Grænt ljós á Perluna fyrir náttúrusýningu Svavar skrifar 12. október 2012 00:00 Á næstunni verður lögð fram tillaga á Alþingi um að náttúruhús rísi í Vatnsmýrinni, eins og margir telja besta kostinn.fréttablaðið/gva Starfshópur á vegum mennta- og menningarráðuneytisins og Reykjavíkurborgar telur mögulegt að setja upp náttúruminjasýningu Náttúruminjasafns Íslands í Perlunni. Slík sýning útheimtir hins vegar breytingar á húsnæðinu, að mati hópsins. Nú verða teknar upp viðræður til að kanna betur fjárhagslegan grundvöll hugmynda starfshópsins en Perlan hentar ekki sem framtíðarhúsnæði fyrir safnið að óbreyttu. Þetta kom fram í svari Katrínar Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra á mánudag við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um stöðu Náttúruminjasafns Íslands (NMÍ). Fyrirspurn Sivjar helgast af þeirri stöðu að safnið er húsnæðislaust frá og með áramótum, eins og Fréttablaðið fjallaði um 29. september. Benti Siv á að staða safnsins væri með öllu ótæk í ljósi þess að um eitt af þremur höfuðsöfnum þjóðarinnar væri að ræða. Mennta- og menningarráðuneytið og Reykjavíkurborg skipuðu í ágúst starfshóp til að skoða möguleika á því að koma upp náttúruminjasafni eða sýningu á vegum NMÍ í Perlunni. Hópurinn hefur lokið störfum og sett fram hugmynd um að þar verði sett upp náttúruminjasýning. Ráðherra gat þess að hópurinn teldi það miklu skipta hvaða hlutar Perlunnar yrðu ætlaðir fyrir sýningu, ef af henni yrði. Nauðsynlegt væri að smíða millihæð í hluta hins opna rýmis til að hugmyndin gengi upp. Frágangur mannvirkisins og smíði millihæðar væri því forsenda þess að húsið hentaði fyrir grunnsýningu höfuðsafns um náttúruminjar. Hópurinn telur jafnframt nauðsynlegt að einn eða fleiri tankar verði hluti sýningarrýmis til lengri tíma eigi hugmyndin að vera raunhæf. Hvað framtíð safnsins áhrærir þá er Perlan ekki talin henta til lengri tíma án viðbygginga. Nú verða teknar upp viðræður ríkis og borgar til að kanna betur fjárhagslegan grundvöll þeirra hugmynda sem starfshópurinn setti fram. Í lok umræðna tók Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, til máls. Þar greindi hún frá því að á næstu dögum myndi hún leggja fram þingsályktunartillögu um að hafinn yrði að nýju undirbúningur að byggingu náttúruhúss í Vatnsmýri, eins og lengi var stefnt að. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Starfshópur á vegum mennta- og menningarráðuneytisins og Reykjavíkurborgar telur mögulegt að setja upp náttúruminjasýningu Náttúruminjasafns Íslands í Perlunni. Slík sýning útheimtir hins vegar breytingar á húsnæðinu, að mati hópsins. Nú verða teknar upp viðræður til að kanna betur fjárhagslegan grundvöll hugmynda starfshópsins en Perlan hentar ekki sem framtíðarhúsnæði fyrir safnið að óbreyttu. Þetta kom fram í svari Katrínar Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra á mánudag við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um stöðu Náttúruminjasafns Íslands (NMÍ). Fyrirspurn Sivjar helgast af þeirri stöðu að safnið er húsnæðislaust frá og með áramótum, eins og Fréttablaðið fjallaði um 29. september. Benti Siv á að staða safnsins væri með öllu ótæk í ljósi þess að um eitt af þremur höfuðsöfnum þjóðarinnar væri að ræða. Mennta- og menningarráðuneytið og Reykjavíkurborg skipuðu í ágúst starfshóp til að skoða möguleika á því að koma upp náttúruminjasafni eða sýningu á vegum NMÍ í Perlunni. Hópurinn hefur lokið störfum og sett fram hugmynd um að þar verði sett upp náttúruminjasýning. Ráðherra gat þess að hópurinn teldi það miklu skipta hvaða hlutar Perlunnar yrðu ætlaðir fyrir sýningu, ef af henni yrði. Nauðsynlegt væri að smíða millihæð í hluta hins opna rýmis til að hugmyndin gengi upp. Frágangur mannvirkisins og smíði millihæðar væri því forsenda þess að húsið hentaði fyrir grunnsýningu höfuðsafns um náttúruminjar. Hópurinn telur jafnframt nauðsynlegt að einn eða fleiri tankar verði hluti sýningarrýmis til lengri tíma eigi hugmyndin að vera raunhæf. Hvað framtíð safnsins áhrærir þá er Perlan ekki talin henta til lengri tíma án viðbygginga. Nú verða teknar upp viðræður ríkis og borgar til að kanna betur fjárhagslegan grundvöll þeirra hugmynda sem starfshópurinn setti fram. Í lok umræðna tók Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, til máls. Þar greindi hún frá því að á næstu dögum myndi hún leggja fram þingsályktunartillögu um að hafinn yrði að nýju undirbúningur að byggingu náttúruhúss í Vatnsmýri, eins og lengi var stefnt að.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira