Starfar fyrir George Lucas 18. september 2012 15:30 Ingólfur Guðmundsson þrívíddarteiknari starfar hjá Lucasfilm, fyrirtæki leikstjórans George Lucas. „Lucasfilm er þægilegt og fjölskylduvænt fyrirtæki að vinna fyrir. Við vinnum oftast bara í átta tíma á dag, fimm daga vikunnar ólíkt því sem gengur og gerist í kvikmyndabransanum. George Lucas kemur sjálfur reglulega í heimsókn og hefur yfirumsjón með öllu sem er gert hjá okkur," segir teiknarinn Ingólfur Guðmundsson. Hann starfar sem þrívíddar-teiknari við Star Wars The Clone Wars, sjónvarpsþáttaröðina sem framleidd er af Lucasfilm. Ingólfur stundaði nám í stafrænni eftirvinnslu kvikmynda í Þýskalandi og vann um nokkurt skeið hjá Sagafilm. Árið 2007 flutti hann ásamt eiginkonu sinni, Helgu Guðnýju Theodórs, til San Fransisco þar sem hann nam teiknimyndagerð við Academy of Art University. Inntur eftir því hvernig það hafi komið til að hann fór að starfa hjá Lucasfilm segir Ingólfur að hann hafi fengið aðstoð frá nágrannakonu sinni við umsóknina. „Ég var svo lánsamur að eiga nágrannakonu sem starfar hjá Lucasfilm, og með hennar hjálp komst umsóknin og ferilskráin í réttar hendur. Þeim leist svo greinilega nógu vel á mig til að ráða mig í starfið." Ingólfi líkar vinnan vel og segir George Lucas fara vandlega yfir vinnu starfsfólksins áður en hún er send úr húsi. Hann rekst oft á Lucas á göngum hússins eða í matsalnum en hefur þó ekki spjallað við hann persónulega. Aðspurður segir hann fjölskylduna ekki á heimleið á næstunni enda hafi þau það gott í Bandaríkjunum. „Okkur líkar mjög vel við okkur, hér er gróskumikil menning og ekki sakar heldur hvað veðráttan er góð. Hérna er alltaf bjart og gott veður, fyrir utan einstaka þokubakka. Það liggur við að maður sakni íslenskrar veðráttu því veðrið hérna er svo fullkomlega laust við allt drama. Auðvitað hefur maður samt alltaf sterkar taugar til Íslands og ég veit að ömmurnar og afarnir vildu gjarnan fá að sjá barnabörnin sín aðeins oftar í eigin persónu," segir Ingólfur að lokum. sara@frettabladid.is Mest lesið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira
„Lucasfilm er þægilegt og fjölskylduvænt fyrirtæki að vinna fyrir. Við vinnum oftast bara í átta tíma á dag, fimm daga vikunnar ólíkt því sem gengur og gerist í kvikmyndabransanum. George Lucas kemur sjálfur reglulega í heimsókn og hefur yfirumsjón með öllu sem er gert hjá okkur," segir teiknarinn Ingólfur Guðmundsson. Hann starfar sem þrívíddar-teiknari við Star Wars The Clone Wars, sjónvarpsþáttaröðina sem framleidd er af Lucasfilm. Ingólfur stundaði nám í stafrænni eftirvinnslu kvikmynda í Þýskalandi og vann um nokkurt skeið hjá Sagafilm. Árið 2007 flutti hann ásamt eiginkonu sinni, Helgu Guðnýju Theodórs, til San Fransisco þar sem hann nam teiknimyndagerð við Academy of Art University. Inntur eftir því hvernig það hafi komið til að hann fór að starfa hjá Lucasfilm segir Ingólfur að hann hafi fengið aðstoð frá nágrannakonu sinni við umsóknina. „Ég var svo lánsamur að eiga nágrannakonu sem starfar hjá Lucasfilm, og með hennar hjálp komst umsóknin og ferilskráin í réttar hendur. Þeim leist svo greinilega nógu vel á mig til að ráða mig í starfið." Ingólfi líkar vinnan vel og segir George Lucas fara vandlega yfir vinnu starfsfólksins áður en hún er send úr húsi. Hann rekst oft á Lucas á göngum hússins eða í matsalnum en hefur þó ekki spjallað við hann persónulega. Aðspurður segir hann fjölskylduna ekki á heimleið á næstunni enda hafi þau það gott í Bandaríkjunum. „Okkur líkar mjög vel við okkur, hér er gróskumikil menning og ekki sakar heldur hvað veðráttan er góð. Hérna er alltaf bjart og gott veður, fyrir utan einstaka þokubakka. Það liggur við að maður sakni íslenskrar veðráttu því veðrið hérna er svo fullkomlega laust við allt drama. Auðvitað hefur maður samt alltaf sterkar taugar til Íslands og ég veit að ömmurnar og afarnir vildu gjarnan fá að sjá barnabörnin sín aðeins oftar í eigin persónu," segir Ingólfur að lokum. sara@frettabladid.is
Mest lesið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira