„Af-því-bara“ Ingunn Snædal skrifar 17. september 2012 06:00 Þegar ég var lítil stúlka á Jökuldalnum hafði ég aldrei séð neinn af öðrum kynþætti en ég var sjálf. Ég gekk í skóla með frændum mínum og frænkum, við áttum sama bakgrunn, sömu menningu, sömu hefðir, sömu sögu. Útlönd voru langt í burtu og allt öðruvísi. Við lærðum um börn í Tansaníu í litríkum samfélagsfræðibókum, þau voru álíka framandi og verur frá öðrum hnöttum. Engu að síður var ég alin upp við þá hugmynd að allt fólk væri jafn dýrmætt. Allir ættu rétt. Þrjátíu árum síðar hefur orðið alger umbylting í heiminum. Tengsl milli þjóða verða sífellt nánari, landamæri mást út með auknum samskiptum, viðskiptum, netvæðingu og ferðalögum. Svöngu börnin í Afríku eru komin miklu nær en áður. Ég get horft á þau upplifa náttúruhörmungar í beinni útsendingu með vefmyndavél. Hinn himinhrópandi munur á lífskjörum jarðarbúa hefur aldrei verið jafn áþreifanlegur. Við Vestur-Evrópubúar erum algert forréttindafólk. Vegna þess að við fæddumst hér höfum við aðgang að fyrsta flokks menntakerfi, heilbrigðiskerfi, hreinu vatni og gnægðum matvæla. Alltof miklum matvælum ef út í það er farið. Við höfum ekki gert neitt til að verðskulda þetta, svona er þetta bara. Aðrir eru ekki jafn lánsamir. Ég nem staðar á götu ef ég sé grátandi barn, og spyr það hvað ami að, reyni að greiða úr fyrir því. Það er skylda mín sem manneskju að láta mig heill og hamingju annarra varða. En börnin sem eru hjálpar þurfi verða ekki öll á vegi mínum dagsdaglega. Þau sem ég sé ekki eru samt alveg jafn mikilvæg. Þau þurfa jafnvel meira á hjálp að halda. Við sem búum við forréttindin, sem við fengum ?af-því-bara?, erum best í stakk búin til að hjálpa öðrum. Við erum rík, við erum heilbrigð, við erum aflögufær. Þegar upp er staðið er það merkilegasta af öllu að láta gott af sér leiða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Þegar ég var lítil stúlka á Jökuldalnum hafði ég aldrei séð neinn af öðrum kynþætti en ég var sjálf. Ég gekk í skóla með frændum mínum og frænkum, við áttum sama bakgrunn, sömu menningu, sömu hefðir, sömu sögu. Útlönd voru langt í burtu og allt öðruvísi. Við lærðum um börn í Tansaníu í litríkum samfélagsfræðibókum, þau voru álíka framandi og verur frá öðrum hnöttum. Engu að síður var ég alin upp við þá hugmynd að allt fólk væri jafn dýrmætt. Allir ættu rétt. Þrjátíu árum síðar hefur orðið alger umbylting í heiminum. Tengsl milli þjóða verða sífellt nánari, landamæri mást út með auknum samskiptum, viðskiptum, netvæðingu og ferðalögum. Svöngu börnin í Afríku eru komin miklu nær en áður. Ég get horft á þau upplifa náttúruhörmungar í beinni útsendingu með vefmyndavél. Hinn himinhrópandi munur á lífskjörum jarðarbúa hefur aldrei verið jafn áþreifanlegur. Við Vestur-Evrópubúar erum algert forréttindafólk. Vegna þess að við fæddumst hér höfum við aðgang að fyrsta flokks menntakerfi, heilbrigðiskerfi, hreinu vatni og gnægðum matvæla. Alltof miklum matvælum ef út í það er farið. Við höfum ekki gert neitt til að verðskulda þetta, svona er þetta bara. Aðrir eru ekki jafn lánsamir. Ég nem staðar á götu ef ég sé grátandi barn, og spyr það hvað ami að, reyni að greiða úr fyrir því. Það er skylda mín sem manneskju að láta mig heill og hamingju annarra varða. En börnin sem eru hjálpar þurfi verða ekki öll á vegi mínum dagsdaglega. Þau sem ég sé ekki eru samt alveg jafn mikilvæg. Þau þurfa jafnvel meira á hjálp að halda. Við sem búum við forréttindin, sem við fengum ?af-því-bara?, erum best í stakk búin til að hjálpa öðrum. Við erum rík, við erum heilbrigð, við erum aflögufær. Þegar upp er staðið er það merkilegasta af öllu að láta gott af sér leiða.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar