Siðfræði og stjórnmál Jón Þórisson skrifar 6. október 2012 06:00 Ef leita á fyrirmynda í siðfræði stjórnmála í dag þá lenda menn í vandræðum. Nánast enga leiðsögn er að finna í grundvallaratriðum sem komið hefur frá leiðtogum stjórnmálanna síðustu rúma eina öld eða meira. Nóbelsverðlaunahafinn í eðlisfræði Joseph Rotblat sagði um siðfræði og stjórnmál: „Það eru raunarleg eftirmæli stjórnmálamanna á Vesturlöndum að „siðfræði” og „stjórnmál” skuli vera álitin andstæð hugtök. Eins og kalk og ostur, eru siðfræði og stjórnmál ekki talin fara saman. Stjórnmál eru álitin lítt trausvert starf.“ Þetta er ekki ný skoðun, Jonathan Swift, rithöfundur sagði: „Stjórnmál eru almennt álitin ekkert annað en spilling.” Almenn óánægja er um allan heim með forystu stjórnmálamanna, um það vitna fjöldamótmæli og pólitísk vakning víða um heim nú um þessar mundir. Flest önnur svið mannlegra starfa njóta meiri virðingar en stjórnmál. Hvað er það sem gerir þetta að verkum? Alveg frá dögum hinna grísku hugsuða og arkitekta vestrænnrar menningar hafa siðfræði og stjórnmál verið viðfangsefni heimsspekinga. Frá Aristóteles til Páls Skúlasonar er „Siðfræði og stjórnmál” umfangsefnið. Öll sú umræða hefur snúist um veikleika og styrkleika mannsins, og það er nokkuð víst að íslenskir stjórnmálamenn hafa lesið þá báða. Ef litið er yfir söguna er ljóst að valdamenn hafa löngum beitt valdi sínu sér til hagsbóta. „Valdið spillir”, segir einhverstaðar. „Óheft vald hefur tilhneigingu til að spilla huga þeirra sem ráða því” er haft eftir William Pitt, forsætisráðherra Bretlands, árið 1770. Hér á Íslandi snýst umræðan um hrunið í grunninn um siðfræði stjórnmálanna, eða öllu heldur um spillingu stjórnmálamanna sem birtist í hagsmunatengslum stjórnmála og fjármála. Yfirklór stjórnmálamanna eftir hrunið er að setja lög og reglur um fjármál stjórnmálaflokka og nýjar siðareglur fyrir stjórnarráðið til að friða reiðan almenning. Ráð Lao-Tse um hófsama stjórnsýslu sem rituð voru fyrir 7.000 árum eru enn í gildi. Í ljósi reynslunnar er kominn tími til þess að þróa nýjar aðferðir í stjórnmálum. Hefðbundið þingræði þar sem kosið er á fjögurra ára fresti hefur sýnt annmarka sína og galla. Stjórnmálamenn virðast margir hafa gleymt því að þeir eru fulltrúar almennings og almannahagsmuna, en ekki sérhagsmuna. Svarið við þeirri kreppu sem nú er í stjórnmálum um allan heim er ný hugsun um stjórn samfélagsins. Opið stjórnkerfi, valddreifing og raunverulegt lýðræði í ákvarðanatöku um sameiginlega hagsmuni. Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir spillingu og sérhagsmunagæslu í þágu afmarkaðra valdahópa er raunveruleg dreifing valdsins, bæði í stjórnsýslu og viðskiptum. SAMSTAÐA, flokkkur lýðræðis og velferðar ætlar að berjast fyrir lýðræðisvæðingu, valddreifingu og opinni stjórnsýslu. Einungis með beinni þátttöku almennings í ákvörðunum um sameiginlega hagsmuni okkar er hægt að tryggja siðvætt samfélag, jöfnuð og réttlæti fyrir alla. Hagsmunir almennings eru grundvöllur hagsældar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ef leita á fyrirmynda í siðfræði stjórnmála í dag þá lenda menn í vandræðum. Nánast enga leiðsögn er að finna í grundvallaratriðum sem komið hefur frá leiðtogum stjórnmálanna síðustu rúma eina öld eða meira. Nóbelsverðlaunahafinn í eðlisfræði Joseph Rotblat sagði um siðfræði og stjórnmál: „Það eru raunarleg eftirmæli stjórnmálamanna á Vesturlöndum að „siðfræði” og „stjórnmál” skuli vera álitin andstæð hugtök. Eins og kalk og ostur, eru siðfræði og stjórnmál ekki talin fara saman. Stjórnmál eru álitin lítt trausvert starf.“ Þetta er ekki ný skoðun, Jonathan Swift, rithöfundur sagði: „Stjórnmál eru almennt álitin ekkert annað en spilling.” Almenn óánægja er um allan heim með forystu stjórnmálamanna, um það vitna fjöldamótmæli og pólitísk vakning víða um heim nú um þessar mundir. Flest önnur svið mannlegra starfa njóta meiri virðingar en stjórnmál. Hvað er það sem gerir þetta að verkum? Alveg frá dögum hinna grísku hugsuða og arkitekta vestrænnrar menningar hafa siðfræði og stjórnmál verið viðfangsefni heimsspekinga. Frá Aristóteles til Páls Skúlasonar er „Siðfræði og stjórnmál” umfangsefnið. Öll sú umræða hefur snúist um veikleika og styrkleika mannsins, og það er nokkuð víst að íslenskir stjórnmálamenn hafa lesið þá báða. Ef litið er yfir söguna er ljóst að valdamenn hafa löngum beitt valdi sínu sér til hagsbóta. „Valdið spillir”, segir einhverstaðar. „Óheft vald hefur tilhneigingu til að spilla huga þeirra sem ráða því” er haft eftir William Pitt, forsætisráðherra Bretlands, árið 1770. Hér á Íslandi snýst umræðan um hrunið í grunninn um siðfræði stjórnmálanna, eða öllu heldur um spillingu stjórnmálamanna sem birtist í hagsmunatengslum stjórnmála og fjármála. Yfirklór stjórnmálamanna eftir hrunið er að setja lög og reglur um fjármál stjórnmálaflokka og nýjar siðareglur fyrir stjórnarráðið til að friða reiðan almenning. Ráð Lao-Tse um hófsama stjórnsýslu sem rituð voru fyrir 7.000 árum eru enn í gildi. Í ljósi reynslunnar er kominn tími til þess að þróa nýjar aðferðir í stjórnmálum. Hefðbundið þingræði þar sem kosið er á fjögurra ára fresti hefur sýnt annmarka sína og galla. Stjórnmálamenn virðast margir hafa gleymt því að þeir eru fulltrúar almennings og almannahagsmuna, en ekki sérhagsmuna. Svarið við þeirri kreppu sem nú er í stjórnmálum um allan heim er ný hugsun um stjórn samfélagsins. Opið stjórnkerfi, valddreifing og raunverulegt lýðræði í ákvarðanatöku um sameiginlega hagsmuni. Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir spillingu og sérhagsmunagæslu í þágu afmarkaðra valdahópa er raunveruleg dreifing valdsins, bæði í stjórnsýslu og viðskiptum. SAMSTAÐA, flokkkur lýðræðis og velferðar ætlar að berjast fyrir lýðræðisvæðingu, valddreifingu og opinni stjórnsýslu. Einungis með beinni þátttöku almennings í ákvörðunum um sameiginlega hagsmuni okkar er hægt að tryggja siðvætt samfélag, jöfnuð og réttlæti fyrir alla. Hagsmunir almennings eru grundvöllur hagsældar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun