„Af-því-bara“ Ingunn Snædal skrifar 17. september 2012 06:00 Þegar ég var lítil stúlka á Jökuldalnum hafði ég aldrei séð neinn af öðrum kynþætti en ég var sjálf. Ég gekk í skóla með frændum mínum og frænkum, við áttum sama bakgrunn, sömu menningu, sömu hefðir, sömu sögu. Útlönd voru langt í burtu og allt öðruvísi. Við lærðum um börn í Tansaníu í litríkum samfélagsfræðibókum, þau voru álíka framandi og verur frá öðrum hnöttum. Engu að síður var ég alin upp við þá hugmynd að allt fólk væri jafn dýrmætt. Allir ættu rétt. Þrjátíu árum síðar hefur orðið alger umbylting í heiminum. Tengsl milli þjóða verða sífellt nánari, landamæri mást út með auknum samskiptum, viðskiptum, netvæðingu og ferðalögum. Svöngu börnin í Afríku eru komin miklu nær en áður. Ég get horft á þau upplifa náttúruhörmungar í beinni útsendingu með vefmyndavél. Hinn himinhrópandi munur á lífskjörum jarðarbúa hefur aldrei verið jafn áþreifanlegur. Við Vestur-Evrópubúar erum algert forréttindafólk. Vegna þess að við fæddumst hér höfum við aðgang að fyrsta flokks menntakerfi, heilbrigðiskerfi, hreinu vatni og gnægðum matvæla. Alltof miklum matvælum ef út í það er farið. Við höfum ekki gert neitt til að verðskulda þetta, svona er þetta bara. Aðrir eru ekki jafn lánsamir. Ég nem staðar á götu ef ég sé grátandi barn, og spyr það hvað ami að, reyni að greiða úr fyrir því. Það er skylda mín sem manneskju að láta mig heill og hamingju annarra varða. En börnin sem eru hjálpar þurfi verða ekki öll á vegi mínum dagsdaglega. Þau sem ég sé ekki eru samt alveg jafn mikilvæg. Þau þurfa jafnvel meira á hjálp að halda. Við sem búum við forréttindin, sem við fengum ?af-því-bara?, erum best í stakk búin til að hjálpa öðrum. Við erum rík, við erum heilbrigð, við erum aflögufær. Þegar upp er staðið er það merkilegasta af öllu að láta gott af sér leiða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var lítil stúlka á Jökuldalnum hafði ég aldrei séð neinn af öðrum kynþætti en ég var sjálf. Ég gekk í skóla með frændum mínum og frænkum, við áttum sama bakgrunn, sömu menningu, sömu hefðir, sömu sögu. Útlönd voru langt í burtu og allt öðruvísi. Við lærðum um börn í Tansaníu í litríkum samfélagsfræðibókum, þau voru álíka framandi og verur frá öðrum hnöttum. Engu að síður var ég alin upp við þá hugmynd að allt fólk væri jafn dýrmætt. Allir ættu rétt. Þrjátíu árum síðar hefur orðið alger umbylting í heiminum. Tengsl milli þjóða verða sífellt nánari, landamæri mást út með auknum samskiptum, viðskiptum, netvæðingu og ferðalögum. Svöngu börnin í Afríku eru komin miklu nær en áður. Ég get horft á þau upplifa náttúruhörmungar í beinni útsendingu með vefmyndavél. Hinn himinhrópandi munur á lífskjörum jarðarbúa hefur aldrei verið jafn áþreifanlegur. Við Vestur-Evrópubúar erum algert forréttindafólk. Vegna þess að við fæddumst hér höfum við aðgang að fyrsta flokks menntakerfi, heilbrigðiskerfi, hreinu vatni og gnægðum matvæla. Alltof miklum matvælum ef út í það er farið. Við höfum ekki gert neitt til að verðskulda þetta, svona er þetta bara. Aðrir eru ekki jafn lánsamir. Ég nem staðar á götu ef ég sé grátandi barn, og spyr það hvað ami að, reyni að greiða úr fyrir því. Það er skylda mín sem manneskju að láta mig heill og hamingju annarra varða. En börnin sem eru hjálpar þurfi verða ekki öll á vegi mínum dagsdaglega. Þau sem ég sé ekki eru samt alveg jafn mikilvæg. Þau þurfa jafnvel meira á hjálp að halda. Við sem búum við forréttindin, sem við fengum ?af-því-bara?, erum best í stakk búin til að hjálpa öðrum. Við erum rík, við erum heilbrigð, við erum aflögufær. Þegar upp er staðið er það merkilegasta af öllu að láta gott af sér leiða.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun