Kjördæmi og ofríki meirihlutans 17. október 2012 06:00 Ein helsta grunnstoð lýðræðisins er sú regla að meirihlutinn skuli ráða úrlausn sameiginlegra mála. Þessari mikilvægu réttlætiskröfu fylgir hins vegar veruleg hætta á annars konar óréttlæti sem nefnt hefur verið „ofríki meirihlutans“. Í því felst að meirihluti kjósenda geti í krafti atkvæðavægis tekið til sín alla kökuna, í stað þess að fá sneið í réttu hlutfalli við mannfjölda, eða svipt minnihlutahópa mikilvægum réttindum. Sanngjarnt lýðræðislegt stjórnkerfi verður því að leitast við að tryggja jafnvægi milli réttinda meirihlutans og réttinda margvíslegra minnihlutahópa. Með núverandi kosningakerfi á Íslandi er reynt að stuðla að slíku jafnvægi með tvennum hætti. Annars vegar auka hlutfallskosningar milli framboðslista líkurnar á því að sjónarmið sem eru í minnihluta í þjóðfélaginu heyrist á Alþingi og ýta undir samsteypustjórnir ólíkra sjónarmiða. Hins vegar tryggja svæðisbundin kjördæmi að íbúar á öllum landsvæðum eigi sér fulltrúa á þingi og hvetja til þess að stjórnmálaflokkarnir taki í störfum sínum tillit til hagsmuna fámennra jafnt sem fjölmennra svæða. Skipting Íslands í kjördæmi hefur þó verið umdeild. Í fyrsta lagi er ójafnt vægi atkvæða af augljósum ástæðum þyrnir í augum kjósenda í fjölmennari kjördæmum. Í öðru lagi hefur órökstudd krafa um að öll kjördæmi hafi nánast jafnmarga þingmenn leitt til vægast sagt sérkennilegrar skiptingar Reykjavíkur í tvö kjördæmi og afar sundurleitra landsbyggðakjördæma. Í þriðja lagi eru reglur um úthlutun þingsæta afar flóknar og kjósendur vita í raun ekki hvaða frambjóðandi í hvaða kjördæmi hlýtur atkvæði þeirra að lokum. Í fjórða lagi hafa ýmsir talið kjördæmakerfið ýta undir áherslu á sérhagsmuni einstakra svæða á kostnað landsins í heild. Fyrstu þrjú atriðin eru í raun óháð grunnhugmynd kjördæmaskiptingar. Að baki hvers þingmanns eru að jafnaði 1,6% kjósenda og ekkert því til fyrirstöðu að misjafnlega fjölmenn kjördæmi byggi einföldum reglum um nánast jafnt vægi atkvæða, án þess flækjustigs sem einkennir bæði núverandi kosningakerfi og tillögur stjórnlagaráðs. Miðað við mannfjölda myndi einföld kjördæmaskipting landsins með jöfnu atkvæðavægi skila höfuðborgarsvæðinu 40 þingmönnum, Norðvesturkjördæmi sex þingmönnum, Norðausturkjördæmi átta þingmönnum og Suðurkjördæmi níu þingmönnum. Með því væri atkvæðavægi jafnt að fyrsta aukastaf um leið og fámennari svæðum væri tryggð hlutfallsleg rödd á Alþingi þjóðarinnar. Það er hins vegar grundvallarspurning hvort íbúar ólíkra svæða eigi sér lögmæta hagsmuni sem gæta verði á Alþingi. Sumir telja að landskjörnir þingmenn geti einfaldlega hafið sig yfir hagsmuni einstakra kjördæma og unnið að hagsmunum landsins í heild. Oft eru hagsmunir þó einfaldlega svæðisbundnir og veruleg hætta á því að landskjörnir þingmenn taki ekki tillit til hagsmuna fámennra svæða ef þeir stangast á við hagsmuni fjölmennari svæða. Þannig væri þeim landskjörna þingmanni eflaust voðinn vís sem héldi fram sjónarmiðum sem væru verulega óvinsæl á höfuðborgarsvæðinu, hvort sem beitt væri prófkjöri, persónukjöri eða uppstillingu sem höfðaði til meirihluta kjósenda. Jafnframt leiða margfeldisáhrif mannfjöldans til þess að frambjóðendur í fámennum landshlutum eiga tölfræðilega afar erfitt uppdráttar í landskjöri. Langflestir landskjörnir þingmenn yrðu því íbúar höfuðborgarsvæðisins eða a.m.k. vinaleg meinleysisgrey sem væru meirihluta kjósenda á höfuðborgarsvæðinu þóknanleg. Í fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu verður spurt hvort í nýrri stjórnarskrá skuli vera ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar af landinu vegi jafnt. Að baki þeirri spurningu er hins vegar tillaga stjórnlagaráðs um uppstokkun á kosningakerfinu sem er nær alveg óháð því hvort atkvæði vegi jafnt alls staðar á landinu. Þar er lagt til að minnst 33 þingmenn verði kosnir landskjöri en að hámarki 30 þingmenn verði kosnir í allt að átta kjördæmum. Tala kjósenda á kjörskrá að baki hverju kjördæmabundnu sæti skuli þó ekki vera lægri en meðaltalið fyrir öll 63 sætin. Í þessari tillögu stjórnlagaráðs felst mikil breyting á samsetningu Alþingis umfram jöfnun atkvæðavægis. Horfið yrði frá kerfi þar sem landsbyggðakjördæmin hafa sex þingmenn umfram mannfjölda yfir í kerfi þar sem þingmenn sem sækja umboð sitt til landsbyggðanna yrðu tólf færri en jafnt atkvæðavægi segir til um. Í stað núverandi misvægis á kostnað höfuðborgarsvæðisins kæmi því meira misvægi á kostnað landsbyggðanna. Að lokinni þeirri atkvæðagreiðslu sem nú stendur fyrir dyrum er mikilvægt að leitað verði betri leiða til að tryggja að Alþingi verði áfram umræðuvettvangur fólks með ólíkar skoðanir og mismunandi hagsmuni alls staðar af landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Ein helsta grunnstoð lýðræðisins er sú regla að meirihlutinn skuli ráða úrlausn sameiginlegra mála. Þessari mikilvægu réttlætiskröfu fylgir hins vegar veruleg hætta á annars konar óréttlæti sem nefnt hefur verið „ofríki meirihlutans“. Í því felst að meirihluti kjósenda geti í krafti atkvæðavægis tekið til sín alla kökuna, í stað þess að fá sneið í réttu hlutfalli við mannfjölda, eða svipt minnihlutahópa mikilvægum réttindum. Sanngjarnt lýðræðislegt stjórnkerfi verður því að leitast við að tryggja jafnvægi milli réttinda meirihlutans og réttinda margvíslegra minnihlutahópa. Með núverandi kosningakerfi á Íslandi er reynt að stuðla að slíku jafnvægi með tvennum hætti. Annars vegar auka hlutfallskosningar milli framboðslista líkurnar á því að sjónarmið sem eru í minnihluta í þjóðfélaginu heyrist á Alþingi og ýta undir samsteypustjórnir ólíkra sjónarmiða. Hins vegar tryggja svæðisbundin kjördæmi að íbúar á öllum landsvæðum eigi sér fulltrúa á þingi og hvetja til þess að stjórnmálaflokkarnir taki í störfum sínum tillit til hagsmuna fámennra jafnt sem fjölmennra svæða. Skipting Íslands í kjördæmi hefur þó verið umdeild. Í fyrsta lagi er ójafnt vægi atkvæða af augljósum ástæðum þyrnir í augum kjósenda í fjölmennari kjördæmum. Í öðru lagi hefur órökstudd krafa um að öll kjördæmi hafi nánast jafnmarga þingmenn leitt til vægast sagt sérkennilegrar skiptingar Reykjavíkur í tvö kjördæmi og afar sundurleitra landsbyggðakjördæma. Í þriðja lagi eru reglur um úthlutun þingsæta afar flóknar og kjósendur vita í raun ekki hvaða frambjóðandi í hvaða kjördæmi hlýtur atkvæði þeirra að lokum. Í fjórða lagi hafa ýmsir talið kjördæmakerfið ýta undir áherslu á sérhagsmuni einstakra svæða á kostnað landsins í heild. Fyrstu þrjú atriðin eru í raun óháð grunnhugmynd kjördæmaskiptingar. Að baki hvers þingmanns eru að jafnaði 1,6% kjósenda og ekkert því til fyrirstöðu að misjafnlega fjölmenn kjördæmi byggi einföldum reglum um nánast jafnt vægi atkvæða, án þess flækjustigs sem einkennir bæði núverandi kosningakerfi og tillögur stjórnlagaráðs. Miðað við mannfjölda myndi einföld kjördæmaskipting landsins með jöfnu atkvæðavægi skila höfuðborgarsvæðinu 40 þingmönnum, Norðvesturkjördæmi sex þingmönnum, Norðausturkjördæmi átta þingmönnum og Suðurkjördæmi níu þingmönnum. Með því væri atkvæðavægi jafnt að fyrsta aukastaf um leið og fámennari svæðum væri tryggð hlutfallsleg rödd á Alþingi þjóðarinnar. Það er hins vegar grundvallarspurning hvort íbúar ólíkra svæða eigi sér lögmæta hagsmuni sem gæta verði á Alþingi. Sumir telja að landskjörnir þingmenn geti einfaldlega hafið sig yfir hagsmuni einstakra kjördæma og unnið að hagsmunum landsins í heild. Oft eru hagsmunir þó einfaldlega svæðisbundnir og veruleg hætta á því að landskjörnir þingmenn taki ekki tillit til hagsmuna fámennra svæða ef þeir stangast á við hagsmuni fjölmennari svæða. Þannig væri þeim landskjörna þingmanni eflaust voðinn vís sem héldi fram sjónarmiðum sem væru verulega óvinsæl á höfuðborgarsvæðinu, hvort sem beitt væri prófkjöri, persónukjöri eða uppstillingu sem höfðaði til meirihluta kjósenda. Jafnframt leiða margfeldisáhrif mannfjöldans til þess að frambjóðendur í fámennum landshlutum eiga tölfræðilega afar erfitt uppdráttar í landskjöri. Langflestir landskjörnir þingmenn yrðu því íbúar höfuðborgarsvæðisins eða a.m.k. vinaleg meinleysisgrey sem væru meirihluta kjósenda á höfuðborgarsvæðinu þóknanleg. Í fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu verður spurt hvort í nýrri stjórnarskrá skuli vera ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar af landinu vegi jafnt. Að baki þeirri spurningu er hins vegar tillaga stjórnlagaráðs um uppstokkun á kosningakerfinu sem er nær alveg óháð því hvort atkvæði vegi jafnt alls staðar á landinu. Þar er lagt til að minnst 33 þingmenn verði kosnir landskjöri en að hámarki 30 þingmenn verði kosnir í allt að átta kjördæmum. Tala kjósenda á kjörskrá að baki hverju kjördæmabundnu sæti skuli þó ekki vera lægri en meðaltalið fyrir öll 63 sætin. Í þessari tillögu stjórnlagaráðs felst mikil breyting á samsetningu Alþingis umfram jöfnun atkvæðavægis. Horfið yrði frá kerfi þar sem landsbyggðakjördæmin hafa sex þingmenn umfram mannfjölda yfir í kerfi þar sem þingmenn sem sækja umboð sitt til landsbyggðanna yrðu tólf færri en jafnt atkvæðavægi segir til um. Í stað núverandi misvægis á kostnað höfuðborgarsvæðisins kæmi því meira misvægi á kostnað landsbyggðanna. Að lokinni þeirri atkvæðagreiðslu sem nú stendur fyrir dyrum er mikilvægt að leitað verði betri leiða til að tryggja að Alþingi verði áfram umræðuvettvangur fólks með ólíkar skoðanir og mismunandi hagsmuni alls staðar af landinu.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar