Mikil aðsókn í Glee-klúbb 4. október 2012 06:00 Sigurgeir Ingi Þorkelsson sést hér ásamt öðrum stofnendum Glee-klúbbs Menntaskólans við Hamrahlíð en yfir hundrað manns hafa boðað komu sína á stofnfundinn sem fer fram í dag. Fréttablaðið/anton „Það er aldrei nóg af söng og gleði,“ segir Sigurgeir Ingi Þorkelsson, varaforseti nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð og einn forsprakka nýstofnaðs Glee-klúbbs í skólanum. Klúbburinn er að fyrirmynd bandarísku sjónvarpsþáttana Glee sem fjalla um hóp ungs fólk í menntaskóla sem sameinast í söng og dansi. Í kjölfar vinsælda þáttana hafa Glee-klúbbar sprottið upp út um allan heim, en Sigurgeir er þess fullviss að þessi sé sá fyrsti hér á landi. Hugmyndin að klúbbnum kviknaði í tengslum við kosningarbaráttu núverandi forseta nemendafélagsins, Hjalta Vigfússonar, í vor. Sigurgeir gengur svo langt að fullyrða að kosningarloforð Hjalta um stofnun Glee-klúbbs innan veggja MH hafi tryggt honum sigurinn. „Fyrst var hugmyndin sett fram meira í gríni en alvöru, en vegna fjölda áskoranna var ákveðið að hrinda henni í framkvæmd. Yfir hundrað manns hafa boðað koma sína á fyrsta fundinn,“ segir Sigurgeir, en téður stofnfundur verður haldinn í dag klukkan hálf fjögur. „Ég auglýsi eftir íslensku nafni á klúbbinn. Hugsanlega gæti hann heitið Gleði-klúbburinn,“ veltir Sigurgeir fyrir sér. Hann hvetur nemendur annarra menntaskóla til að fara að þessu fordæmi og stofna Glee-klúbb. Þá sér hann fyrir sé svokallaða Glee-keppni milli skólanna í framtíðinni. „Við erum svo heppin að hafa góðan aðgang að listafólki hér í MH. Hér er listdansbraut og mikið af hæfileikaríku tónlistarfólki. Við höfum í það minnsta efniviðinn í þetta og það væri gaman að skora aðra skóla á hólm.“ Í sjónvarpsþáttunum bresta meðlimir klúbbsins í söng í tíma og ótíma en Sigurgeir er ekki viss um að sú verði rauninn hjá MH-ingunum. „Nei, ég held að við einbeitum okkar að því að æfa atriði og sýna svo skólafélögunum afraksturinn. Sjálfur ætla ég að beita mér fyrir því að við byrjum á laginu Don"t Stop Believing með Journey, sem er svona klassískt Glee-lag.“ alfrun@frettabladid.is Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fleiri fréttir Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Sjá meira
„Það er aldrei nóg af söng og gleði,“ segir Sigurgeir Ingi Þorkelsson, varaforseti nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð og einn forsprakka nýstofnaðs Glee-klúbbs í skólanum. Klúbburinn er að fyrirmynd bandarísku sjónvarpsþáttana Glee sem fjalla um hóp ungs fólk í menntaskóla sem sameinast í söng og dansi. Í kjölfar vinsælda þáttana hafa Glee-klúbbar sprottið upp út um allan heim, en Sigurgeir er þess fullviss að þessi sé sá fyrsti hér á landi. Hugmyndin að klúbbnum kviknaði í tengslum við kosningarbaráttu núverandi forseta nemendafélagsins, Hjalta Vigfússonar, í vor. Sigurgeir gengur svo langt að fullyrða að kosningarloforð Hjalta um stofnun Glee-klúbbs innan veggja MH hafi tryggt honum sigurinn. „Fyrst var hugmyndin sett fram meira í gríni en alvöru, en vegna fjölda áskoranna var ákveðið að hrinda henni í framkvæmd. Yfir hundrað manns hafa boðað koma sína á fyrsta fundinn,“ segir Sigurgeir, en téður stofnfundur verður haldinn í dag klukkan hálf fjögur. „Ég auglýsi eftir íslensku nafni á klúbbinn. Hugsanlega gæti hann heitið Gleði-klúbburinn,“ veltir Sigurgeir fyrir sér. Hann hvetur nemendur annarra menntaskóla til að fara að þessu fordæmi og stofna Glee-klúbb. Þá sér hann fyrir sé svokallaða Glee-keppni milli skólanna í framtíðinni. „Við erum svo heppin að hafa góðan aðgang að listafólki hér í MH. Hér er listdansbraut og mikið af hæfileikaríku tónlistarfólki. Við höfum í það minnsta efniviðinn í þetta og það væri gaman að skora aðra skóla á hólm.“ Í sjónvarpsþáttunum bresta meðlimir klúbbsins í söng í tíma og ótíma en Sigurgeir er ekki viss um að sú verði rauninn hjá MH-ingunum. „Nei, ég held að við einbeitum okkar að því að æfa atriði og sýna svo skólafélögunum afraksturinn. Sjálfur ætla ég að beita mér fyrir því að við byrjum á laginu Don"t Stop Believing með Journey, sem er svona klassískt Glee-lag.“ alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fleiri fréttir Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið