Fjárfest í tækifærum Kristján Freyr Kristjánsson skrifar 15. ágúst 2012 06:00 Í síðustu viku birtist fréttaskýring þess efnis að margir lífeyrissjóða landsins væru ekki áhugasamir um að fjárfesta í nýsköpun þar sem slíkar fjárfestingar þættu „áhættusamar og eru [lífeyrissjóðirnir] enn brenndir eftir mislukkaðar fjárfestingar í nýsköpun í kringum aldamótin". Í þessu samhengi má ekki gleyma því að þau verðmæti sem athafnamenn skapa verða ekki til af sjálfu sér. Oftar en ekki þarf talsverðan tíma til að þróa nýja vöru eða þjónustu sem getur verið grundvöllur að nýjum verðmætum. Þennan tíma þurfa fyrirtæki vanalega að fjármagna með fjárfestingum fjársterkra aðila, oftar en ekki lífeyrissjóða eða annarra sem geta bundið fé til lengri tíma. Til að mynda þurftu fyrirtæki á borð við Össur, Marel og CCP í kringum 10 ár til að teljast árangursrík fyrirtæki. Á Íslandi í dag er fátt mikilvægara en að fjárfesta í nýjum fyrirtækjum sem hafa möguleika á að búa til aukin verðmæti. Því verða fjársterkir aðilar hér á landi að taka höndum saman og taka áhættu með þeim athafnamönnum sem eru tilbúnir til að stofna ný fyrirtæki. Þetta á við um lífeyrissjóði, en ekki síður fjársterka einstaklinga og reynslumikla aðila sem geta hjálpað nýjum fyrirtækjum að vaxa með fjármagni sínu, reynslu og tengslaneti. Vissulega felst meiri áhætta í að fjárfesta í fyrirtækjum á fyrri stigum, þar sem ákveðin óvissa ríkir um framtíð þeirra. Hins vegar má ekki gleymast að ávinningurinn er þeim mun meiri ef vel tekst til. Aldrei hefur verið jafn mikið af möguleikum fyrir fjármagnseigendur á Íslandi til að kynnast nýjum viðskiptatækifærum. Nýsköpunar- og frumkvöðlasetrin Innovit og Klak hafa tekið höndum saman með Arion banka og komið upp sérstökum fjárfestadegi. Næstkomandi föstudag munu tíu ný íslensk fyrirtæki kynna sig fyrir áhugasömum fjárfestum í höfuðstöðvum Arion banka. Þau hafa þá lokið þátttöku í tíu vikna frumkvöðlaprógrammi sem kallast Startup Reykjavík en þar hafa þau meðal annars fengið ráðgjöf frá á sjötta tug forstjóra, innlendra og erlendra sérfræðinga og athafnamanna. Þetta eru raunveruleg viðskiptatækifæri sem eiga fyrir höndum langt og strangt ferðalag. En spurningin sem eftir stendur er: Hverjir treysta sér með? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birtist fréttaskýring þess efnis að margir lífeyrissjóða landsins væru ekki áhugasamir um að fjárfesta í nýsköpun þar sem slíkar fjárfestingar þættu „áhættusamar og eru [lífeyrissjóðirnir] enn brenndir eftir mislukkaðar fjárfestingar í nýsköpun í kringum aldamótin". Í þessu samhengi má ekki gleyma því að þau verðmæti sem athafnamenn skapa verða ekki til af sjálfu sér. Oftar en ekki þarf talsverðan tíma til að þróa nýja vöru eða þjónustu sem getur verið grundvöllur að nýjum verðmætum. Þennan tíma þurfa fyrirtæki vanalega að fjármagna með fjárfestingum fjársterkra aðila, oftar en ekki lífeyrissjóða eða annarra sem geta bundið fé til lengri tíma. Til að mynda þurftu fyrirtæki á borð við Össur, Marel og CCP í kringum 10 ár til að teljast árangursrík fyrirtæki. Á Íslandi í dag er fátt mikilvægara en að fjárfesta í nýjum fyrirtækjum sem hafa möguleika á að búa til aukin verðmæti. Því verða fjársterkir aðilar hér á landi að taka höndum saman og taka áhættu með þeim athafnamönnum sem eru tilbúnir til að stofna ný fyrirtæki. Þetta á við um lífeyrissjóði, en ekki síður fjársterka einstaklinga og reynslumikla aðila sem geta hjálpað nýjum fyrirtækjum að vaxa með fjármagni sínu, reynslu og tengslaneti. Vissulega felst meiri áhætta í að fjárfesta í fyrirtækjum á fyrri stigum, þar sem ákveðin óvissa ríkir um framtíð þeirra. Hins vegar má ekki gleymast að ávinningurinn er þeim mun meiri ef vel tekst til. Aldrei hefur verið jafn mikið af möguleikum fyrir fjármagnseigendur á Íslandi til að kynnast nýjum viðskiptatækifærum. Nýsköpunar- og frumkvöðlasetrin Innovit og Klak hafa tekið höndum saman með Arion banka og komið upp sérstökum fjárfestadegi. Næstkomandi föstudag munu tíu ný íslensk fyrirtæki kynna sig fyrir áhugasömum fjárfestum í höfuðstöðvum Arion banka. Þau hafa þá lokið þátttöku í tíu vikna frumkvöðlaprógrammi sem kallast Startup Reykjavík en þar hafa þau meðal annars fengið ráðgjöf frá á sjötta tug forstjóra, innlendra og erlendra sérfræðinga og athafnamanna. Þetta eru raunveruleg viðskiptatækifæri sem eiga fyrir höndum langt og strangt ferðalag. En spurningin sem eftir stendur er: Hverjir treysta sér með?
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun