Sprengjum rignir enn yfir íbúa Aleppo 31. júlí 2012 00:15 Sýrlenski herinn mætir harðri mótspyrnu þrátt fyrir öflugan vopnabúnað. nordicphotos/AFP Stjórnarhernum í Sýrlandi virðist lítið verða ágengt í Aleppo, fjölmennustu borg landsins, þrátt fyrir harðar árásir með þungavopnum, skriðdrekum og herþotum. Mannúðarfulltrúi SÞ telur almenning vera í mikilli hættu. „Ég hef miklar áhyggjur af áhrifum sprengjuárása og notkun skriðdreka og annarra þungavopna á íbúa í Aleppo," segir Valerie Amos, mannúðarfulltrúi Sameinuðu þjóðanna. „Margir hafa leitað skjóls til bráðabirgða í skólum og öðrum opinberum byggingum á öruggari svæðum," bætti hún við: „Þau eru í brýnni þörf fyrir mat, dýnur og teppi, hreinlætisvörur og drykkjarvatn." Leon Panetta, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að þessar þungu árásir stjórnarhersins á borgina dragi enn úr stuðningi við stjórn Bashars al-Assads meðal almennings. „Ég held að á endanum verði þetta nagli í líkkistu Assads," sagði Panetta. „Stjórnartíð hans er að enda komin." Í gær skýrði utanríkisráðuneyti Bretlands frá því að Khaled al-Ayoubi, yfirmaður sýrlenska sendiráðsins í London, styðji ekki lengur Sýrlandsstjórn. Ayoubi hefur verið staðgengill sendiherra Sýrlands í London síðan sendiherrann var kallaður heim fyrr á þessu ári. Stjórnarherinn sagðist í gær hafa náð aftur á sitt vald einu hverfa borgarinnar, „hreinsað svæðið", eins og þeir komust að orði, en leiðtogi sýrlenska uppreisnarhersins í Aleppo fullyrðir að stjórnarherinn hafi ekki náð „einum metra" á sitt vald. Erfitt er fyrir erlenda fréttamenn og fulltrúa alþjóðastofnana að meta hvað hæft er í yfirlýsingum stríðandi fylkinga og enginn veit hve mikið mannfall hefur orðið. Margt bendir til þess að pattstaða geti myndast, ekki ólík þeirri sem ríkt hefur um skeið í borginni Homs þar sem uppreisnarmenn hafa sum hverfi á valdi sínu en stjórnarherinn önnur. Uppreisnarherinn í Sýrlandi er reyndar langt frá því að vera samstæð heild, því hann samanstendur af fjölmörgum hópum sem sumir starfa saman en aðrir ekki. Markmið þeirra eru líka mjög ólík; margir eru stjórnarandstæðingar sem hafa gripið til vopna en innan um eru herskáir íslamistar og hryðjuverkahópar sem segjast tengjast Al Kaída-netinu. Þessir síðastnefndu eru bæði Sýrlendingar, sem börðust með Al Kaída í Írak, og svo hafa á síðustu vikum streymt herskáir íslamistar frá Tyrklandi sem hafa í hyggju að taka þátt í bardögum gegn stjórnarhernum í Aleppo. Óvíst er með öllu hvað við tekur falli stjórn Assads. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Stjórnarhernum í Sýrlandi virðist lítið verða ágengt í Aleppo, fjölmennustu borg landsins, þrátt fyrir harðar árásir með þungavopnum, skriðdrekum og herþotum. Mannúðarfulltrúi SÞ telur almenning vera í mikilli hættu. „Ég hef miklar áhyggjur af áhrifum sprengjuárása og notkun skriðdreka og annarra þungavopna á íbúa í Aleppo," segir Valerie Amos, mannúðarfulltrúi Sameinuðu þjóðanna. „Margir hafa leitað skjóls til bráðabirgða í skólum og öðrum opinberum byggingum á öruggari svæðum," bætti hún við: „Þau eru í brýnni þörf fyrir mat, dýnur og teppi, hreinlætisvörur og drykkjarvatn." Leon Panetta, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að þessar þungu árásir stjórnarhersins á borgina dragi enn úr stuðningi við stjórn Bashars al-Assads meðal almennings. „Ég held að á endanum verði þetta nagli í líkkistu Assads," sagði Panetta. „Stjórnartíð hans er að enda komin." Í gær skýrði utanríkisráðuneyti Bretlands frá því að Khaled al-Ayoubi, yfirmaður sýrlenska sendiráðsins í London, styðji ekki lengur Sýrlandsstjórn. Ayoubi hefur verið staðgengill sendiherra Sýrlands í London síðan sendiherrann var kallaður heim fyrr á þessu ári. Stjórnarherinn sagðist í gær hafa náð aftur á sitt vald einu hverfa borgarinnar, „hreinsað svæðið", eins og þeir komust að orði, en leiðtogi sýrlenska uppreisnarhersins í Aleppo fullyrðir að stjórnarherinn hafi ekki náð „einum metra" á sitt vald. Erfitt er fyrir erlenda fréttamenn og fulltrúa alþjóðastofnana að meta hvað hæft er í yfirlýsingum stríðandi fylkinga og enginn veit hve mikið mannfall hefur orðið. Margt bendir til þess að pattstaða geti myndast, ekki ólík þeirri sem ríkt hefur um skeið í borginni Homs þar sem uppreisnarmenn hafa sum hverfi á valdi sínu en stjórnarherinn önnur. Uppreisnarherinn í Sýrlandi er reyndar langt frá því að vera samstæð heild, því hann samanstendur af fjölmörgum hópum sem sumir starfa saman en aðrir ekki. Markmið þeirra eru líka mjög ólík; margir eru stjórnarandstæðingar sem hafa gripið til vopna en innan um eru herskáir íslamistar og hryðjuverkahópar sem segjast tengjast Al Kaída-netinu. Þessir síðastnefndu eru bæði Sýrlendingar, sem börðust með Al Kaída í Írak, og svo hafa á síðustu vikum streymt herskáir íslamistar frá Tyrklandi sem hafa í hyggju að taka þátt í bardögum gegn stjórnarhernum í Aleppo. Óvíst er með öllu hvað við tekur falli stjórn Assads. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira