Hvað er í húfi 20. október? Skúli Helgason skrifar 10. október 2012 00:00 Þann 20. október fer fram mikilvægasta þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldistímans. Þá mun þjóðin kveða upp úr með það hvort endurskoðun stjórnarskrárinnar eigi að byggja á því frumvarpi sem stjórnlagaráð skilaði af sér – eða ekki. Sú ákvörðun að taka frumkvæði að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar úr höndum Alþingis og fela sérvöldum fulltrúum þjóðarinnar var rétt – hún var skynsamleg í ljósi þess að Alþingi hefur mistekist í áratugi að ná pólitískri samstöðu um þá heildarendurskoðun sem boðuð var 1944 en hún var líka rökrétt í ljósi þess að það samræmist illa nútímakröfum um faglega stjórnsýslu og vörn gegn hagsmunatengslum að sitjandi alþingismenn móti stjórnskipulegan ramma um eigið starfsumhverfi. Enginn er dómari í eigin sök. Stór hluti frumvarpsins – nærri 40 greinar af 114 – fjallar sérstaklega um Alþingi, hlutverk þess og umgjörð og Alþingi kemur að auki við sögu í lykilköflum frumvarpsins um undirstöður stjórnskipunarinnar; mannréttindi og náttúru, forsetaembættið, ráðherra og ríkisstjórn og utanríkismál. Um hvað er kosið?20. október gefst þjóðinni tækifæri til að segja milliliðalaust álit sitt á mörgum stærstu viðfangsefnum stjórnmálanna undanfarna áratugi og það álit getur haft úrslitaþýðingu varðandi þann farveg sem þessi mál fara í. Þar ber hæst þjóðareign á auðlindum, jöfnun atkvæðisréttar, persónukjör í þingkosningum, ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og stjórnskipulega stöðu þjóðkirkjunnar. Atkvæðagreiðslan er mikilvæg því við erum í raun að taka afstöðu til fyrstu alíslensku stjórnarskrárinnar, því gildandi stjórnarskrá er í stórum dráttum samhljóða þeirri sem við fengum í arf frá Dönum á 19. öld þó vissulega hafi verið gerðar breytingar á stjórnarskránni síðan þar sem mest munaði um mannréttindakaflann sem kom inn í stjórnarskrána árið 1995. Við lýðveldisstofnun 1944 voru gefin fyrirheit um að fljótlega í kjölfarið færi fram heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Alþingi hefur ekki auðnast þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir á undanförnum áratugum að ná þverpólitískri samstöðu um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar og má ljóst vera að þar stóð m.a. varðstaða um tiltekna sérhagsmuni í veginum. Auðlindaákvæði gefur tóninnÉg styð jöfnun atkvæðisréttar, aðskilnað ríkis og kirkju, að þjóðin hafi sjálfstæðan rétt til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál og jafnframt að kjósendur eigi að geta valið röð frambjóðenda með persónukjöri í kjörklefanum. En fyrir mér er mikilvægasta ákvæði frumvarpsins að finna í 34. grein þess um náttúruauðlindir þar sem segir að auðlindir í náttúru Íslands sem ekki eru í einkaeigu, séu sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Ákvæðið kveður einnig á um að við nýtingu auðlindanna skuli hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi og að leyfi til hagnýtingar auðlinda skuli veita gegn fullu gjaldi og til hóflegs tíma í senn. Þá er kveðið á um að slík leyfi skuli veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiði aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum. Ákvæðið á sér sterkan samhljóm í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar þar sem m.a. er vísað til álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Framtíð fiskveiðistjórnunarÉg tel að ef frumvarpið verður samþykkt og spurningin um þjóðareign auðlinda fær meirihluta atkvæða 20. október þá muni það hafa mikla þýðingu varðandi endurskoðun fiskveiðistjórnunar á Íslandi og draga fram andstæður núverandi kvótakerfis og kröfunnar um jafnræði við úthlutun nýtingarleyfa. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar getur markað endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins nýjan farveg þar sem kallað verði eftir lausnum sem uppfylla þessa kröfu með skýrari hætti en gert var í þeim kvótafrumvörpum sem lögð hafa verið fram á undanförnum misserum. Krafan um jafnræði samræmist illa því fyrirkomulagi að takmörkuðum gæðum eins og kvótum til veiða úr sameiginlegum fiskistofnum í þjóðareign sé að stærstum hluta úthlutað til forgangshóps á grundvelli stjórnvaldsákvörðunar. Jafnræðiskrafan leggur á herðar okkur þær skyldur að skapa skilyrði þess að mismunandi aðilar geti keppt um aðgengi að hinum takmörkuðu gæðum á jafnræðisgrunni. Öflugur leigumarkaður með aflaheimildir, sem tryggir eðlilega verðmyndun kvóta, er þar nærtækur kostur en verkefni stjórnvalda verður að finna farsælt jafnvægi milli annars vegar krafna um jafnræði og atvinnufrelsi og hins vegar um arðsemi og stöðugleika, í þessari mikilvægu atvinnugrein. Ekki láta aðra velja fyrir þigÞað er full ástæða til að hvetja landsmenn til þátttöku í atkvæðagreiðslunni 20. október. Sá sem ekki tekur þátt leyfir hinum sem mæta á kjörstað að ákveða fyrir sína hönd hver eigi að vera ramminn um stjórnskipan landsins – og slíkt framsal valds er mikill ábyrgðarhluti. Stjórnarskráin er mikilvægasta löggjöf þjóðarinnar og við eigum öll að láta okkur hana varða. Þess vegna er þetta ekki bara mikilvægasta þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldisins, þetta kunna að vera einhverjar afdrifaríkustu kosningar sem fram hafa farið í þessu landi frá því við öðluðumst sjálfstæði fyrir tæpum sjö áratugum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Skúli Helgason Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þann 20. október fer fram mikilvægasta þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldistímans. Þá mun þjóðin kveða upp úr með það hvort endurskoðun stjórnarskrárinnar eigi að byggja á því frumvarpi sem stjórnlagaráð skilaði af sér – eða ekki. Sú ákvörðun að taka frumkvæði að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar úr höndum Alþingis og fela sérvöldum fulltrúum þjóðarinnar var rétt – hún var skynsamleg í ljósi þess að Alþingi hefur mistekist í áratugi að ná pólitískri samstöðu um þá heildarendurskoðun sem boðuð var 1944 en hún var líka rökrétt í ljósi þess að það samræmist illa nútímakröfum um faglega stjórnsýslu og vörn gegn hagsmunatengslum að sitjandi alþingismenn móti stjórnskipulegan ramma um eigið starfsumhverfi. Enginn er dómari í eigin sök. Stór hluti frumvarpsins – nærri 40 greinar af 114 – fjallar sérstaklega um Alþingi, hlutverk þess og umgjörð og Alþingi kemur að auki við sögu í lykilköflum frumvarpsins um undirstöður stjórnskipunarinnar; mannréttindi og náttúru, forsetaembættið, ráðherra og ríkisstjórn og utanríkismál. Um hvað er kosið?20. október gefst þjóðinni tækifæri til að segja milliliðalaust álit sitt á mörgum stærstu viðfangsefnum stjórnmálanna undanfarna áratugi og það álit getur haft úrslitaþýðingu varðandi þann farveg sem þessi mál fara í. Þar ber hæst þjóðareign á auðlindum, jöfnun atkvæðisréttar, persónukjör í þingkosningum, ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og stjórnskipulega stöðu þjóðkirkjunnar. Atkvæðagreiðslan er mikilvæg því við erum í raun að taka afstöðu til fyrstu alíslensku stjórnarskrárinnar, því gildandi stjórnarskrá er í stórum dráttum samhljóða þeirri sem við fengum í arf frá Dönum á 19. öld þó vissulega hafi verið gerðar breytingar á stjórnarskránni síðan þar sem mest munaði um mannréttindakaflann sem kom inn í stjórnarskrána árið 1995. Við lýðveldisstofnun 1944 voru gefin fyrirheit um að fljótlega í kjölfarið færi fram heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Alþingi hefur ekki auðnast þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir á undanförnum áratugum að ná þverpólitískri samstöðu um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar og má ljóst vera að þar stóð m.a. varðstaða um tiltekna sérhagsmuni í veginum. Auðlindaákvæði gefur tóninnÉg styð jöfnun atkvæðisréttar, aðskilnað ríkis og kirkju, að þjóðin hafi sjálfstæðan rétt til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál og jafnframt að kjósendur eigi að geta valið röð frambjóðenda með persónukjöri í kjörklefanum. En fyrir mér er mikilvægasta ákvæði frumvarpsins að finna í 34. grein þess um náttúruauðlindir þar sem segir að auðlindir í náttúru Íslands sem ekki eru í einkaeigu, séu sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Ákvæðið kveður einnig á um að við nýtingu auðlindanna skuli hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi og að leyfi til hagnýtingar auðlinda skuli veita gegn fullu gjaldi og til hóflegs tíma í senn. Þá er kveðið á um að slík leyfi skuli veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiði aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum. Ákvæðið á sér sterkan samhljóm í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar þar sem m.a. er vísað til álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Framtíð fiskveiðistjórnunarÉg tel að ef frumvarpið verður samþykkt og spurningin um þjóðareign auðlinda fær meirihluta atkvæða 20. október þá muni það hafa mikla þýðingu varðandi endurskoðun fiskveiðistjórnunar á Íslandi og draga fram andstæður núverandi kvótakerfis og kröfunnar um jafnræði við úthlutun nýtingarleyfa. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar getur markað endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins nýjan farveg þar sem kallað verði eftir lausnum sem uppfylla þessa kröfu með skýrari hætti en gert var í þeim kvótafrumvörpum sem lögð hafa verið fram á undanförnum misserum. Krafan um jafnræði samræmist illa því fyrirkomulagi að takmörkuðum gæðum eins og kvótum til veiða úr sameiginlegum fiskistofnum í þjóðareign sé að stærstum hluta úthlutað til forgangshóps á grundvelli stjórnvaldsákvörðunar. Jafnræðiskrafan leggur á herðar okkur þær skyldur að skapa skilyrði þess að mismunandi aðilar geti keppt um aðgengi að hinum takmörkuðu gæðum á jafnræðisgrunni. Öflugur leigumarkaður með aflaheimildir, sem tryggir eðlilega verðmyndun kvóta, er þar nærtækur kostur en verkefni stjórnvalda verður að finna farsælt jafnvægi milli annars vegar krafna um jafnræði og atvinnufrelsi og hins vegar um arðsemi og stöðugleika, í þessari mikilvægu atvinnugrein. Ekki láta aðra velja fyrir þigÞað er full ástæða til að hvetja landsmenn til þátttöku í atkvæðagreiðslunni 20. október. Sá sem ekki tekur þátt leyfir hinum sem mæta á kjörstað að ákveða fyrir sína hönd hver eigi að vera ramminn um stjórnskipan landsins – og slíkt framsal valds er mikill ábyrgðarhluti. Stjórnarskráin er mikilvægasta löggjöf þjóðarinnar og við eigum öll að láta okkur hana varða. Þess vegna er þetta ekki bara mikilvægasta þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldisins, þetta kunna að vera einhverjar afdrifaríkustu kosningar sem fram hafa farið í þessu landi frá því við öðluðumst sjálfstæði fyrir tæpum sjö áratugum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar