Hagsmunir ferðaþjónustu Edward H. Huijbens skrifar 10. september 2012 06:00 Engum dylst að framkomnar hugmyndir um að færa gistiþjónustu undir almenna virðisaukaskattþrepið er umtalsverð aukin skattheimta á eina tegund ferðaþjónustu. Margir spyrja hvort greinin standi undir því. Umræða um þetta mál hefur að einhverju leyti fallið í skotgrafir. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) fengu KPMG til að komast að niðurstöðu sem svo stangast að flestu leyti á við niðurstöður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, sem fjármálaráðuneytið fékk að borðinu. Hinir fyrrnefndu segja að ferðaþjónustan beri þetta ekki, hinir síðarnefndu að það geri hún víst. KPMG valdi sér tiltölulega þröngt sjónarhorn til að skoða málið og byggði á ársreikningum 35 fyrirtækja í gistiþjónustu frá 2011, sem saman þekja 80% markaðarins. Með því að gefa sér að fyrirtækin sjálf tækju á sig allan kostnað vegna skattheimtunnar þá ályktar KPMG að það muni ríða þeim flestum (allavega á höfuðborgarsvæðinu) að fullu. Sama gildir ef þau taka hluta hækkunar á sig. Um þessar staðhæfingar verður ekki efast enda fjárbinding mikil að hluta vegna væntinga um vöxt greinarinnar. Vandinn er hins vegar sú forsenda sem KPMG gefur sér ef allri hækkun er velt út í verðlagið. KPMG gefur sér að innan ramma skilgreindrar verðteygni gistingar muni gestum fækka nákvæmlega sem henni nemur. Með öðrum orðum myndi hækkað verð á gistingu ráða úrslitum um Íslandsferð þess hóps sem lætur verðbreytinguna hafa áhrif á sig, frekar en að hún hefði áhrif á val á gististað eða gistimöguleikum. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands notar mjög áþekka verðteygnistuðla, en horfir til þess að gisting er rúmur tíundi hluti af útgjöldum gesta til landsins. Þannig leyfir Hagfræðistofnun sér að gera ráð fyrir minni samdrætti í komu gesta, sem nemur því hlutfalli. Að auki vísar hún máli sínu til stuðnings á, að þrátt fyrir hækkun á verði undanfarinna ára og ekki síst fyrir hrun, þá hafi gestum fjölgað jafnt og þétt, sem og gistinóttum. Gildir það einnig um síðustu ár eftir hrun. Þannig kemst Hagfræðistofnun að þeirri niðurstöðu að greinin beri hækkun, þar sem gistiþátturinn er ekki úrslitaþáttur í vali á Íslandsferð og gestum muni fjölga engu að síður. Sjónarhorn Hagfræðistofnunar er vítt, þjóðhagslegt og byggir á fyrirliggjandi opinberum tölum. Erfitt er að draga ályktanirnar í efa án þess að telja tölurnar sem að byggt er á ómarktækar (t.d. um fjölda gesta, gistinætur og meðalverð gistingar). Ef svo er eru það mjög alvarlega fréttir fyrir ferðaþjónustu í landinu, þar sem ekki verður mikið um markvissa stefnumótun ef ekki er að marka hagtölur. Í ljósi niðurstöðu KPMG og Hagfræðistofnunar mætti ætla að hægt væri að hækka verðið á gistingunni sem nemur hækkun virðisaukaskatts og gestirnir greiða þetta og ríkissjóður fær meiri arð af þeirri auðlind sem náttúruþyrstir gestir okkar eru. Viðbrögð ferðaþjónustunnar gefa til kynna að þeir telji hagsmunum sínum ógnað með þessu. Á því eru nokkrar skýringar: Almennt óþol gegn skattahækkunum. SAF fylkir liði með Samtökum atvinnulífsins í almennum mótmælum við skattahækkanir, sem aftur endurspeglar tiltekin pólitísk sjónarmið. Væntingar um vöxt. Á meðan fjölgun rúma hefur undanfarin ár haldist nokkuð í takt við fjölgun gesta og gistinótta, eru áform um uppbyggingu nú gríðarmikil og langt umfram það sem ætla mætti að skilaði sér gegnum fjölgun gesta. Hins vegar er árstíðarvandi greinarinnar óbreyttur og fjárfesting í gistingu getur helst vænst að taka til sín hluta af þeim kúf sem er á sumrin en varla meir. Á öðrum tímum hyggjast menn mögulega keppa í verði og telja þá samkeppnisstöðu sinni ógnað, sérstaklega ef rekstur þarf að standa undir afborgunum mikilla lána vegna fjárfestinga sem stöfuðu af of miklum væntingum. Þessu tengt má spyrja hvort greininni sé hollt að vaxa og byggja rekstrarforsendur áfram á skattþrepi sem hugsað er sem undanþáguþrep. Jafnræði milli greina hefur jafnan gefist best í hagfræðinni, enda skattheimta inngrip í virkni markaða. Vegna fyrstu tveggja þáttanna er einnig bent á að gistiþjónusta muni færast yfir í svarta atvinnustarfsemi. Í umhverfi þar sem markvisst er alið á því að allir skattar séu vondir má vænta þess að einstökum þjónustuveitendum finnist þetta prýðisátylla til að vinda sér neðanjarðar. Það vill SAF eðlilega ekki sjá. Gestum til landsins fjölgar sem aldrei fyrr og í tillögum ríkisstjórnar endurspeglast það sem heyra má nú æ oftar og háværar, það er hvað ferðaþjónustan er að leggja til samfélags okkar. Ef ríkið vill ná arði af greininni með hækkun gjalda þá er þetta án efa fær leið ef allri hækkuninni er velt út í verðlagið og ólíklegt er að það hafi teljandi áhrif á eftirspurn. Hins vegar í ljósi þeirra væntinga og fjárfestingar sem þegar hefur verið farið í þá verður að gefa aðlögunartíma, þar sem t.d. þegar er hafin sala á ferðum næsta árs og einhverjir hafa farið offari í fjárfestingu, mögulega á röngum forsendum. Það sem ég kalla hins vegar eftir samhliða er stefna hins opinbera í málefnum ferðaþjónustu. Með öðrum orðum; hvernig þessar tekjur eiga að efla og bæta umhverfi greinarinnar hér á landi, móttökuskilyrði á áfangastöðum innanlands og tækifæri í vöruþróun sem tekur á hinum mikla árstíðarvanda greinarinnar. Að mínu mati liggja þar hinir raunverulegu hagsmunir greinarinnar til langrar framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Engum dylst að framkomnar hugmyndir um að færa gistiþjónustu undir almenna virðisaukaskattþrepið er umtalsverð aukin skattheimta á eina tegund ferðaþjónustu. Margir spyrja hvort greinin standi undir því. Umræða um þetta mál hefur að einhverju leyti fallið í skotgrafir. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) fengu KPMG til að komast að niðurstöðu sem svo stangast að flestu leyti á við niðurstöður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, sem fjármálaráðuneytið fékk að borðinu. Hinir fyrrnefndu segja að ferðaþjónustan beri þetta ekki, hinir síðarnefndu að það geri hún víst. KPMG valdi sér tiltölulega þröngt sjónarhorn til að skoða málið og byggði á ársreikningum 35 fyrirtækja í gistiþjónustu frá 2011, sem saman þekja 80% markaðarins. Með því að gefa sér að fyrirtækin sjálf tækju á sig allan kostnað vegna skattheimtunnar þá ályktar KPMG að það muni ríða þeim flestum (allavega á höfuðborgarsvæðinu) að fullu. Sama gildir ef þau taka hluta hækkunar á sig. Um þessar staðhæfingar verður ekki efast enda fjárbinding mikil að hluta vegna væntinga um vöxt greinarinnar. Vandinn er hins vegar sú forsenda sem KPMG gefur sér ef allri hækkun er velt út í verðlagið. KPMG gefur sér að innan ramma skilgreindrar verðteygni gistingar muni gestum fækka nákvæmlega sem henni nemur. Með öðrum orðum myndi hækkað verð á gistingu ráða úrslitum um Íslandsferð þess hóps sem lætur verðbreytinguna hafa áhrif á sig, frekar en að hún hefði áhrif á val á gististað eða gistimöguleikum. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands notar mjög áþekka verðteygnistuðla, en horfir til þess að gisting er rúmur tíundi hluti af útgjöldum gesta til landsins. Þannig leyfir Hagfræðistofnun sér að gera ráð fyrir minni samdrætti í komu gesta, sem nemur því hlutfalli. Að auki vísar hún máli sínu til stuðnings á, að þrátt fyrir hækkun á verði undanfarinna ára og ekki síst fyrir hrun, þá hafi gestum fjölgað jafnt og þétt, sem og gistinóttum. Gildir það einnig um síðustu ár eftir hrun. Þannig kemst Hagfræðistofnun að þeirri niðurstöðu að greinin beri hækkun, þar sem gistiþátturinn er ekki úrslitaþáttur í vali á Íslandsferð og gestum muni fjölga engu að síður. Sjónarhorn Hagfræðistofnunar er vítt, þjóðhagslegt og byggir á fyrirliggjandi opinberum tölum. Erfitt er að draga ályktanirnar í efa án þess að telja tölurnar sem að byggt er á ómarktækar (t.d. um fjölda gesta, gistinætur og meðalverð gistingar). Ef svo er eru það mjög alvarlega fréttir fyrir ferðaþjónustu í landinu, þar sem ekki verður mikið um markvissa stefnumótun ef ekki er að marka hagtölur. Í ljósi niðurstöðu KPMG og Hagfræðistofnunar mætti ætla að hægt væri að hækka verðið á gistingunni sem nemur hækkun virðisaukaskatts og gestirnir greiða þetta og ríkissjóður fær meiri arð af þeirri auðlind sem náttúruþyrstir gestir okkar eru. Viðbrögð ferðaþjónustunnar gefa til kynna að þeir telji hagsmunum sínum ógnað með þessu. Á því eru nokkrar skýringar: Almennt óþol gegn skattahækkunum. SAF fylkir liði með Samtökum atvinnulífsins í almennum mótmælum við skattahækkanir, sem aftur endurspeglar tiltekin pólitísk sjónarmið. Væntingar um vöxt. Á meðan fjölgun rúma hefur undanfarin ár haldist nokkuð í takt við fjölgun gesta og gistinótta, eru áform um uppbyggingu nú gríðarmikil og langt umfram það sem ætla mætti að skilaði sér gegnum fjölgun gesta. Hins vegar er árstíðarvandi greinarinnar óbreyttur og fjárfesting í gistingu getur helst vænst að taka til sín hluta af þeim kúf sem er á sumrin en varla meir. Á öðrum tímum hyggjast menn mögulega keppa í verði og telja þá samkeppnisstöðu sinni ógnað, sérstaklega ef rekstur þarf að standa undir afborgunum mikilla lána vegna fjárfestinga sem stöfuðu af of miklum væntingum. Þessu tengt má spyrja hvort greininni sé hollt að vaxa og byggja rekstrarforsendur áfram á skattþrepi sem hugsað er sem undanþáguþrep. Jafnræði milli greina hefur jafnan gefist best í hagfræðinni, enda skattheimta inngrip í virkni markaða. Vegna fyrstu tveggja þáttanna er einnig bent á að gistiþjónusta muni færast yfir í svarta atvinnustarfsemi. Í umhverfi þar sem markvisst er alið á því að allir skattar séu vondir má vænta þess að einstökum þjónustuveitendum finnist þetta prýðisátylla til að vinda sér neðanjarðar. Það vill SAF eðlilega ekki sjá. Gestum til landsins fjölgar sem aldrei fyrr og í tillögum ríkisstjórnar endurspeglast það sem heyra má nú æ oftar og háværar, það er hvað ferðaþjónustan er að leggja til samfélags okkar. Ef ríkið vill ná arði af greininni með hækkun gjalda þá er þetta án efa fær leið ef allri hækkuninni er velt út í verðlagið og ólíklegt er að það hafi teljandi áhrif á eftirspurn. Hins vegar í ljósi þeirra væntinga og fjárfestingar sem þegar hefur verið farið í þá verður að gefa aðlögunartíma, þar sem t.d. þegar er hafin sala á ferðum næsta árs og einhverjir hafa farið offari í fjárfestingu, mögulega á röngum forsendum. Það sem ég kalla hins vegar eftir samhliða er stefna hins opinbera í málefnum ferðaþjónustu. Með öðrum orðum; hvernig þessar tekjur eiga að efla og bæta umhverfi greinarinnar hér á landi, móttökuskilyrði á áfangastöðum innanlands og tækifæri í vöruþróun sem tekur á hinum mikla árstíðarvanda greinarinnar. Að mínu mati liggja þar hinir raunverulegu hagsmunir greinarinnar til langrar framtíðar.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar