Að ganga gegn þjóðinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar 19. október 2012 06:00 „Það er þjóðfundurinn, þ.e.a.s. þjóðin sjálf, sem er höfundur frumvarpsins og þeir sem reyna að leggja stein í götu frumvarpsins þeir eru í raun og veru að ganga gegn þjóðinni,“ sagði stjórnlagaráðsfulltrúi í Kastljósviðtali þann 9. október síðastliðinn. Við ummæli þessi er ýmislegt að athuga. Ég var einn þeirra einstaklinga sem sat þjóðfundinn í nóvember 2010 og á þaðan góðar minningar. Því skal hins vegar haldið til haga að frumvarp stjórnlagaráðs var ekki skrifað á þjóðfundinum. Á þjóðfundinum fór fram gott spjall um þau grunngildi sem gestir töldu að viðhafa ætti í samfélaginu. Þar var aftur á móti ekki skrifuð ný stjórnarskrá né gerð raunveruleg tilraun til að endurskipuleggja stjórnskipunina. Þjóðfundurinn gat raunar í eðli sínu ekki orðið markviss vettvangur slíkra verka. Var það einkum fyrir þær sakir að núgildandi stjórnarskrá lýðveldisins var ekki með neinum hætti tekin fyrir á fundinum. Eina aðkoma stjórnarskrárinnar að þjóðfundinum var sú að hún hékk á plakati í anddyri Laugardalshallarinnar. Þá vekja orð stjórnlagaráðsfulltrúans upp eftirfarandi spurningu: Er maður, sem greiðir atkvæði gegn frumvarpi stjórnlagaráðs, að ganga gegn sinni eigin þjóð? Verður maður andstæðingur þjóðarinnar við það eitt að vera ósammála öðrum um pólitískt deilumál? Svarið við því hlýtur að vera nei. Á Íslandi eru þrátt fyrir allt til staðar grunngildi og stjórnarskrárvarin mannréttindi um tjáningarfrelsi og frjálsar skoðanir. Þeir sem leggjast gegn frumvarpi stjórnlagaráðs eru því sannarlega ekki að ganga gegn þjóð sinni heldur þvert á móti að nýta stjórnarskrárvarin mannréttindi sín og rétt til áhrifa. Sjálfur mun ég nýta þessi réttindi mín til að gjalda tillögum stjórnlagaráðs neiyrði mitt í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 20. október. Ég tel að á frumvarpinu séu of margir efnislegir og formlegir gallar til að það geti orðið grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Svo dæmi sé tekið þá hljóma pólitískar markmiðsyfirlýsingar frumvarpsins, svo sem um þjóðareign auðlinda og að öllum skuli tryggður réttur til sanngjarnra launa, sannarlega vel á yfirborðinu. Þegar betur er að gáð reynist efnislegt inntak slíkra ákvæða hins vegar lítið og óljóst og á þeim getur orðið erfitt að byggja raunverulegan rétt þegar á reynir. Aðrir kunna að hafa aðra sýn en ég á frumvarp stjórnlagaráðs og munu þá greiða atkvæði í samræmi við það. Hvernig svo sem fólk greiðir atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni er þó ljóst að með atkvæði sínu er það ekki að ganga gegn þjóð sinni, heldur að nýta grundvallarmannréttindi sín. Það eru stjórnarskrárvarin mannréttindi sem ekki verða skert með yfirlýsingum einstakra stjórnlagaráðsfulltrúa um að tilteknar skoðanir „gangi gegn þjóðinni“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
„Það er þjóðfundurinn, þ.e.a.s. þjóðin sjálf, sem er höfundur frumvarpsins og þeir sem reyna að leggja stein í götu frumvarpsins þeir eru í raun og veru að ganga gegn þjóðinni,“ sagði stjórnlagaráðsfulltrúi í Kastljósviðtali þann 9. október síðastliðinn. Við ummæli þessi er ýmislegt að athuga. Ég var einn þeirra einstaklinga sem sat þjóðfundinn í nóvember 2010 og á þaðan góðar minningar. Því skal hins vegar haldið til haga að frumvarp stjórnlagaráðs var ekki skrifað á þjóðfundinum. Á þjóðfundinum fór fram gott spjall um þau grunngildi sem gestir töldu að viðhafa ætti í samfélaginu. Þar var aftur á móti ekki skrifuð ný stjórnarskrá né gerð raunveruleg tilraun til að endurskipuleggja stjórnskipunina. Þjóðfundurinn gat raunar í eðli sínu ekki orðið markviss vettvangur slíkra verka. Var það einkum fyrir þær sakir að núgildandi stjórnarskrá lýðveldisins var ekki með neinum hætti tekin fyrir á fundinum. Eina aðkoma stjórnarskrárinnar að þjóðfundinum var sú að hún hékk á plakati í anddyri Laugardalshallarinnar. Þá vekja orð stjórnlagaráðsfulltrúans upp eftirfarandi spurningu: Er maður, sem greiðir atkvæði gegn frumvarpi stjórnlagaráðs, að ganga gegn sinni eigin þjóð? Verður maður andstæðingur þjóðarinnar við það eitt að vera ósammála öðrum um pólitískt deilumál? Svarið við því hlýtur að vera nei. Á Íslandi eru þrátt fyrir allt til staðar grunngildi og stjórnarskrárvarin mannréttindi um tjáningarfrelsi og frjálsar skoðanir. Þeir sem leggjast gegn frumvarpi stjórnlagaráðs eru því sannarlega ekki að ganga gegn þjóð sinni heldur þvert á móti að nýta stjórnarskrárvarin mannréttindi sín og rétt til áhrifa. Sjálfur mun ég nýta þessi réttindi mín til að gjalda tillögum stjórnlagaráðs neiyrði mitt í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 20. október. Ég tel að á frumvarpinu séu of margir efnislegir og formlegir gallar til að það geti orðið grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Svo dæmi sé tekið þá hljóma pólitískar markmiðsyfirlýsingar frumvarpsins, svo sem um þjóðareign auðlinda og að öllum skuli tryggður réttur til sanngjarnra launa, sannarlega vel á yfirborðinu. Þegar betur er að gáð reynist efnislegt inntak slíkra ákvæða hins vegar lítið og óljóst og á þeim getur orðið erfitt að byggja raunverulegan rétt þegar á reynir. Aðrir kunna að hafa aðra sýn en ég á frumvarp stjórnlagaráðs og munu þá greiða atkvæði í samræmi við það. Hvernig svo sem fólk greiðir atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni er þó ljóst að með atkvæði sínu er það ekki að ganga gegn þjóð sinni, heldur að nýta grundvallarmannréttindi sín. Það eru stjórnarskrárvarin mannréttindi sem ekki verða skert með yfirlýsingum einstakra stjórnlagaráðsfulltrúa um að tilteknar skoðanir „gangi gegn þjóðinni“.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar