Erlent

Basescu slapp með skrekkinn

Heitir því nú að reyna að ná fram sáttum í þjóðfélaginu.x
Heitir því nú að reyna að ná fram sáttum í þjóðfélaginu.x nordicphotos/AFP
Innan við helmingur kosningabærra manna tók þátt í kosningum í Rúmeníu á sunnudag sem snerust um það hvort víkja ætti Traian Basescu forseta úr embætti.

Helmingsþátttaka var skilyrði þess að kosningarnar yrðu gildar og því situr Basescu áfram í embætti sínu. Hann er engu að síður mjög óvinsæll og greiddu 80 prósent þeirra sem þó tóku þátt atkvæði gegn honum.

Victor Ponta forsætisráðherra hefur ekki síður verið gagnrýndur fyrir að hafa reynt að koma Basescu úr embætti.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×