Drama í úrvalsflokki Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. september 2012 08:00 Bíó. A Seperation Leikstjórn: Asghar Farhadi. Leikarar: Leila Hatami, Peyman Moaadi, Shahab Hosseini, Sareh Bayat, Sarina Farhadi. Þessi frábæra íranska kvikmynd frá því í fyrra hefur farið sigurför um heiminn, unnið til fjölda verðlauna og nemur nú loks land í íslenskum kvikmyndahúsum. Segir hún frá ungum hjónum í Teheran sem skilja að borði og sæng. Konan flytur burt, en eiginmaðurinn verður eftir í íbúð hjónanna ásamt unglingsdóttur þeirra og öldruðum föður sínum sem þjáist af Alzheim-er. Dag einn ræður hann fátæka og heittrúaða konu til þess að annast gamla manninn, en hún veldur starfinu illa og allt fer á endanum í háaloft. Myndin eyðir mörgum ranghugmyndum fáfróða vesturlandabúans um Íran. Tehran virðist nokkuð nútímaleg borg og frjálslyndi millistéttarinnar er meira en annarra. Þó þetta sé ekki aðalatriði myndarinnar liggur dramatíkin samt að stórum hluta í þessum mismunandi viðhorfum persónanna til trúarinnar og lífsins. Leikararnir eru algjörlega frábærir og þau Leila Hatami og Peyman Moaadi eru þar fremst meðal jafningja. Áhorfandinn trúir því að þau séu raunverulega hjón sem hafi eitt sinn verið ástfangin og hamingjusöm, en nú sé neistinn horfinn og þau eigi sér bjartari framtíð hvort í sínu lagi. Heimilishjálpin og vafasamur eiginmaður hennar vekja samúð og fyrirlitningu til skiptis og þessi „hversdagslegu" vandamál sem persónurnar glíma við kalla fram meiri spennu en flestar hasarmyndir sem ég hef séð nýverið. Leikstjórinn, sem einnig er handritshöfundur og framleiðandi myndarinnar, á mikið hrós skilið fyrir vönduð vinnubrögð og góða listræna dómgreind. Tökumaðurinn er með vélina í lófanum mest allan tímann og gerir það smekklega og þægilega. Þá er kvikmyndin án tónlistar alveg þar til stafir rúlla í blálokin. Sú ákvörðun var hárrétt, enda hefði músík sennilega þvælst fyrir og dregið úr áhrifamættinum. Skothelt handritið, góð leikstjórn og leikur í úrvalsflokki sjá um þetta hjálparlaust. Niðurstaða: Ein besta mynd síðasta árs. Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Enginn í joggingbuxum í París Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bíó. A Seperation Leikstjórn: Asghar Farhadi. Leikarar: Leila Hatami, Peyman Moaadi, Shahab Hosseini, Sareh Bayat, Sarina Farhadi. Þessi frábæra íranska kvikmynd frá því í fyrra hefur farið sigurför um heiminn, unnið til fjölda verðlauna og nemur nú loks land í íslenskum kvikmyndahúsum. Segir hún frá ungum hjónum í Teheran sem skilja að borði og sæng. Konan flytur burt, en eiginmaðurinn verður eftir í íbúð hjónanna ásamt unglingsdóttur þeirra og öldruðum föður sínum sem þjáist af Alzheim-er. Dag einn ræður hann fátæka og heittrúaða konu til þess að annast gamla manninn, en hún veldur starfinu illa og allt fer á endanum í háaloft. Myndin eyðir mörgum ranghugmyndum fáfróða vesturlandabúans um Íran. Tehran virðist nokkuð nútímaleg borg og frjálslyndi millistéttarinnar er meira en annarra. Þó þetta sé ekki aðalatriði myndarinnar liggur dramatíkin samt að stórum hluta í þessum mismunandi viðhorfum persónanna til trúarinnar og lífsins. Leikararnir eru algjörlega frábærir og þau Leila Hatami og Peyman Moaadi eru þar fremst meðal jafningja. Áhorfandinn trúir því að þau séu raunverulega hjón sem hafi eitt sinn verið ástfangin og hamingjusöm, en nú sé neistinn horfinn og þau eigi sér bjartari framtíð hvort í sínu lagi. Heimilishjálpin og vafasamur eiginmaður hennar vekja samúð og fyrirlitningu til skiptis og þessi „hversdagslegu" vandamál sem persónurnar glíma við kalla fram meiri spennu en flestar hasarmyndir sem ég hef séð nýverið. Leikstjórinn, sem einnig er handritshöfundur og framleiðandi myndarinnar, á mikið hrós skilið fyrir vönduð vinnubrögð og góða listræna dómgreind. Tökumaðurinn er með vélina í lófanum mest allan tímann og gerir það smekklega og þægilega. Þá er kvikmyndin án tónlistar alveg þar til stafir rúlla í blálokin. Sú ákvörðun var hárrétt, enda hefði músík sennilega þvælst fyrir og dregið úr áhrifamættinum. Skothelt handritið, góð leikstjórn og leikur í úrvalsflokki sjá um þetta hjálparlaust. Niðurstaða: Ein besta mynd síðasta árs.
Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Enginn í joggingbuxum í París Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp