Lífið

Læra umboðsmennsku í London

Guðný Lára Thorarensen er á leiðinni í starfsþjálfun til London ásamt Steinþóri Helga Arnsteinssyni. fréttablaðið/anton
Guðný Lára Thorarensen er á leiðinni í starfsþjálfun til London ásamt Steinþóri Helga Arnsteinssyni. fréttablaðið/anton
Guðný Lára Thorarensen og Steinþór Helgi Arnsteinsson hafa verið valin af Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, Útón, til starfsþjálfunar hjá breskri umboðsskrifstofu í allt að tíu vikur.

Aðspurð segist Guðný Lára vera spennt fyrir dvöl sinni í London og vonast til að starfsnámið eigi eftir að nýtast vel. „Ég held að þetta hafi verið verðugar umsóknir sem komust inn og ég er mjög ánægð með að vera valin,“ segir hún, en ellefu umsóknir bárust Útón. Þátttakendur fá styrk fyrir ferðakostnaði, leigu á húsnæði og uppihaldi á meðan á starfsnáminu stendur.

Guðný Lára, sem starfar hjá íslensku útgáfunni Molestin Records, hefur skipulagt tónleika með íslenskum hljómsveitum í rúman áratug. Aðeins skemmra er liðið síðan hún byrjaði að flytja inn fyrstu erlendu sveitirnar. Hún hefur verið viðloðandi rokkhátíðina Eistnaflug í Neskaupstað síðan hún hóf göngu sína og undanfarnar fimm hátíðir hefur hún átt stóran þátt í skipulagningunni.

Steinþór Helgi hefur í þó nokkurn tíma starfað sem umboðsmaður hljómsveitarinnar Hjaltalín, auk þess sem hann hefur sinnt margs konar öðrum verkefnum, þar á meðal innflutningi á erlendum hljómsveitum, tónleikahaldi og plötuútgáfu.- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.