þess sem hefur réttinn, (b) inntaks, þ.e. þess sem rétturinn nær yfir, og (c) þess sem rétturinn beinist að. Ef við tökum tjáningarfrelsi á Íslandi sem dæmi, þá eru handhafar þess allir íslenskir borgarar, inntakið er möguleikinn á að tjá sig og rétturinn beinist einkum gegn ríkisvaldinu. Þetta þýðir að ríkisvaldinu ber skylda til að hindra ekki borgarana í að tjá sig. Einnig má spyrja hvernig rétturinn sé til kominn, þ.e. hver sé grundvöllur réttarins. Grundvöllur réttar getur t.d. verið samningur, loforð eða siðferðilegar skuldbindingar. Sé mannréttindahugtakið skilið pólitískum skilningi þá er grundvöllurinn samningur borgaranna sín á milli. Þar sem náttúran getur ekki verið aðili að slíkum samningi getur hún ekki verið handhafi mannréttinda. Af þessu leiðir þó ekki að mannréttindi séu náttúrunni óviðkomandi því inntak mannréttinda getur hæglega varðað náttúruna, eins og virðist vera hugsunin í 33. gr. tillagna stjórnlagaráðs. Í öðru lagi getur handhafi réttinda útvíkkað það svið sem réttindin ná til. Gera má greinarmun á því að hafa skyldu við eitthvað og að hafa skyldu gagnvart einhverju. Ef ég lofa að passa hund nágranna míns, þá tek ég á mig margvíslegar skyldur gagnvart hundinum, jafnvel þótt grundvöllur þeirra skyldna sé loforð sem ég geri við nágranna minn en ekki hundinn. Á hundurinn rétt á því að fá að éta? Ég held að hann eigi það, og sem meira er, hann á rétt á því að ég gefi honum að éta. Það er ekkert dularfullt við slíkan rétt dýrs. Það er hins vegar ekki víst að slíkan rétt megi víkka út til jurta, vistkerfa eða dauðra hluta. Hvar mörkin liggja veit ég ekki, en mér virðist að hundur geti haft slíkan rétt. Það dregur varla nokkur í efa að „náttúra Íslands [sé] undirstaða lífs í landinu“ (33. gr.). Því er ekki óeðlilegt að í stjórnskipunarlögum lofum við hvert öðru að „virða [náttúruna] og vernda“ eins og segir í næstu setningu. Ef við gerum þetta, þá höfum við skyldur gagnvart náttúrunni og þar með höfum við veitt náttúrunni rétt. Rétturinn er að vísu afleiddur réttur, þ.e. réttur sem fólk hefur veitt náttúrunni með skynsamlegu loforði um að hlúa að þessari forsendu mannlegs lífs.Göfgi Lára gerir athyglisverðan samanburð á íslenskum útgáfum Mannréttindayfirlýsingarinnar og enskri, franskri og danskri. Í ljós kemur að í íslensku útgáfunum er verulegur losarabragur á orðalagi. Lára skoðar sérstaklega það sem á ensku er kallað „dignity“ en er ýmist þýtt sem „virðing“, „göfgi“ eða „mannsæmandi“. Þennan losarabrag rekur hún, réttilega að mínu viti, til skorts á íslenskri heimspekilegri hefð. Þetta er bagalegt þar sem „dignity“ er grundvallarhugtak í allri umfjöllun um mannréttindi. Meðal heimspekinga eru að minnsta kosti tvær ólíkar hefðir sem leggja ólíkan skilningi í hugtakið „dignity“. Annars vegar er hefð sem rekja má til þýska heimspekingsins Immanuels Kant, en samkvæmt honum er „dignity“ – sem hann kallar „Würde“ – bundið skynsemisverum eins og mönnum. Hins vegar er aristótelísk hefð en samkvæmt henni er litið svo á að heimurinn geymi margs konar „animal dignity“ – margs konar dýrslega göfgi – sem verðskuldi virðingu (e. respect). Sú sérstaka göfgi sem einkennir menn er tengd mannlegri skynsemi í aristótelísku hefðinni, en innan þeirrar hefðar er ekki litið á dýrseðlið sem andstætt skynseminni heldur sem einn þátt hennar. Ef göfgi getur verið uppspretta réttar, þá leyfir hin aristótelíska hefð að dýr hafi sjálfstæðan rétt þótt sá réttur geti ekki verið mannréttindi.Frelsi og mörk Mannréttindakaflinn hefst á greinum um frelsi borgaranna. Það er eðlilegt því um leið og borgararnir afsala sér réttindum til ríkisvalds, þá er mikilvægt að afmarka valdsvið ríkisvaldsins og árétta frelsi hvers einstaklings. En mannlegt líf er náttúrulegt líf og líf í náttúru þótt sjálf hugmyndin um náttúru vilji týnast í heimi sem er undirlagður af menningu og tæknilegu skipulagi. Ég hef orðað það svo að við séum stundum slegin náttúrublindu (Náttúra, vald og verðmæti, kafli 2). Þess vegna er einnig mikilvægt að við sem þjóð – bæði borgarar hins íslenska ríkis og ríkisvaldið sjálft – setjum okkur mörk sem virða náttúrulegar kringumstæður mannsins á jörðinni.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun