Lífið

Þolir ekki Kardashian-fjölskylduna

Leikarinn Jeremy Renner er ekki hrifinn af þeim Kardashian-systrum og segir þær bæði hallærislegar og heimskar.
Leikarinn Jeremy Renner er ekki hrifinn af þeim Kardashian-systrum og segir þær bæði hallærislegar og heimskar. Nordicphotos/getty
Leikarinn Jeremy Renner lýsir yfir andúð sinni á Kardashian-fjölskyldunni í nýlegu viðtali við breska blaðið Guardian. Kardashian-fjölskyldan hefur gert garðinn frægan með raunveruleikaseríu sinni Keeping up with the Kardashians á sjónvarpsstöðinni E! en Renner er ekki í aðdáendahópi fjölskyldunnar.

„Þetta eru hallærislegar manneskjur með enga hæfileika sem nota líf sitt til að gera nöfn sín eins fræg og hægt er. Þau eru alveg ótrúlega heimsk,“ segir Renner sem þessa dagana er að kynna mynd sína The Bourne Legacy.

Systurnar Kim, Kourtney og Khloé Kardashian eiga milljónir aðdáenda úti um allan heim en þær heilla ekki fræga fólkið. Anna Wintour, ritstýra Vogue, bannaði til dæmis Kim Kardashian á tískugalakvöldinu á MET-safninu í fyrra, Barbara Walters sagði systurnar hæfileikalausar er hún tók viðtal við þær og sjálfur James Bond, Daniel Craig, sagði í viðtali við blaðið GQ að honum þætti ótrúlegt hvernig manneskjur gætu hagað sér eins og aular og grætt milljónir dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.