Þú og ég + Moses Hightower Kjartan Guðmundsson skrifar 18. september 2012 00:01 Helga Möller og Jóhann Helgason 2011. Undirritaður var fremur fúll yfir að hafa misst af samstarfstónleikum Þú og ég og Moses Hightower á Innipúkahátíðinni fyrir nokkrum vikum, sérstaklega þar sem eftir á fór það orðspor af frammistöðunni að fundist hefði fyrir stuðinu alla leið til veðurathugunarstöðvarinnar á Svalbarða hið minnsta. Því lá þráðbeint við að skella sér í Iðnó á föstudagskvöldið á endurtekninguna. Einnig fólst í því gráupplagt tækifæri til að sjá Móses-verja á sviði í síðasta sinn í bili því sveitin, sem er í fantaformi þessi dægrin, hverfur nú til sinnar reglulegu biðstöðu vegna anna meðlima úti um allan heim. Téð Moses Hightower stóð sig með prýði, sleip sem fyrr, með sitt hefðbundna sálarprógramm í fyrri hlutanum. Eitthvað var þó að hljóðinu í Iðnó, dósalegu og tómu, og það lagaðist í raun ekki fyrr en áhorfendum fjölgaði og slapp fyrir horn þegar tvíeykið Helga Möller og Jóhann Helgason slóst í hópinn. Þá kom líka umsvifalaust í ljós hvílík afbragðshugmynd það er að stefna þessum sveitum saman. Diskómellirnir komu á færibandi: Villi og Lúlla, Í Reykjavíkurborg, Dans, dans, dans, Ljúfa líf, Vegir liggja til allra átta og svo framvegis, og í raun ólíklegt að nokkur hefði sett sig upp á móti því að Aðfangadagskvöld hefði hljómað, svo nostalgísk og góð var stemningin. Helga var hress og kát og augsýnilega tilbúin í slaginn, Jóhann örlítið meira til baka en þó alltaf jafn snákslega svalur og Moses Hightower gerði afar vel með talsvert hraðari lög en sveitin er vön. Í heildina voru tónleikarnir mjög vel heppnaðir og hreint lostæti fyrir þá sem þjást af ólæknandi þá-þrá. Kjartan Guðmundsson Mest lesið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Undirritaður var fremur fúll yfir að hafa misst af samstarfstónleikum Þú og ég og Moses Hightower á Innipúkahátíðinni fyrir nokkrum vikum, sérstaklega þar sem eftir á fór það orðspor af frammistöðunni að fundist hefði fyrir stuðinu alla leið til veðurathugunarstöðvarinnar á Svalbarða hið minnsta. Því lá þráðbeint við að skella sér í Iðnó á föstudagskvöldið á endurtekninguna. Einnig fólst í því gráupplagt tækifæri til að sjá Móses-verja á sviði í síðasta sinn í bili því sveitin, sem er í fantaformi þessi dægrin, hverfur nú til sinnar reglulegu biðstöðu vegna anna meðlima úti um allan heim. Téð Moses Hightower stóð sig með prýði, sleip sem fyrr, með sitt hefðbundna sálarprógramm í fyrri hlutanum. Eitthvað var þó að hljóðinu í Iðnó, dósalegu og tómu, og það lagaðist í raun ekki fyrr en áhorfendum fjölgaði og slapp fyrir horn þegar tvíeykið Helga Möller og Jóhann Helgason slóst í hópinn. Þá kom líka umsvifalaust í ljós hvílík afbragðshugmynd það er að stefna þessum sveitum saman. Diskómellirnir komu á færibandi: Villi og Lúlla, Í Reykjavíkurborg, Dans, dans, dans, Ljúfa líf, Vegir liggja til allra átta og svo framvegis, og í raun ólíklegt að nokkur hefði sett sig upp á móti því að Aðfangadagskvöld hefði hljómað, svo nostalgísk og góð var stemningin. Helga var hress og kát og augsýnilega tilbúin í slaginn, Jóhann örlítið meira til baka en þó alltaf jafn snákslega svalur og Moses Hightower gerði afar vel með talsvert hraðari lög en sveitin er vön. Í heildina voru tónleikarnir mjög vel heppnaðir og hreint lostæti fyrir þá sem þjást af ólæknandi þá-þrá. Kjartan Guðmundsson
Mest lesið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira