Lífið

Heldur með Obama

Snoop Dogg telur upp kosti Barack Obama á Twitter-síðu sinni. nordicphotos/getty
Snoop Dogg telur upp kosti Barack Obama á Twitter-síðu sinni. nordicphotos/getty
Rapparinn Snoop Dogg er mikill aðdáandi Barack Obama. Hann birti nýverið mynd á Twitter-síðu sinni þar sem hann útlistaði kosti Obama og galla Mitt Romney.

Um Romney sagði rapparinn: „Hann minnir mig á alla yfirmenn mína sem ég hataði. Hann heitir Mitt.“ Um sitjandi forseta Bandaríkjanna sagði hann aftur á móti: „Hann er besti vinur Jay-Z. Hann hefur faðmað Beyoncé og þefað af henni.“

Snoop Dogg skipti nýverið um tónlistarstefnu og hóf að gera reggítónlist. Í kjölfarið breytti hann listamannsnafni sínu í Snoop Lion.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.