Mikil aðsókn í Glee-klúbb 4. október 2012 06:00 Sigurgeir Ingi Þorkelsson sést hér ásamt öðrum stofnendum Glee-klúbbs Menntaskólans við Hamrahlíð en yfir hundrað manns hafa boðað komu sína á stofnfundinn sem fer fram í dag. Fréttablaðið/anton „Það er aldrei nóg af söng og gleði,“ segir Sigurgeir Ingi Þorkelsson, varaforseti nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð og einn forsprakka nýstofnaðs Glee-klúbbs í skólanum. Klúbburinn er að fyrirmynd bandarísku sjónvarpsþáttana Glee sem fjalla um hóp ungs fólk í menntaskóla sem sameinast í söng og dansi. Í kjölfar vinsælda þáttana hafa Glee-klúbbar sprottið upp út um allan heim, en Sigurgeir er þess fullviss að þessi sé sá fyrsti hér á landi. Hugmyndin að klúbbnum kviknaði í tengslum við kosningarbaráttu núverandi forseta nemendafélagsins, Hjalta Vigfússonar, í vor. Sigurgeir gengur svo langt að fullyrða að kosningarloforð Hjalta um stofnun Glee-klúbbs innan veggja MH hafi tryggt honum sigurinn. „Fyrst var hugmyndin sett fram meira í gríni en alvöru, en vegna fjölda áskoranna var ákveðið að hrinda henni í framkvæmd. Yfir hundrað manns hafa boðað koma sína á fyrsta fundinn,“ segir Sigurgeir, en téður stofnfundur verður haldinn í dag klukkan hálf fjögur. „Ég auglýsi eftir íslensku nafni á klúbbinn. Hugsanlega gæti hann heitið Gleði-klúbburinn,“ veltir Sigurgeir fyrir sér. Hann hvetur nemendur annarra menntaskóla til að fara að þessu fordæmi og stofna Glee-klúbb. Þá sér hann fyrir sé svokallaða Glee-keppni milli skólanna í framtíðinni. „Við erum svo heppin að hafa góðan aðgang að listafólki hér í MH. Hér er listdansbraut og mikið af hæfileikaríku tónlistarfólki. Við höfum í það minnsta efniviðinn í þetta og það væri gaman að skora aðra skóla á hólm.“ Í sjónvarpsþáttunum bresta meðlimir klúbbsins í söng í tíma og ótíma en Sigurgeir er ekki viss um að sú verði rauninn hjá MH-ingunum. „Nei, ég held að við einbeitum okkar að því að æfa atriði og sýna svo skólafélögunum afraksturinn. Sjálfur ætla ég að beita mér fyrir því að við byrjum á laginu Don"t Stop Believing með Journey, sem er svona klassískt Glee-lag.“ alfrun@frettabladid.is Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Sjá meira
„Það er aldrei nóg af söng og gleði,“ segir Sigurgeir Ingi Þorkelsson, varaforseti nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð og einn forsprakka nýstofnaðs Glee-klúbbs í skólanum. Klúbburinn er að fyrirmynd bandarísku sjónvarpsþáttana Glee sem fjalla um hóp ungs fólk í menntaskóla sem sameinast í söng og dansi. Í kjölfar vinsælda þáttana hafa Glee-klúbbar sprottið upp út um allan heim, en Sigurgeir er þess fullviss að þessi sé sá fyrsti hér á landi. Hugmyndin að klúbbnum kviknaði í tengslum við kosningarbaráttu núverandi forseta nemendafélagsins, Hjalta Vigfússonar, í vor. Sigurgeir gengur svo langt að fullyrða að kosningarloforð Hjalta um stofnun Glee-klúbbs innan veggja MH hafi tryggt honum sigurinn. „Fyrst var hugmyndin sett fram meira í gríni en alvöru, en vegna fjölda áskoranna var ákveðið að hrinda henni í framkvæmd. Yfir hundrað manns hafa boðað koma sína á fyrsta fundinn,“ segir Sigurgeir, en téður stofnfundur verður haldinn í dag klukkan hálf fjögur. „Ég auglýsi eftir íslensku nafni á klúbbinn. Hugsanlega gæti hann heitið Gleði-klúbburinn,“ veltir Sigurgeir fyrir sér. Hann hvetur nemendur annarra menntaskóla til að fara að þessu fordæmi og stofna Glee-klúbb. Þá sér hann fyrir sé svokallaða Glee-keppni milli skólanna í framtíðinni. „Við erum svo heppin að hafa góðan aðgang að listafólki hér í MH. Hér er listdansbraut og mikið af hæfileikaríku tónlistarfólki. Við höfum í það minnsta efniviðinn í þetta og það væri gaman að skora aðra skóla á hólm.“ Í sjónvarpsþáttunum bresta meðlimir klúbbsins í söng í tíma og ótíma en Sigurgeir er ekki viss um að sú verði rauninn hjá MH-ingunum. „Nei, ég held að við einbeitum okkar að því að æfa atriði og sýna svo skólafélögunum afraksturinn. Sjálfur ætla ég að beita mér fyrir því að við byrjum á laginu Don"t Stop Believing með Journey, sem er svona klassískt Glee-lag.“ alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Sjá meira