Fjárfest í tækifærum Kristján Freyr Kristjánsson skrifar 15. ágúst 2012 06:00 Í síðustu viku birtist fréttaskýring þess efnis að margir lífeyrissjóða landsins væru ekki áhugasamir um að fjárfesta í nýsköpun þar sem slíkar fjárfestingar þættu „áhættusamar og eru [lífeyrissjóðirnir] enn brenndir eftir mislukkaðar fjárfestingar í nýsköpun í kringum aldamótin". Í þessu samhengi má ekki gleyma því að þau verðmæti sem athafnamenn skapa verða ekki til af sjálfu sér. Oftar en ekki þarf talsverðan tíma til að þróa nýja vöru eða þjónustu sem getur verið grundvöllur að nýjum verðmætum. Þennan tíma þurfa fyrirtæki vanalega að fjármagna með fjárfestingum fjársterkra aðila, oftar en ekki lífeyrissjóða eða annarra sem geta bundið fé til lengri tíma. Til að mynda þurftu fyrirtæki á borð við Össur, Marel og CCP í kringum 10 ár til að teljast árangursrík fyrirtæki. Á Íslandi í dag er fátt mikilvægara en að fjárfesta í nýjum fyrirtækjum sem hafa möguleika á að búa til aukin verðmæti. Því verða fjársterkir aðilar hér á landi að taka höndum saman og taka áhættu með þeim athafnamönnum sem eru tilbúnir til að stofna ný fyrirtæki. Þetta á við um lífeyrissjóði, en ekki síður fjársterka einstaklinga og reynslumikla aðila sem geta hjálpað nýjum fyrirtækjum að vaxa með fjármagni sínu, reynslu og tengslaneti. Vissulega felst meiri áhætta í að fjárfesta í fyrirtækjum á fyrri stigum, þar sem ákveðin óvissa ríkir um framtíð þeirra. Hins vegar má ekki gleymast að ávinningurinn er þeim mun meiri ef vel tekst til. Aldrei hefur verið jafn mikið af möguleikum fyrir fjármagnseigendur á Íslandi til að kynnast nýjum viðskiptatækifærum. Nýsköpunar- og frumkvöðlasetrin Innovit og Klak hafa tekið höndum saman með Arion banka og komið upp sérstökum fjárfestadegi. Næstkomandi föstudag munu tíu ný íslensk fyrirtæki kynna sig fyrir áhugasömum fjárfestum í höfuðstöðvum Arion banka. Þau hafa þá lokið þátttöku í tíu vikna frumkvöðlaprógrammi sem kallast Startup Reykjavík en þar hafa þau meðal annars fengið ráðgjöf frá á sjötta tug forstjóra, innlendra og erlendra sérfræðinga og athafnamanna. Þetta eru raunveruleg viðskiptatækifæri sem eiga fyrir höndum langt og strangt ferðalag. En spurningin sem eftir stendur er: Hverjir treysta sér með? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birtist fréttaskýring þess efnis að margir lífeyrissjóða landsins væru ekki áhugasamir um að fjárfesta í nýsköpun þar sem slíkar fjárfestingar þættu „áhættusamar og eru [lífeyrissjóðirnir] enn brenndir eftir mislukkaðar fjárfestingar í nýsköpun í kringum aldamótin". Í þessu samhengi má ekki gleyma því að þau verðmæti sem athafnamenn skapa verða ekki til af sjálfu sér. Oftar en ekki þarf talsverðan tíma til að þróa nýja vöru eða þjónustu sem getur verið grundvöllur að nýjum verðmætum. Þennan tíma þurfa fyrirtæki vanalega að fjármagna með fjárfestingum fjársterkra aðila, oftar en ekki lífeyrissjóða eða annarra sem geta bundið fé til lengri tíma. Til að mynda þurftu fyrirtæki á borð við Össur, Marel og CCP í kringum 10 ár til að teljast árangursrík fyrirtæki. Á Íslandi í dag er fátt mikilvægara en að fjárfesta í nýjum fyrirtækjum sem hafa möguleika á að búa til aukin verðmæti. Því verða fjársterkir aðilar hér á landi að taka höndum saman og taka áhættu með þeim athafnamönnum sem eru tilbúnir til að stofna ný fyrirtæki. Þetta á við um lífeyrissjóði, en ekki síður fjársterka einstaklinga og reynslumikla aðila sem geta hjálpað nýjum fyrirtækjum að vaxa með fjármagni sínu, reynslu og tengslaneti. Vissulega felst meiri áhætta í að fjárfesta í fyrirtækjum á fyrri stigum, þar sem ákveðin óvissa ríkir um framtíð þeirra. Hins vegar má ekki gleymast að ávinningurinn er þeim mun meiri ef vel tekst til. Aldrei hefur verið jafn mikið af möguleikum fyrir fjármagnseigendur á Íslandi til að kynnast nýjum viðskiptatækifærum. Nýsköpunar- og frumkvöðlasetrin Innovit og Klak hafa tekið höndum saman með Arion banka og komið upp sérstökum fjárfestadegi. Næstkomandi föstudag munu tíu ný íslensk fyrirtæki kynna sig fyrir áhugasömum fjárfestum í höfuðstöðvum Arion banka. Þau hafa þá lokið þátttöku í tíu vikna frumkvöðlaprógrammi sem kallast Startup Reykjavík en þar hafa þau meðal annars fengið ráðgjöf frá á sjötta tug forstjóra, innlendra og erlendra sérfræðinga og athafnamanna. Þetta eru raunveruleg viðskiptatækifæri sem eiga fyrir höndum langt og strangt ferðalag. En spurningin sem eftir stendur er: Hverjir treysta sér með?
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar