Lífið

Segir frá 50 ára grínferli

Gamanleikarinn er að undirbúa sína fyrstu sjálfsævisögu.
nordicphotos/getty
Gamanleikarinn er að undirbúa sína fyrstu sjálfsævisögu. nordicphotos/getty
John Cleese ætlar að láta allt flakka um fimmtíu ára grínferil sinn í nýrri sjálfsævisögu sem Random House gefur út. Í bókinni ætlar hinn 72 ára Cleese að segja frá tíma sínum í Monty Python-leikhópnum og Hollywood-myndum sínum. Hann ætlar einnig að tala um fjögur hjónabönd sín. „Núna er hárréttur tími til að líta til baka á sama tíma og ég bíð spenntur eftir næstu fimmtíu árum,“ sagði Cleese. Susan Sandon hjá Random House er hæstánægð með samninginn. „Sjálfsævisögur gríngoðsagna verða ekki áhugaverðari en þessi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.