Staðan í þjóðfélaginu vegna úreltra búskaparhátta Herdís Þorvaldsdóttir skrifar 17. ágúst 2012 06:00 Gömul og löngu úrelt lög um sauðfjárbúskap skikka okkur hin til að halda uppi dýrasta landbúnaðarkerfi sem þekkist. Sauðfjárbændur fá 4,2 milljarða á ári frá ríkinu fyrir að rækta sauðfé, auk ótal annarra styrkja. Það er auðvitað framleiðsluhvetjandi fyrir þá, en hefur skelfilegar afleiðingar fyrir gróður landsins. Meira en milljón sauðfjár er á lausagöngu allt sumarið, auk sjötíu og sjö þúsund hrossa. Og auðvitað er engin leið að stjórna lausabeitinni, jafnvel þó hún sé á skemmdum svæðum, sem alls ekki þola neina beit. Bændur bera enga ábyrgð gagnvart gróðurskemmdum og mega hafa eins margar skepnur á beit og þeim þóknast. Því fleiri, því meira borgum við þeim fyrir! Og það þó landið beri mikinn skaða af og við höfum enga þörf fyrir allt þetta kjöt. Sala á því rýrnar stöðugt og er núna komin í þriðja sæti á eftir kjúklinga- og svínakjöti auk þess sem sala á nautakjöti er að aukast. Lambakjötið er þó eina kjötið sem er niðurgreitt af ríkinu! Ef annað kjöt nyti slíkrar niðurgreiðslu væri það næstum ókeypis. Afgangs lambakjötið, offramleiðslan, hefur í áratugi fram að hruni kostað okkur milljarðatugi og ekkert fengum við út úr því nema enn meiri kostnað; niðurgreiðslu á útflutningi afgangskjöts sem selt var á undirverði í útlöndum, urðun upp á milljónir króna á því sem ekki fór út og eitthvað hefur svo geymsla í frystihúsum í heilt ár, á skrokkum sem síðan er fargað, kostað. Þvílík sóun! Síðan kreppan skall á og krónan féll hefur útflutningurinn loks nokkurn veginn staðið undir sér og jafnvel nokkur gjaldeyrir skapast. En ef við reiknum út kostnaðinn sem fer í framleiðsluna á þessu kjöti, á skemmdu landinu, er þetta tap fyrir alla nema útflytjendurna sjálfa. Við sem höfum þó borgað framleiðsluna fáum í raun ekkert til baka. Gjaldeyririnn fer aftur úr landi vegna kaupa á útlendum mengandi áburði, rúlluplasti, lyfjum, vélum og fleiru – síðan þarf Landgræðslan að gera við gróðurskemmdirnar vegna ofbeitarinnar, þar sem það er á annað borð hægt. Hún hefur í meira en hundrað ár reynt hvað hún getur og barist við að stöðva uppblásturinn, með samtals sautján milljarða framlagi frá okkur, og hefur þó varla undan bitvarginum. Hvað finnst ykkur kæru landsmenn? Við erum orðin langt á eftir öðrum menningarþjóðum hvað snertir umgengni við landið okkar. „Framsóknarflokkurinn/bændaaðallinn“ var allt of lengi við völd. Þeirra pólitík gekk út á það að halda öllu óbreyttu, sem varð til þess að hér var allt í fátækt og stöðnun löngu eftir að nágrannalöndin voru búin að byggja upp þéttbýliskjarna og borgir með skóla á öllum stigum, heilbrigðisstofnanir, listasöfn, verkmenningu og nýjustu tækni þess tíma. Hér máttu útlendingar ekki menga þessa gáfuðu og merkilegu þjóð. Enn leynist víða þessi hugsunarháttur að okkur sé allt leyfilegt af því að við séum svo sérstök og lítil og smá. Við högum okkur eins og frekir krakkar. Íslendingar rása um önnur lönd, kaupa sér hús, stofna fyrirtæki og taka vinnu frá innlendum og þykir þetta allt sjálfsagt. Þetta væri ágætt ef sá sami hugsunarháttur ríkti hér gagnvart útlendingum sem vilja starfa hér og búa. Menning þarf að nærast af nýjum straumum en ekki stöðnun ef hún á að vaxa og blómgast. Hún vill alla glugga opna og „sjá um veröld alla“ en ekki bara út um skjáinn…MINN. Allt er breytingum háð og við megum ekki standa gegn þróun fram á við þó hún kosti okkur smá persónulegar fórnir. Leggjum heldur til okkar skerf, til betri og réttlátari framtíðar. Er ekki meiri gæfa fólgin í því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Gömul og löngu úrelt lög um sauðfjárbúskap skikka okkur hin til að halda uppi dýrasta landbúnaðarkerfi sem þekkist. Sauðfjárbændur fá 4,2 milljarða á ári frá ríkinu fyrir að rækta sauðfé, auk ótal annarra styrkja. Það er auðvitað framleiðsluhvetjandi fyrir þá, en hefur skelfilegar afleiðingar fyrir gróður landsins. Meira en milljón sauðfjár er á lausagöngu allt sumarið, auk sjötíu og sjö þúsund hrossa. Og auðvitað er engin leið að stjórna lausabeitinni, jafnvel þó hún sé á skemmdum svæðum, sem alls ekki þola neina beit. Bændur bera enga ábyrgð gagnvart gróðurskemmdum og mega hafa eins margar skepnur á beit og þeim þóknast. Því fleiri, því meira borgum við þeim fyrir! Og það þó landið beri mikinn skaða af og við höfum enga þörf fyrir allt þetta kjöt. Sala á því rýrnar stöðugt og er núna komin í þriðja sæti á eftir kjúklinga- og svínakjöti auk þess sem sala á nautakjöti er að aukast. Lambakjötið er þó eina kjötið sem er niðurgreitt af ríkinu! Ef annað kjöt nyti slíkrar niðurgreiðslu væri það næstum ókeypis. Afgangs lambakjötið, offramleiðslan, hefur í áratugi fram að hruni kostað okkur milljarðatugi og ekkert fengum við út úr því nema enn meiri kostnað; niðurgreiðslu á útflutningi afgangskjöts sem selt var á undirverði í útlöndum, urðun upp á milljónir króna á því sem ekki fór út og eitthvað hefur svo geymsla í frystihúsum í heilt ár, á skrokkum sem síðan er fargað, kostað. Þvílík sóun! Síðan kreppan skall á og krónan féll hefur útflutningurinn loks nokkurn veginn staðið undir sér og jafnvel nokkur gjaldeyrir skapast. En ef við reiknum út kostnaðinn sem fer í framleiðsluna á þessu kjöti, á skemmdu landinu, er þetta tap fyrir alla nema útflytjendurna sjálfa. Við sem höfum þó borgað framleiðsluna fáum í raun ekkert til baka. Gjaldeyririnn fer aftur úr landi vegna kaupa á útlendum mengandi áburði, rúlluplasti, lyfjum, vélum og fleiru – síðan þarf Landgræðslan að gera við gróðurskemmdirnar vegna ofbeitarinnar, þar sem það er á annað borð hægt. Hún hefur í meira en hundrað ár reynt hvað hún getur og barist við að stöðva uppblásturinn, með samtals sautján milljarða framlagi frá okkur, og hefur þó varla undan bitvarginum. Hvað finnst ykkur kæru landsmenn? Við erum orðin langt á eftir öðrum menningarþjóðum hvað snertir umgengni við landið okkar. „Framsóknarflokkurinn/bændaaðallinn“ var allt of lengi við völd. Þeirra pólitík gekk út á það að halda öllu óbreyttu, sem varð til þess að hér var allt í fátækt og stöðnun löngu eftir að nágrannalöndin voru búin að byggja upp þéttbýliskjarna og borgir með skóla á öllum stigum, heilbrigðisstofnanir, listasöfn, verkmenningu og nýjustu tækni þess tíma. Hér máttu útlendingar ekki menga þessa gáfuðu og merkilegu þjóð. Enn leynist víða þessi hugsunarháttur að okkur sé allt leyfilegt af því að við séum svo sérstök og lítil og smá. Við högum okkur eins og frekir krakkar. Íslendingar rása um önnur lönd, kaupa sér hús, stofna fyrirtæki og taka vinnu frá innlendum og þykir þetta allt sjálfsagt. Þetta væri ágætt ef sá sami hugsunarháttur ríkti hér gagnvart útlendingum sem vilja starfa hér og búa. Menning þarf að nærast af nýjum straumum en ekki stöðnun ef hún á að vaxa og blómgast. Hún vill alla glugga opna og „sjá um veröld alla“ en ekki bara út um skjáinn…MINN. Allt er breytingum háð og við megum ekki standa gegn þróun fram á við þó hún kosti okkur smá persónulegar fórnir. Leggjum heldur til okkar skerf, til betri og réttlátari framtíðar. Er ekki meiri gæfa fólgin í því?
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun