Grænt ljós á Perluna fyrir náttúrusýningu Svavar skrifar 12. október 2012 00:00 Á næstunni verður lögð fram tillaga á Alþingi um að náttúruhús rísi í Vatnsmýrinni, eins og margir telja besta kostinn.fréttablaðið/gva Starfshópur á vegum mennta- og menningarráðuneytisins og Reykjavíkurborgar telur mögulegt að setja upp náttúruminjasýningu Náttúruminjasafns Íslands í Perlunni. Slík sýning útheimtir hins vegar breytingar á húsnæðinu, að mati hópsins. Nú verða teknar upp viðræður til að kanna betur fjárhagslegan grundvöll hugmynda starfshópsins en Perlan hentar ekki sem framtíðarhúsnæði fyrir safnið að óbreyttu. Þetta kom fram í svari Katrínar Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra á mánudag við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um stöðu Náttúruminjasafns Íslands (NMÍ). Fyrirspurn Sivjar helgast af þeirri stöðu að safnið er húsnæðislaust frá og með áramótum, eins og Fréttablaðið fjallaði um 29. september. Benti Siv á að staða safnsins væri með öllu ótæk í ljósi þess að um eitt af þremur höfuðsöfnum þjóðarinnar væri að ræða. Mennta- og menningarráðuneytið og Reykjavíkurborg skipuðu í ágúst starfshóp til að skoða möguleika á því að koma upp náttúruminjasafni eða sýningu á vegum NMÍ í Perlunni. Hópurinn hefur lokið störfum og sett fram hugmynd um að þar verði sett upp náttúruminjasýning. Ráðherra gat þess að hópurinn teldi það miklu skipta hvaða hlutar Perlunnar yrðu ætlaðir fyrir sýningu, ef af henni yrði. Nauðsynlegt væri að smíða millihæð í hluta hins opna rýmis til að hugmyndin gengi upp. Frágangur mannvirkisins og smíði millihæðar væri því forsenda þess að húsið hentaði fyrir grunnsýningu höfuðsafns um náttúruminjar. Hópurinn telur jafnframt nauðsynlegt að einn eða fleiri tankar verði hluti sýningarrýmis til lengri tíma eigi hugmyndin að vera raunhæf. Hvað framtíð safnsins áhrærir þá er Perlan ekki talin henta til lengri tíma án viðbygginga. Nú verða teknar upp viðræður ríkis og borgar til að kanna betur fjárhagslegan grundvöll þeirra hugmynda sem starfshópurinn setti fram. Í lok umræðna tók Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, til máls. Þar greindi hún frá því að á næstu dögum myndi hún leggja fram þingsályktunartillögu um að hafinn yrði að nýju undirbúningur að byggingu náttúruhúss í Vatnsmýri, eins og lengi var stefnt að. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Starfshópur á vegum mennta- og menningarráðuneytisins og Reykjavíkurborgar telur mögulegt að setja upp náttúruminjasýningu Náttúruminjasafns Íslands í Perlunni. Slík sýning útheimtir hins vegar breytingar á húsnæðinu, að mati hópsins. Nú verða teknar upp viðræður til að kanna betur fjárhagslegan grundvöll hugmynda starfshópsins en Perlan hentar ekki sem framtíðarhúsnæði fyrir safnið að óbreyttu. Þetta kom fram í svari Katrínar Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra á mánudag við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um stöðu Náttúruminjasafns Íslands (NMÍ). Fyrirspurn Sivjar helgast af þeirri stöðu að safnið er húsnæðislaust frá og með áramótum, eins og Fréttablaðið fjallaði um 29. september. Benti Siv á að staða safnsins væri með öllu ótæk í ljósi þess að um eitt af þremur höfuðsöfnum þjóðarinnar væri að ræða. Mennta- og menningarráðuneytið og Reykjavíkurborg skipuðu í ágúst starfshóp til að skoða möguleika á því að koma upp náttúruminjasafni eða sýningu á vegum NMÍ í Perlunni. Hópurinn hefur lokið störfum og sett fram hugmynd um að þar verði sett upp náttúruminjasýning. Ráðherra gat þess að hópurinn teldi það miklu skipta hvaða hlutar Perlunnar yrðu ætlaðir fyrir sýningu, ef af henni yrði. Nauðsynlegt væri að smíða millihæð í hluta hins opna rýmis til að hugmyndin gengi upp. Frágangur mannvirkisins og smíði millihæðar væri því forsenda þess að húsið hentaði fyrir grunnsýningu höfuðsafns um náttúruminjar. Hópurinn telur jafnframt nauðsynlegt að einn eða fleiri tankar verði hluti sýningarrýmis til lengri tíma eigi hugmyndin að vera raunhæf. Hvað framtíð safnsins áhrærir þá er Perlan ekki talin henta til lengri tíma án viðbygginga. Nú verða teknar upp viðræður ríkis og borgar til að kanna betur fjárhagslegan grundvöll þeirra hugmynda sem starfshópurinn setti fram. Í lok umræðna tók Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, til máls. Þar greindi hún frá því að á næstu dögum myndi hún leggja fram þingsályktunartillögu um að hafinn yrði að nýju undirbúningur að byggingu náttúruhúss í Vatnsmýri, eins og lengi var stefnt að.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira