Kreppan eins og sniðin fyrir kynningarherferðina 3. október 2012 09:26 Önnur skáldsaga Kristofs Magnussonar er sú fyrsta sem kemur út eftir hann á íslensku. Hann segir Einar Kárason hafa verið áhrifavald í æsku og því skemmtilegt þegar hann var beðinn um að þýða verk hans yfir á þýsku. Einar Kárason og Auður Jónsdóttir koma fram með Kristof á höfundarkvöldi á Súfistanum annað kvöld. Fréttablaðið/Vilhelm Kristof Magnusson segir að sagnagleði íslenskra ættingja og vina hafi meðal annars vakið áhuga sinn á ritstörfum. Nýverið kom nýjasta skáldsaga þessa þýsk-íslenska höfundar út á íslensku en auk þess að sinna ritstörfum er Kristof mikilvirkur þýðandi íslenskra bóka í Þýskalandi. Það var ekki ég er heiti bókar Kristofs Magnussonar sem kom nýverið út. Hún segir frá Jasper, ungum bankamanni, bókmenntaþýðandanum Meike og verðlaunahöfundinum Henry sem lenda í óvæntum ævintýrum. Inn í söguna fléttast efnahagskreppa sem er merkilegt í ljósi þess að heimskreppan skall á eftir að ritun bókarinnar var að mestu lokið. „Skiladagur handritsins var í janúar 2009 þannig að henni var að mestu lokið í september 2008. Og ég vann alla rannsóknarvinnuna um vorið og sumarið. Ég er ekki svo forspár að ég hafi séð hrunið fyrir en það var skemmtileg tilviljun og hjálpaði mikið til við kynningu bókarinnar að heil heimskreppa skyldi skella á eftir að ég hafði skrifað um hana. Verst að nú þori ég alls ekki að skrifa um náttúruhamfarir, af ótta við að allt rætist sem ég skrifa,“ segir Kristof og hlær. Bókin er önnur skáldsaga Kristofs sem einnig hefur skrifað nokkur leikrit og ferðabók um Ísland. Hann er einnig mikilvirkur þýðandi íslenskra bóka yfir á þýsku en Kristof er hálfíslenskur. „Faðir minn settist ungur að í Þýskalandi og er orðinn meiri Þjóðverji en Íslendingur í dag. Og auðvitað er ég meiri Þjóðverji en Íslendingur. En ég hef alltaf haldið tengslum við Ísland og haldið íslenskunni við. Ég lagði einnig stund á íslensku í háskólanum í Berlín og hér á Íslandi. Svo reyni ég að vera á Íslandi tvo mánuði á ári að meðaltali.“ Kristof ákvað ungur að verða rithöfundur. „Mér þótti alltaf gaman að segja sögur og á það sameiginlegt með mörgum íslenskum ættingjum og vinum pabba. Svo ég prófaði að skrifa. Í fyrstu var ég alltaf að reyna að vera bókmenntalegur, en það kom bara tilgerðarlega út. En þegar ég hætti að hugsa um stílinn og einbeitti mér bara að sögunum þá fóru skrifin að ganga.“ Kristof hafði samið nokkur verk þegar útgefandi Einars Kárasonar í Þýskalandi hafði samband við hann og falaðist eftir því að hann þýddi Storm yfir á þýsku. „Honum fannst ég hafa svipaðan tón og Einar og því líklegt að ég næði góðum tökum á því að þýða hann. Það var skemmtilegt fyrir mig því að Einar hafði mjög sterk áhrif á mig þegar ég var unglingur og las Djöflaeyjuþríleikinn.“ Síðan þýðingin á Stormi kom út hefur Kristof þýtt fjölmargar íslenskar bækur yfir á þýsku. „Ég hef ekki getað hætt eftir að Stormur kom út. Þýðingar eru illa borgaðar, ég framfleyti mér með skriftum og upplestrum en ég gæti ekki hætt að þýða og þýðingar eru líka góð leið til að halda tengslum við Ísland.“ Kristof segir gaman en aðeins stressandi að bók eftir hann sé loks komin út á íslensku. „Ég hef verið að telja fólki hér trú um að ég sé höfundur í öll þessi ár, nú loks get ég fært sönnur á það,” segir hann að lokum. Kristof kemur fram á höfundarkvöldi á Súfistanum annað kvöld klukkan átta ásamt þeim Einari Kárasyni og Auði Jónsdóttur en hann hefur þýtt bækur beggja. Tengdar fréttir Íslenskar bækur björguðu löngum lestarferðum 3. október 2012 09:26 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Sjá meira
Kristof Magnusson segir að sagnagleði íslenskra ættingja og vina hafi meðal annars vakið áhuga sinn á ritstörfum. Nýverið kom nýjasta skáldsaga þessa þýsk-íslenska höfundar út á íslensku en auk þess að sinna ritstörfum er Kristof mikilvirkur þýðandi íslenskra bóka í Þýskalandi. Það var ekki ég er heiti bókar Kristofs Magnussonar sem kom nýverið út. Hún segir frá Jasper, ungum bankamanni, bókmenntaþýðandanum Meike og verðlaunahöfundinum Henry sem lenda í óvæntum ævintýrum. Inn í söguna fléttast efnahagskreppa sem er merkilegt í ljósi þess að heimskreppan skall á eftir að ritun bókarinnar var að mestu lokið. „Skiladagur handritsins var í janúar 2009 þannig að henni var að mestu lokið í september 2008. Og ég vann alla rannsóknarvinnuna um vorið og sumarið. Ég er ekki svo forspár að ég hafi séð hrunið fyrir en það var skemmtileg tilviljun og hjálpaði mikið til við kynningu bókarinnar að heil heimskreppa skyldi skella á eftir að ég hafði skrifað um hana. Verst að nú þori ég alls ekki að skrifa um náttúruhamfarir, af ótta við að allt rætist sem ég skrifa,“ segir Kristof og hlær. Bókin er önnur skáldsaga Kristofs sem einnig hefur skrifað nokkur leikrit og ferðabók um Ísland. Hann er einnig mikilvirkur þýðandi íslenskra bóka yfir á þýsku en Kristof er hálfíslenskur. „Faðir minn settist ungur að í Þýskalandi og er orðinn meiri Þjóðverji en Íslendingur í dag. Og auðvitað er ég meiri Þjóðverji en Íslendingur. En ég hef alltaf haldið tengslum við Ísland og haldið íslenskunni við. Ég lagði einnig stund á íslensku í háskólanum í Berlín og hér á Íslandi. Svo reyni ég að vera á Íslandi tvo mánuði á ári að meðaltali.“ Kristof ákvað ungur að verða rithöfundur. „Mér þótti alltaf gaman að segja sögur og á það sameiginlegt með mörgum íslenskum ættingjum og vinum pabba. Svo ég prófaði að skrifa. Í fyrstu var ég alltaf að reyna að vera bókmenntalegur, en það kom bara tilgerðarlega út. En þegar ég hætti að hugsa um stílinn og einbeitti mér bara að sögunum þá fóru skrifin að ganga.“ Kristof hafði samið nokkur verk þegar útgefandi Einars Kárasonar í Þýskalandi hafði samband við hann og falaðist eftir því að hann þýddi Storm yfir á þýsku. „Honum fannst ég hafa svipaðan tón og Einar og því líklegt að ég næði góðum tökum á því að þýða hann. Það var skemmtilegt fyrir mig því að Einar hafði mjög sterk áhrif á mig þegar ég var unglingur og las Djöflaeyjuþríleikinn.“ Síðan þýðingin á Stormi kom út hefur Kristof þýtt fjölmargar íslenskar bækur yfir á þýsku. „Ég hef ekki getað hætt eftir að Stormur kom út. Þýðingar eru illa borgaðar, ég framfleyti mér með skriftum og upplestrum en ég gæti ekki hætt að þýða og þýðingar eru líka góð leið til að halda tengslum við Ísland.“ Kristof segir gaman en aðeins stressandi að bók eftir hann sé loks komin út á íslensku. „Ég hef verið að telja fólki hér trú um að ég sé höfundur í öll þessi ár, nú loks get ég fært sönnur á það,” segir hann að lokum. Kristof kemur fram á höfundarkvöldi á Súfistanum annað kvöld klukkan átta ásamt þeim Einari Kárasyni og Auði Jónsdóttur en hann hefur þýtt bækur beggja.
Tengdar fréttir Íslenskar bækur björguðu löngum lestarferðum 3. október 2012 09:26 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Sjá meira