Óskabyrjun á ferlinum 11. september 2012 14:00 Ásgeir Trausti er lærður í klassískum gítarleik, en hefur líka verið að semja og spila popp. Hann er meðal annars meðlimur í hljómsveitinni The Lovely Lion. Ásgeir Trausti Einarsson er ungur tónlistarmaður sem hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði. Lagið hans Sumargestur sló í gegn eftir að það var frumflutt í Hljómskálanum í vor og lagið Leyndarmál sem hann sendi frá sér til að fylgja því eftir hefur líka náð miklum vinsældum. Ásgeir Trausti er lærður í klassískum gítarleik, en hefur líka verið að semja og spila popp. Hann er meðal annars meðlimur í hljómsveitinni The Lovely Lion. Hann hafði samband við Kidda í Hjálmum í vor til þess að leyfa honum að heyra lögin sín og Kidda leist það vel á að hann dreif hann beint í Hljómskálann og stjórnaði líka upptökum á þessari fyrstu plötu Ásgeirs, Dýrð í dauðaþögn. Lögin tíu á Dýrð í dauðaþögn eru eftir Ásgeir Trausta, en textarnir eru eftir pabba hans, Einar Georg Einarsson og vin, Júlíus Aðalstein Róbertsson. Tónlistin er þjóðlagaskotið popp sem einkennist af fallegum laglínum og söng Ásgeirs Trausta, en hann hefur háa og flotta rödd. Útsetningarnar eru nokkuð fjölbreyttar og mjög vel heppnaðar. Í sumum laganna eru forritaðir raftónlistargrunnar, en í öðrum er allt handspilað upp á gamla mátann. Það eru blásturshljóðfæri í nokkrum laganna. Þau setja sterkan svip, en einnig eru ásláttarhljóðfæraútsetningarnar á plötunni mjög flottar. Hljómurinn er sömuleiðis fyrsta flokks. Það er ekki hægt að segja annað en að hinn ungi Ásgeir Trausti fái óskabyrjun á ferlinum. Hann er bæði efnilegur lagasmiður og söngvari, en að auki fékk hann tækifæri til þess að hljóðrita efnið sitt með mörgum af bestu hljóðfæraleikurum og upptökumönnum landsins. Útkoman er frábær frumsmíð. Það verður spennandi að fylgjast með Ásgeiri Trausta í framtíðinni. Trausti Júlíusson Tónlist Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Ásgeir Trausti Einarsson er ungur tónlistarmaður sem hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði. Lagið hans Sumargestur sló í gegn eftir að það var frumflutt í Hljómskálanum í vor og lagið Leyndarmál sem hann sendi frá sér til að fylgja því eftir hefur líka náð miklum vinsældum. Ásgeir Trausti er lærður í klassískum gítarleik, en hefur líka verið að semja og spila popp. Hann er meðal annars meðlimur í hljómsveitinni The Lovely Lion. Hann hafði samband við Kidda í Hjálmum í vor til þess að leyfa honum að heyra lögin sín og Kidda leist það vel á að hann dreif hann beint í Hljómskálann og stjórnaði líka upptökum á þessari fyrstu plötu Ásgeirs, Dýrð í dauðaþögn. Lögin tíu á Dýrð í dauðaþögn eru eftir Ásgeir Trausta, en textarnir eru eftir pabba hans, Einar Georg Einarsson og vin, Júlíus Aðalstein Róbertsson. Tónlistin er þjóðlagaskotið popp sem einkennist af fallegum laglínum og söng Ásgeirs Trausta, en hann hefur háa og flotta rödd. Útsetningarnar eru nokkuð fjölbreyttar og mjög vel heppnaðar. Í sumum laganna eru forritaðir raftónlistargrunnar, en í öðrum er allt handspilað upp á gamla mátann. Það eru blásturshljóðfæri í nokkrum laganna. Þau setja sterkan svip, en einnig eru ásláttarhljóðfæraútsetningarnar á plötunni mjög flottar. Hljómurinn er sömuleiðis fyrsta flokks. Það er ekki hægt að segja annað en að hinn ungi Ásgeir Trausti fái óskabyrjun á ferlinum. Hann er bæði efnilegur lagasmiður og söngvari, en að auki fékk hann tækifæri til þess að hljóðrita efnið sitt með mörgum af bestu hljóðfæraleikurum og upptökumönnum landsins. Útkoman er frábær frumsmíð. Það verður spennandi að fylgjast með Ásgeiri Trausta í framtíðinni. Trausti Júlíusson
Tónlist Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira