Lífið

Rihanna og Brown sjást aftur saman

Líkur eru á að Rihanna hafi fyrirgefið Chris Brown. Söngvararnir hafa sést ítrekað saman undanfarinn mánuð.
Líkur eru á að Rihanna hafi fyrirgefið Chris Brown. Söngvararnir hafa sést ítrekað saman undanfarinn mánuð. nordicphotos/getty
Rihanna og Chris Brown hafa ítrekað sést saman undanfarinn mánuð. Líkur eru á að parið sé tekið aftur saman. Brown staðfesti á fimmtudag að sambandi hans og fyrirsætunnar Karrueche Tran væri lokið.

Rihanna og Brown voru fyrrum par en sambandi þeirra lauk árið 2009 þegar Brown beitti söngkonuna grófu líkamlegu ofbeldi. Undanfarna mánuði hafa verið fluttar fréttir af endurfundum Brown og Rihönnu og vonuðu aðdáendur söngkonunnar að sögurnar væru uppspuni.

Svo virðist þó ekki vera því Brown staðfesti vináttu þeirra á fimmtudag. „Ég hef ákveðið að vera einhleypur til að geta betur einbeitt mér að söngferlinum. Ég elska Karrueche en vil ekki særa hana með vinskap mínum og Rihönnu," sagði Brown.

Fréttirnar um endurfundi söngvaranna fengu byr undir báða vængi þegar Brown kyssti Rihönnu á MTV Video Music verðlaunahátíðinni í síðasta mánuði. Kossinn náðist á mynd og átti fólk erfitt með að trúa því að Rihanna hefði fyrirgefið Brown.

Í síðustu viku sáust Rihanna og Brown í innilegum faðmlögum á skemmtistað í New York og daginn eftir sóttu þau saman tónleika með Jay-Z.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.