Kostulegur Kevin 4. október 2012 02:00 Kevin Rowland er í feiknagóðu formi á Dexys-plötunni. Á hverju ári fellur maður fyrir plötum sem maður gerði engar væntingar til. Óvæntasta uppáhaldsplatan mín á árinu 2012 er One Day I‘m Going to Soar með Dexys, hljómsveit Kevins Rowland. Rowland er auðvitað þekktastur fyrir verk sín með Dexys Midnight Runners, sem var vinsæl á fyrri hluta níunda áratugarins og átti smelli eins og Geno og Come on Eileen. Rowland segir að nafnið Dexys hæfi nýju sveitinni vel af því að tónlistin sé eins og hjá þeirri gömlu, en samt ekki… One Day I‘m Going to Soar er frábær plata. Lagasmíðarnar eru flottar og í útsetningunum blandast saman sálartónlist (sem var útgangspunktur DMR), diskó, popp og rokk. Það eftirminnilegasta við plötuna eru samt textarnir. One Day I‘m Going to Soar er eins konar sjálfsævisöguleg þemaplata. Hún fjallar um endalaus vandamál söguhetjunnar í samskiptum við hitt kynið og þær efasemdir og hugarangur sem þeim fylgja. Þetta er bæði fyndin plata og afhjúpandi og persónuleg. Hún virkar eins og sambland af sjálfsþerapíu og kómískum söngleik. Söguhetjan fer í gegnum öll stigin í ferlinu: Hann er ástfanginn, missir áhugann, fyllist bölsýni, rífur sig niður og safnar kjarki á nýjan leik. Söngur Rowlands er líka mjög skemmtilegur. Hann túlkar oft hugarástand söguhetjunnar kostulega á leikrænan hátt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kevin Rowland kemur á óvart. Hann vakti mikla athygli árið 1999 þegar hann klæddist kjól utan á plötunni My Beauty og á tónleikum í kjölfarið. Sú plata var léleg. Nýja platan er hins vegar snilldarverk. Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira
Á hverju ári fellur maður fyrir plötum sem maður gerði engar væntingar til. Óvæntasta uppáhaldsplatan mín á árinu 2012 er One Day I‘m Going to Soar með Dexys, hljómsveit Kevins Rowland. Rowland er auðvitað þekktastur fyrir verk sín með Dexys Midnight Runners, sem var vinsæl á fyrri hluta níunda áratugarins og átti smelli eins og Geno og Come on Eileen. Rowland segir að nafnið Dexys hæfi nýju sveitinni vel af því að tónlistin sé eins og hjá þeirri gömlu, en samt ekki… One Day I‘m Going to Soar er frábær plata. Lagasmíðarnar eru flottar og í útsetningunum blandast saman sálartónlist (sem var útgangspunktur DMR), diskó, popp og rokk. Það eftirminnilegasta við plötuna eru samt textarnir. One Day I‘m Going to Soar er eins konar sjálfsævisöguleg þemaplata. Hún fjallar um endalaus vandamál söguhetjunnar í samskiptum við hitt kynið og þær efasemdir og hugarangur sem þeim fylgja. Þetta er bæði fyndin plata og afhjúpandi og persónuleg. Hún virkar eins og sambland af sjálfsþerapíu og kómískum söngleik. Söguhetjan fer í gegnum öll stigin í ferlinu: Hann er ástfanginn, missir áhugann, fyllist bölsýni, rífur sig niður og safnar kjarki á nýjan leik. Söngur Rowlands er líka mjög skemmtilegur. Hann túlkar oft hugarástand söguhetjunnar kostulega á leikrænan hátt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kevin Rowland kemur á óvart. Hann vakti mikla athygli árið 1999 þegar hann klæddist kjól utan á plötunni My Beauty og á tónleikum í kjölfarið. Sú plata var léleg. Nýja platan er hins vegar snilldarverk.
Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira