Sígild Dylan-plata í safnið Trausti Júlíusson skrifar 19. september 2012 09:22 Bob Dylan. Tempest er hljóðversplata númer 35 hjá Bob Dylan og hans fyrsta með frumsömdu efni síðan Together Through Life kom út árið 2009. Eins og síðustu plötur er hún tekin upp með tónleikahljómsveitinni hans og Dylan sjálfur stjórnar upptökunum. Og eins og á síðustu plötum þá er tónlistin sígild blanda af rokki, blús og þjóðlagatónlist, með ýmsum afbrigðum. Það er að sjálfsögðu ekkert byltingarkennt við þessa tónlist. Dylan er löngu hættur að leita á nýjar slóðir og aðdáendurnir löngu hættir að búast við því að hann geri það. Það eru tíu lög á Tempest. Þau eru hvert með sínu sniði, en heildarmyndin er sterk. Lagasmíðarnar eru prýðisgóðar, hljómurinn flottur og útsetningarnar óaðfinnanlegar. Dylan er auðvitað einn af merkustu textahöfundum poppsögunnar (sumir segðu sá merkasti) og textarnir á Tempest valda ekki vonbrigðum frekar en tónlistin. Umfjöllunarefnið er af ýmsum toga; Tin Angel fjallar um sjálfsmorðs- og morðmál, titillagið, hið fjórtán mínútna langa Tempest, fjallar um það þegar Titanic sökk og lokalagið, Roll On John, fjallar um John Lennon. Söngurinn er bæði skýr og fullur af tjáningu og tilfinningu, þannig að maður nýtur þess að hlusta á hverja setningu. Textar Dylans eru fullir af tilvísunum. Það er bæði hægt að njóta þeirra eins og þeir koma fyrir eða leggjast yfir þá og rannsaka þá til að virkja allar þær tengingar sem í þeim leynast. Á heildina litið er Tempest fín Dylan-plata. Í sama gæðaflokki og Love And Theft og Modern Times. Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tempest er hljóðversplata númer 35 hjá Bob Dylan og hans fyrsta með frumsömdu efni síðan Together Through Life kom út árið 2009. Eins og síðustu plötur er hún tekin upp með tónleikahljómsveitinni hans og Dylan sjálfur stjórnar upptökunum. Og eins og á síðustu plötum þá er tónlistin sígild blanda af rokki, blús og þjóðlagatónlist, með ýmsum afbrigðum. Það er að sjálfsögðu ekkert byltingarkennt við þessa tónlist. Dylan er löngu hættur að leita á nýjar slóðir og aðdáendurnir löngu hættir að búast við því að hann geri það. Það eru tíu lög á Tempest. Þau eru hvert með sínu sniði, en heildarmyndin er sterk. Lagasmíðarnar eru prýðisgóðar, hljómurinn flottur og útsetningarnar óaðfinnanlegar. Dylan er auðvitað einn af merkustu textahöfundum poppsögunnar (sumir segðu sá merkasti) og textarnir á Tempest valda ekki vonbrigðum frekar en tónlistin. Umfjöllunarefnið er af ýmsum toga; Tin Angel fjallar um sjálfsmorðs- og morðmál, titillagið, hið fjórtán mínútna langa Tempest, fjallar um það þegar Titanic sökk og lokalagið, Roll On John, fjallar um John Lennon. Söngurinn er bæði skýr og fullur af tjáningu og tilfinningu, þannig að maður nýtur þess að hlusta á hverja setningu. Textar Dylans eru fullir af tilvísunum. Það er bæði hægt að njóta þeirra eins og þeir koma fyrir eða leggjast yfir þá og rannsaka þá til að virkja allar þær tengingar sem í þeim leynast. Á heildina litið er Tempest fín Dylan-plata. Í sama gæðaflokki og Love And Theft og Modern Times.
Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira