Logi: Þetta er mín lokatilraun Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. október 2012 07:00 Hinn þrítugi Logi viðurkennir að það hafi ekki verið auðvelt að leggja skóna á hilluna. Hann mun því reyna einu sinni enn. fréttablaðið/stefán Logi Geirsson gaf það út fyrir rúmu ári að hann væri hættur handknattleiksiðkun, aðeins 28 ára að aldri. Axlarmeiðsli neyddu hann til þess að hætta. Á þrítugsafmælisdaginn sinn, sem var í gær, gaf Logi það aftur á móti út að hann ætlaði að reyna einu sinni enn. „Ég ætla að spila minn fyrsta leik með FH í vetur gegn Aftureldingu þann 25. október. Þá verð ég klár í slaginn," sagði Logi ákveðinn. Eftir að hafa reynt ýmislegt til þess að ná sér góðum af meiðslunum fór hann í ferð til Englands fyrir Ólympíuleikana í sumar og sú ferð breytti miklu. „Þar hitti ég axlarsérfræðing sem á að vera mjög góður. Eftir að hafa sent honum mína sögu var hann til í að hitta mig. Hann hafði meðhöndlað kastara í krikket sem var með svipuð einkenni og ég. Hann vildi því fá að hitta mig. Meðhöndlunin þar var önnur og smám saman hef ég verið að hressast," sagði stórskyttan kát sem hefur jafnt og þétt verið að bæta sig. „Ég hef verið að mæta einstaka sinnum á æfingar með FH síðan í sumar og alltaf orðið betri. Nú er ég allt í einu orðinn bestur á æfingum hjá liðinu," sagði Logi kokhraustur, en skortur á sjálfstrausti hefur aldrei verið einn af hans veikleikum. „Þetta er tíminn til þess að prófa á nýjan leik. Ég spila ekki handbolta þegar ég verð orðinn fimmtugur. Það var ekki auðvelt að gefa handboltann upp á bátinn enda er handbolti það sem ég er bestur í. Ég vil ekkert meira en að spila handbolta sem mér finnst svo skemmtilegt að gera. Þetta hefur verið stigvaxandi hjá mér og því um að gera að láta á þetta reyna." Þó svo engin trygging sé fyrir því hvort Logi geti verið með liðinu í allan vetur þá hefur Logi strax sett sér háleit markmið. „Ég hef alltaf gert það og það mun seint breytast. Ég er því að fara að vera með til þess að vinna alla titla. Ég vil hjálpa FH að ná titlinum aftur í Kaplakrika. Þar á Íslandsbikarinn heima," sagði Logi, sem viðurkennir að ef þetta gangi ekki upp núna þá sé handboltinn búið spil. „Þetta er mín lokatilraun. Ég hef verið að bíða eftir þessu tækifæri og því stekk ég á þetta núna. Ég mun aldrei snerta handbolta aftur um ævina ef þetta gengur ekki upp. Ég get lofað því. Áætlunin er því að koma rólega inn í þetta núna og sjá hvernig fer hjá mér. Ég er samt mættur og ætla mér stóra hluti eins og alltaf." Þó svo að Logi hafi ekki spilað handbolta lengi hefur hann ekki slegið slöku við í ræktinni og er í frábæru líkamlegu formi. „Ég er tíu kílóum léttari en þegar ég var atvinnumaður. Ég er svínfljótur fyrir vikið. Það er eitthvað sem ég verð að nýta mér," sagði Logi Geirsson, en endurkoma hans mun klárlega lífga mikið upp á N1-deildina enda var Logi einn litríkasti karakterinn í íslensku íþróttalífi. Olís-deild karla Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Sjá meira
Logi Geirsson gaf það út fyrir rúmu ári að hann væri hættur handknattleiksiðkun, aðeins 28 ára að aldri. Axlarmeiðsli neyddu hann til þess að hætta. Á þrítugsafmælisdaginn sinn, sem var í gær, gaf Logi það aftur á móti út að hann ætlaði að reyna einu sinni enn. „Ég ætla að spila minn fyrsta leik með FH í vetur gegn Aftureldingu þann 25. október. Þá verð ég klár í slaginn," sagði Logi ákveðinn. Eftir að hafa reynt ýmislegt til þess að ná sér góðum af meiðslunum fór hann í ferð til Englands fyrir Ólympíuleikana í sumar og sú ferð breytti miklu. „Þar hitti ég axlarsérfræðing sem á að vera mjög góður. Eftir að hafa sent honum mína sögu var hann til í að hitta mig. Hann hafði meðhöndlað kastara í krikket sem var með svipuð einkenni og ég. Hann vildi því fá að hitta mig. Meðhöndlunin þar var önnur og smám saman hef ég verið að hressast," sagði stórskyttan kát sem hefur jafnt og þétt verið að bæta sig. „Ég hef verið að mæta einstaka sinnum á æfingar með FH síðan í sumar og alltaf orðið betri. Nú er ég allt í einu orðinn bestur á æfingum hjá liðinu," sagði Logi kokhraustur, en skortur á sjálfstrausti hefur aldrei verið einn af hans veikleikum. „Þetta er tíminn til þess að prófa á nýjan leik. Ég spila ekki handbolta þegar ég verð orðinn fimmtugur. Það var ekki auðvelt að gefa handboltann upp á bátinn enda er handbolti það sem ég er bestur í. Ég vil ekkert meira en að spila handbolta sem mér finnst svo skemmtilegt að gera. Þetta hefur verið stigvaxandi hjá mér og því um að gera að láta á þetta reyna." Þó svo engin trygging sé fyrir því hvort Logi geti verið með liðinu í allan vetur þá hefur Logi strax sett sér háleit markmið. „Ég hef alltaf gert það og það mun seint breytast. Ég er því að fara að vera með til þess að vinna alla titla. Ég vil hjálpa FH að ná titlinum aftur í Kaplakrika. Þar á Íslandsbikarinn heima," sagði Logi, sem viðurkennir að ef þetta gangi ekki upp núna þá sé handboltinn búið spil. „Þetta er mín lokatilraun. Ég hef verið að bíða eftir þessu tækifæri og því stekk ég á þetta núna. Ég mun aldrei snerta handbolta aftur um ævina ef þetta gengur ekki upp. Ég get lofað því. Áætlunin er því að koma rólega inn í þetta núna og sjá hvernig fer hjá mér. Ég er samt mættur og ætla mér stóra hluti eins og alltaf." Þó svo að Logi hafi ekki spilað handbolta lengi hefur hann ekki slegið slöku við í ræktinni og er í frábæru líkamlegu formi. „Ég er tíu kílóum léttari en þegar ég var atvinnumaður. Ég er svínfljótur fyrir vikið. Það er eitthvað sem ég verð að nýta mér," sagði Logi Geirsson, en endurkoma hans mun klárlega lífga mikið upp á N1-deildina enda var Logi einn litríkasti karakterinn í íslensku íþróttalífi.
Olís-deild karla Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Sjá meira