Starfar fyrir George Lucas 18. september 2012 15:30 Ingólfur Guðmundsson þrívíddarteiknari starfar hjá Lucasfilm, fyrirtæki leikstjórans George Lucas. „Lucasfilm er þægilegt og fjölskylduvænt fyrirtæki að vinna fyrir. Við vinnum oftast bara í átta tíma á dag, fimm daga vikunnar ólíkt því sem gengur og gerist í kvikmyndabransanum. George Lucas kemur sjálfur reglulega í heimsókn og hefur yfirumsjón með öllu sem er gert hjá okkur," segir teiknarinn Ingólfur Guðmundsson. Hann starfar sem þrívíddar-teiknari við Star Wars The Clone Wars, sjónvarpsþáttaröðina sem framleidd er af Lucasfilm. Ingólfur stundaði nám í stafrænni eftirvinnslu kvikmynda í Þýskalandi og vann um nokkurt skeið hjá Sagafilm. Árið 2007 flutti hann ásamt eiginkonu sinni, Helgu Guðnýju Theodórs, til San Fransisco þar sem hann nam teiknimyndagerð við Academy of Art University. Inntur eftir því hvernig það hafi komið til að hann fór að starfa hjá Lucasfilm segir Ingólfur að hann hafi fengið aðstoð frá nágrannakonu sinni við umsóknina. „Ég var svo lánsamur að eiga nágrannakonu sem starfar hjá Lucasfilm, og með hennar hjálp komst umsóknin og ferilskráin í réttar hendur. Þeim leist svo greinilega nógu vel á mig til að ráða mig í starfið." Ingólfi líkar vinnan vel og segir George Lucas fara vandlega yfir vinnu starfsfólksins áður en hún er send úr húsi. Hann rekst oft á Lucas á göngum hússins eða í matsalnum en hefur þó ekki spjallað við hann persónulega. Aðspurður segir hann fjölskylduna ekki á heimleið á næstunni enda hafi þau það gott í Bandaríkjunum. „Okkur líkar mjög vel við okkur, hér er gróskumikil menning og ekki sakar heldur hvað veðráttan er góð. Hérna er alltaf bjart og gott veður, fyrir utan einstaka þokubakka. Það liggur við að maður sakni íslenskrar veðráttu því veðrið hérna er svo fullkomlega laust við allt drama. Auðvitað hefur maður samt alltaf sterkar taugar til Íslands og ég veit að ömmurnar og afarnir vildu gjarnan fá að sjá barnabörnin sín aðeins oftar í eigin persónu," segir Ingólfur að lokum. sara@frettabladid.is Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
„Lucasfilm er þægilegt og fjölskylduvænt fyrirtæki að vinna fyrir. Við vinnum oftast bara í átta tíma á dag, fimm daga vikunnar ólíkt því sem gengur og gerist í kvikmyndabransanum. George Lucas kemur sjálfur reglulega í heimsókn og hefur yfirumsjón með öllu sem er gert hjá okkur," segir teiknarinn Ingólfur Guðmundsson. Hann starfar sem þrívíddar-teiknari við Star Wars The Clone Wars, sjónvarpsþáttaröðina sem framleidd er af Lucasfilm. Ingólfur stundaði nám í stafrænni eftirvinnslu kvikmynda í Þýskalandi og vann um nokkurt skeið hjá Sagafilm. Árið 2007 flutti hann ásamt eiginkonu sinni, Helgu Guðnýju Theodórs, til San Fransisco þar sem hann nam teiknimyndagerð við Academy of Art University. Inntur eftir því hvernig það hafi komið til að hann fór að starfa hjá Lucasfilm segir Ingólfur að hann hafi fengið aðstoð frá nágrannakonu sinni við umsóknina. „Ég var svo lánsamur að eiga nágrannakonu sem starfar hjá Lucasfilm, og með hennar hjálp komst umsóknin og ferilskráin í réttar hendur. Þeim leist svo greinilega nógu vel á mig til að ráða mig í starfið." Ingólfi líkar vinnan vel og segir George Lucas fara vandlega yfir vinnu starfsfólksins áður en hún er send úr húsi. Hann rekst oft á Lucas á göngum hússins eða í matsalnum en hefur þó ekki spjallað við hann persónulega. Aðspurður segir hann fjölskylduna ekki á heimleið á næstunni enda hafi þau það gott í Bandaríkjunum. „Okkur líkar mjög vel við okkur, hér er gróskumikil menning og ekki sakar heldur hvað veðráttan er góð. Hérna er alltaf bjart og gott veður, fyrir utan einstaka þokubakka. Það liggur við að maður sakni íslenskrar veðráttu því veðrið hérna er svo fullkomlega laust við allt drama. Auðvitað hefur maður samt alltaf sterkar taugar til Íslands og ég veit að ömmurnar og afarnir vildu gjarnan fá að sjá barnabörnin sín aðeins oftar í eigin persónu," segir Ingólfur að lokum. sara@frettabladid.is
Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira