Eignavandinn Friðrik Jónsson skrifar 18. ágúst 2012 06:00 Skilgreiningar skipta máli og einnig frá hvaða hlið menn horfa á vandamál sem við er að etja. Undanfarin ár hefur verið tíðrætt um skuldavandann, bæði heima á Íslandi og erlendis. Skuldavanda má hins vegar skilgreina líka sem eignavanda. Skuld eins er eign annars, í samræmi við reglur hins tvöfalda bókhalds. Ef skipt er um sjónarhól og horft er á efnahagsvanda dagsins í dag sem eignavanda gætu áherslur og lausnir breyst að einhverju leyti. Skuldavandi kallar á að finna leiðir til þess að skuldarinn greiði skuldir sínar, eða þá einhver annar fyrir hans hönd ef hann er ekki borgunarmaður sjálfur. Við eignavanda er brugðist við á annan hátt. Hugmyndafræði áhættuleysisEin af syndum nútíma fjármálakerfis er hugmyndafræði áhættuleysis fjármagnseigenda. Að hægt sé að „hedga“ sig í bak og fyrir þannig að sá sem stundar lánastarfsemi er í raun alltaf stikkfrí – án áhættu – og geti ávaxtað sitt pund sama hvað. Á Íslandi kristallast þessi hugmyndafræði í verðtryggingunni. Hún leyfði, og beinlínis hvatti til, ábyrgðarlausrar hegðunar fjármálafyrirtækja á fasteignalánamarkaði og ýtti undir mestu fasteignabólu Íslandssögunnar. Í kjölfar hruns er mottóið fyrst og fremst það að þær skuldir skuli innheimtast. Skiptir þá engu máli hvort ábyrgðarlaust var lánað, að verðtryggingarhlutinn hefur vaxið fram úr hófi vegna þess að ábyrgðarleysi lánveitendanna sprengdi upp verðbólguna, að vextir umfram verðbólgu voru alltaf fullrausnarlegir og allt uppleggið var byggt á sandi. Nei, skuldarinn skal borga. Með margföldum margföldurum vaxta, vaxtavaxta og verðtryggingar. Dugi það ekki til skal húsið tekið. Dugi það ekki til, skal allt annað tekið. Dugi það ekki til, er kallað eftir ríkisstyrk. Kapítalismi og frjálst markaðshagkerfi á ekki að virka svona. Bjargvættirnir afskriftir, verðbólga og skattarEignavandi eins og við er að glíma í dag – fyrst og fremst tengdur peningalegum eignum – hefur við eðlilegt markaðsástand þrjár leiðir til lausnar: í gegnum afskriftir, með aukinni verðbólgu og/eða í gegnum skattkerfið. Afskriftir geta farið fram með ýmsum hætti, allt frá samningum milli aðila að gjaldþroti skuldara. Millilausnir með aðkomu stjórnvalda eins og 110% leiðin er tilbrigði við samningaleið. Ef bókfærð peningaleg eign í formi lána eða skuldabréfa stenst ekki, þá er eðlilegt að afskrifa. Það verða fyrirtækin, heimilin og einstaklingarnir að gera í sínu bókhaldi, og sama á við um fjármálafyrirtækin. Ennþá er hins vegar haldið á bókunum „eignum“ sem engan veginn standa undir sér. Við aukna peningaprentun, hvort heldur sem á vegum hins opinbera eða prívatsins, er við því að búast að sá hluti hennar sem ekki byggir á undirliggjandi verðmæta- eða virðisauka hagkerfisins valdi verðbólgu. Verðbólga er í reynd ekkert annað en eðlileg afleiðing efnahagslegrar framúrkeyrslu án innstæðu. Hin séríslenska skilyrðislausa verðtrygging – trygging án nokkurs fyrirvara – hefur ýtt undir, og ýtir enn, undir hömluleysi umfram efni í lánveitingum. Sérstaklega var þetta áberandi í innrás bankanna á húsnæðislánamarkaðinn fyrir hrun. Markaðsmódel þeirrar innrásar beinlínis byggði á samspili verðtryggingar og fasteignaverðs – aukin lán leiddu til hærra verðs sem hækkaði höfuðstól veittra lána. Í kjölfar hrunsins er verðtryggingin ein af ástæðum þess að ekki hefur verið þorandi að leyfa hagkerfinu að leiðrétta sig sjálft. Það myndi opinbera það að kerfið er fullkomlega ósjálfbært. Það er sorglegt að ekki sé til staðar pólitískt hugrekki á Alþingi til að afnema verðtryggingu, eins einfalt mál og það nú er í núverandi umhverfi gjaldeyrishafta. Ekki þarf meira til en lagasetningu sem bannar verðtryggingu (eða takmarkar hana verulega) og innkalla í kjölfarið öll verðtryggð skuldabréf í skiptum fyrir óverðtryggð (eða fyrir beinharða peninga, fersk prentaða). Skattkerfinu má líka beita – með mun róttækari hætti en hingað til hefur verið gert – til þess að leiðrétta þá skekkju sem er í hagkerfinu eftir hrun. Ákvörðunin um 100% tryggingu allra innstæðna með pólitískri yfirlýsingu í miðju hruni var hugsanlega bæði skiljanleg og að einhverju leyti réttlætanleg. Hins vegar hefði í kjölfarið mátt beita einskiptiskattlagningu á móti til að greiða fyrir kostnaðinn vegna tryggingarinnar og til að greiða annan kostnað vegna hrunsins – bæði augljósan og þann sem átti eftir að koma í ljós. Innstæðuskattur, stórtækur eignaskattur og skuldabréfaskattur hefðu getað komið til greina. Slík einskiptisskattlagning hefði verið bæði skiljanleg og ásættanleg strax í kjölfar hrunsins. Er tíminn runninn út?En tíminn er líkast til að renna út hvað varðar róttækar aðgerðir í efnahagsmálum. Kreppan er búin segja stjórnvöld og stjórnarandstaðan tekur hálfgildings undir og heldur því fram að hún væri ennþá meira búin ef hún væri við völd…! En áfram lifa þær í kerfinu, ósjálfbæru peningaeignirnar í íslenskum krónum í höndum aflandskrónueigenda, jöklabréfaeigenda, eigenda ríkisskuldabréfa, lífeyrissjóða og húsnæðisbréfa. Einblínt er á dagsgengi krónunnar í viðjum hafta og ímyndað sér að þessar froðueignir séu sambærilegar við peningaeignir í alvöru gjaldmiðlum. Tímabundin túristasveifla nappar Seðlabankann sofandi á verðinum og ímyndunarveikin nær hámarki í hærra gervigengi löngu ónýts gjaldmiðils. En það kemur að skuldadögum. Hvaða svigrúm verður til róttækra aðgerða þá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Skilgreiningar skipta máli og einnig frá hvaða hlið menn horfa á vandamál sem við er að etja. Undanfarin ár hefur verið tíðrætt um skuldavandann, bæði heima á Íslandi og erlendis. Skuldavanda má hins vegar skilgreina líka sem eignavanda. Skuld eins er eign annars, í samræmi við reglur hins tvöfalda bókhalds. Ef skipt er um sjónarhól og horft er á efnahagsvanda dagsins í dag sem eignavanda gætu áherslur og lausnir breyst að einhverju leyti. Skuldavandi kallar á að finna leiðir til þess að skuldarinn greiði skuldir sínar, eða þá einhver annar fyrir hans hönd ef hann er ekki borgunarmaður sjálfur. Við eignavanda er brugðist við á annan hátt. Hugmyndafræði áhættuleysisEin af syndum nútíma fjármálakerfis er hugmyndafræði áhættuleysis fjármagnseigenda. Að hægt sé að „hedga“ sig í bak og fyrir þannig að sá sem stundar lánastarfsemi er í raun alltaf stikkfrí – án áhættu – og geti ávaxtað sitt pund sama hvað. Á Íslandi kristallast þessi hugmyndafræði í verðtryggingunni. Hún leyfði, og beinlínis hvatti til, ábyrgðarlausrar hegðunar fjármálafyrirtækja á fasteignalánamarkaði og ýtti undir mestu fasteignabólu Íslandssögunnar. Í kjölfar hruns er mottóið fyrst og fremst það að þær skuldir skuli innheimtast. Skiptir þá engu máli hvort ábyrgðarlaust var lánað, að verðtryggingarhlutinn hefur vaxið fram úr hófi vegna þess að ábyrgðarleysi lánveitendanna sprengdi upp verðbólguna, að vextir umfram verðbólgu voru alltaf fullrausnarlegir og allt uppleggið var byggt á sandi. Nei, skuldarinn skal borga. Með margföldum margföldurum vaxta, vaxtavaxta og verðtryggingar. Dugi það ekki til skal húsið tekið. Dugi það ekki til, skal allt annað tekið. Dugi það ekki til, er kallað eftir ríkisstyrk. Kapítalismi og frjálst markaðshagkerfi á ekki að virka svona. Bjargvættirnir afskriftir, verðbólga og skattarEignavandi eins og við er að glíma í dag – fyrst og fremst tengdur peningalegum eignum – hefur við eðlilegt markaðsástand þrjár leiðir til lausnar: í gegnum afskriftir, með aukinni verðbólgu og/eða í gegnum skattkerfið. Afskriftir geta farið fram með ýmsum hætti, allt frá samningum milli aðila að gjaldþroti skuldara. Millilausnir með aðkomu stjórnvalda eins og 110% leiðin er tilbrigði við samningaleið. Ef bókfærð peningaleg eign í formi lána eða skuldabréfa stenst ekki, þá er eðlilegt að afskrifa. Það verða fyrirtækin, heimilin og einstaklingarnir að gera í sínu bókhaldi, og sama á við um fjármálafyrirtækin. Ennþá er hins vegar haldið á bókunum „eignum“ sem engan veginn standa undir sér. Við aukna peningaprentun, hvort heldur sem á vegum hins opinbera eða prívatsins, er við því að búast að sá hluti hennar sem ekki byggir á undirliggjandi verðmæta- eða virðisauka hagkerfisins valdi verðbólgu. Verðbólga er í reynd ekkert annað en eðlileg afleiðing efnahagslegrar framúrkeyrslu án innstæðu. Hin séríslenska skilyrðislausa verðtrygging – trygging án nokkurs fyrirvara – hefur ýtt undir, og ýtir enn, undir hömluleysi umfram efni í lánveitingum. Sérstaklega var þetta áberandi í innrás bankanna á húsnæðislánamarkaðinn fyrir hrun. Markaðsmódel þeirrar innrásar beinlínis byggði á samspili verðtryggingar og fasteignaverðs – aukin lán leiddu til hærra verðs sem hækkaði höfuðstól veittra lána. Í kjölfar hrunsins er verðtryggingin ein af ástæðum þess að ekki hefur verið þorandi að leyfa hagkerfinu að leiðrétta sig sjálft. Það myndi opinbera það að kerfið er fullkomlega ósjálfbært. Það er sorglegt að ekki sé til staðar pólitískt hugrekki á Alþingi til að afnema verðtryggingu, eins einfalt mál og það nú er í núverandi umhverfi gjaldeyrishafta. Ekki þarf meira til en lagasetningu sem bannar verðtryggingu (eða takmarkar hana verulega) og innkalla í kjölfarið öll verðtryggð skuldabréf í skiptum fyrir óverðtryggð (eða fyrir beinharða peninga, fersk prentaða). Skattkerfinu má líka beita – með mun róttækari hætti en hingað til hefur verið gert – til þess að leiðrétta þá skekkju sem er í hagkerfinu eftir hrun. Ákvörðunin um 100% tryggingu allra innstæðna með pólitískri yfirlýsingu í miðju hruni var hugsanlega bæði skiljanleg og að einhverju leyti réttlætanleg. Hins vegar hefði í kjölfarið mátt beita einskiptiskattlagningu á móti til að greiða fyrir kostnaðinn vegna tryggingarinnar og til að greiða annan kostnað vegna hrunsins – bæði augljósan og þann sem átti eftir að koma í ljós. Innstæðuskattur, stórtækur eignaskattur og skuldabréfaskattur hefðu getað komið til greina. Slík einskiptisskattlagning hefði verið bæði skiljanleg og ásættanleg strax í kjölfar hrunsins. Er tíminn runninn út?En tíminn er líkast til að renna út hvað varðar róttækar aðgerðir í efnahagsmálum. Kreppan er búin segja stjórnvöld og stjórnarandstaðan tekur hálfgildings undir og heldur því fram að hún væri ennþá meira búin ef hún væri við völd…! En áfram lifa þær í kerfinu, ósjálfbæru peningaeignirnar í íslenskum krónum í höndum aflandskrónueigenda, jöklabréfaeigenda, eigenda ríkisskuldabréfa, lífeyrissjóða og húsnæðisbréfa. Einblínt er á dagsgengi krónunnar í viðjum hafta og ímyndað sér að þessar froðueignir séu sambærilegar við peningaeignir í alvöru gjaldmiðlum. Tímabundin túristasveifla nappar Seðlabankann sofandi á verðinum og ímyndunarveikin nær hámarki í hærra gervigengi löngu ónýts gjaldmiðils. En það kemur að skuldadögum. Hvaða svigrúm verður til róttækra aðgerða þá?
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun