Gagnsærri stjórnsýsla með opnari stefnumótun Pétur Berg Matthíasson skrifar 17. júlí 2012 06:00 Stjórnsýslan hefur verið gagnrýnd í kjölfar efnahagshrunsins. Fram hefur komið í opinberum skýrslum að skort hafi frumkvæði, ábyrgð, gagnsæi og fleira sem teljast verður lykileinkenni góðra stjórnhátta. Nefnd um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands (stjórnarráðslaganefnd) gaf út skýrsluna Samhent stjórnsýsla í desember 2010. Nefndin setti bæði fram ítarlegar tillögur að breytingum á lögum um Stjórnarráð Íslands og almennar tillögur er snúa að stjórnarháttum stjórnsýslunnar. Tillögur nefndarinnar eiga margt sameiginlegt með tillögum og niðurstöðum sérfræðinganefndar um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Niðurstöðum og tillögum stjórnarráðslaganefndar er ætlað að vera vegvísir stjórnsýslunnar næstkomandi misseri. Ein megintillagan sem kom út úr þessu ferli er að stjórnsýslan þurfi að auka samvinnu, bæði milli ráðuneyta, milli ráðuneyta og stofnana, milli stofnana og síðast en ekki síst milli stjórnvalda og íbúa. Mikilvægt er að stjórnsýslan vinni samhent að framgangi samfélagslegra markmiða fyrir fólkið í landinu. Annar þáttur sem jafnframt hefur verið fjallað um í kjölfar hrunsins eru vinnubrögð stjórnsýslunnar við stefnumótun og áætlanagerð. Í skýrslunni Samhent stjórnsýsla er bent á ýmsa þætti sem þarf að bæta innan stjórnsýslunnar svo að stefnumótun verði faglegri og betri. Fram kemur í skýrslunni að hlutur stefnumótunar og áætlanagerðar í íslenskri stjórnsýslu er af flestum talinn minni en hann ætti að vera þar sem aðaláhersla ráðuneyta hvílir á eftirliti, frumvarpasmíð og úrlausnum á aðsteðjandi viðfangsefnum. Um þessar mundir er starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins að vinna að því að útfæra samræmt vinnulag fyrir Stjórnarráðið við mótun stefna og áætlana. Þessi vinna er eitt margra veigamikilla verkefna Íslands 2020. Ásamt því að vinna tillögur að nýju vinnulagi, mun starfshópurinn koma með tillögur að því að fækka, einfalda og samhæfa stefnur hins opinbera.Leiðir og ávinningur Meginhlutverk stefnumótunarferlisins er að leiða almannafé að almannahag. Í ljósi þess er vert að skoða hvað hægt er að gera með því að opna stefnumótunarferlið og auka þannig gagnsæi stjórnsýslunnar og samvinnu við íbúa. Þessi þáttur stjórnsýslunnar hefur lengi verið talinn lokaður sérfræðingum og embættismönnum bæði hér á landi og erlendis. Stefnumótun er hins vegar að mörgu leyti tilvalin til að opna stjórnsýsluna enn frekar og auka þar með gagnsæi á vinnubrögð hennar. Tilgangurinn með því að opna stefnumótun hins opinbera á ekki að vera markmið í sjálfu sér, heldur er um að ræða tæki sem hægt er að beita til að bæta stefnumótunarferlið. Ýmsar leiðir er hægt að fara og hafa sumar þjóðir lagt aukna áherslu á að opna stefnumótunarferlið í kjölfar hrunsins, þ.á m. Bretar. Ávinningur af opnari stefnumótun er mismunandi eftir því hvaða leið er valin. Hér verður ekki farið ítarlega ofan í þessi hugtök en vert er að nefna að ávinningurinn kann að vera aukin sameiginleg ábyrgð aðila innan sem utan kerfisins, aukin samvinna þvert á stofnanir, aukið gagnsæi, aukið aðgengi að ráðherrum, markvissara tilraunaferli til að meta afköst og árangur, aukið aðgengi almennings að ákvörðunartöku, valddreifing o.s.frv.Íslenska leiðin Sumir kunna að draga þá ályktun að með því að opna stefnumótunarferlið sé ætlunin að birta öll gögn á netinu og óska eftir ábendingum og athugasemdum frá öllum þeim sem vilja leggja orð í belg. Svo er ekki og myndi stjórnsýslan sjaldnast fara út í slíka aðgerð. Það að opna stefnumótunarferlið felur í sér mikla ábyrgð, sem gera þarf rétt, því ef stjórnvöld eru ekki einlæg í slíku ferli kann góður ásetningur að snúast upp í andhverfu sína. Slíkt opið ferli, sem felur jafnan í sér samráð, hefur oft verið misskilið á þá vegu að stjórnvöld þurfi að fylgja í einu og öllu þeim ábendingum sem koma í gegnum ferlið, en svo er ekki. Búið er að opna vinnulag að miklu leyti við stefnumótun hins opinbera á Íslandi. Samráð og aðkoma aðila utan stjórnsýslunnar hefur stóraukist. Algengt form á þessari vinnu er að starfshópar eru skipaðir, utanaðkomandi sérfræðingar eða ráðgjafar stundum kallaðir til, leitað eftir áliti hagsmunaaðila og almennings. Ef umrædd stefna fer fyrir Alþingi kann samráðsferlið að hefjast að hluta til aftur, sérstaklega hvað varðar samtal við hagsmunaaðila auk þess sem öllum er frjálst að koma með ábendingar meðan málið er í meðferð þingnefndar. Tilgangurinn er fyrst og fremst samráð, að gefa sem flestum tækifæri til að koma sínum hugmyndum og athugasemdum á framfæri áður en stefna er endanlega samþykkt. Þetta er bæði gert til að bæta stefnumótunina en oft til að ná fram einhvers konar samkomulagi og sáttum um tiltekna leið. Mikilvægt er að halda áfram á þeirri leið sem þegar hefur verið mörkuð og skoða hvernig best sé að taka upp nýjar aðferðir sem komið hafa fram á síðastliðnum árum til að auka gagnsæi stjórnsýslunnar með opnari stefnumótun. Þetta er einn þáttur sem starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins mun skoða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Stjórnsýslan hefur verið gagnrýnd í kjölfar efnahagshrunsins. Fram hefur komið í opinberum skýrslum að skort hafi frumkvæði, ábyrgð, gagnsæi og fleira sem teljast verður lykileinkenni góðra stjórnhátta. Nefnd um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands (stjórnarráðslaganefnd) gaf út skýrsluna Samhent stjórnsýsla í desember 2010. Nefndin setti bæði fram ítarlegar tillögur að breytingum á lögum um Stjórnarráð Íslands og almennar tillögur er snúa að stjórnarháttum stjórnsýslunnar. Tillögur nefndarinnar eiga margt sameiginlegt með tillögum og niðurstöðum sérfræðinganefndar um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Niðurstöðum og tillögum stjórnarráðslaganefndar er ætlað að vera vegvísir stjórnsýslunnar næstkomandi misseri. Ein megintillagan sem kom út úr þessu ferli er að stjórnsýslan þurfi að auka samvinnu, bæði milli ráðuneyta, milli ráðuneyta og stofnana, milli stofnana og síðast en ekki síst milli stjórnvalda og íbúa. Mikilvægt er að stjórnsýslan vinni samhent að framgangi samfélagslegra markmiða fyrir fólkið í landinu. Annar þáttur sem jafnframt hefur verið fjallað um í kjölfar hrunsins eru vinnubrögð stjórnsýslunnar við stefnumótun og áætlanagerð. Í skýrslunni Samhent stjórnsýsla er bent á ýmsa þætti sem þarf að bæta innan stjórnsýslunnar svo að stefnumótun verði faglegri og betri. Fram kemur í skýrslunni að hlutur stefnumótunar og áætlanagerðar í íslenskri stjórnsýslu er af flestum talinn minni en hann ætti að vera þar sem aðaláhersla ráðuneyta hvílir á eftirliti, frumvarpasmíð og úrlausnum á aðsteðjandi viðfangsefnum. Um þessar mundir er starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins að vinna að því að útfæra samræmt vinnulag fyrir Stjórnarráðið við mótun stefna og áætlana. Þessi vinna er eitt margra veigamikilla verkefna Íslands 2020. Ásamt því að vinna tillögur að nýju vinnulagi, mun starfshópurinn koma með tillögur að því að fækka, einfalda og samhæfa stefnur hins opinbera.Leiðir og ávinningur Meginhlutverk stefnumótunarferlisins er að leiða almannafé að almannahag. Í ljósi þess er vert að skoða hvað hægt er að gera með því að opna stefnumótunarferlið og auka þannig gagnsæi stjórnsýslunnar og samvinnu við íbúa. Þessi þáttur stjórnsýslunnar hefur lengi verið talinn lokaður sérfræðingum og embættismönnum bæði hér á landi og erlendis. Stefnumótun er hins vegar að mörgu leyti tilvalin til að opna stjórnsýsluna enn frekar og auka þar með gagnsæi á vinnubrögð hennar. Tilgangurinn með því að opna stefnumótun hins opinbera á ekki að vera markmið í sjálfu sér, heldur er um að ræða tæki sem hægt er að beita til að bæta stefnumótunarferlið. Ýmsar leiðir er hægt að fara og hafa sumar þjóðir lagt aukna áherslu á að opna stefnumótunarferlið í kjölfar hrunsins, þ.á m. Bretar. Ávinningur af opnari stefnumótun er mismunandi eftir því hvaða leið er valin. Hér verður ekki farið ítarlega ofan í þessi hugtök en vert er að nefna að ávinningurinn kann að vera aukin sameiginleg ábyrgð aðila innan sem utan kerfisins, aukin samvinna þvert á stofnanir, aukið gagnsæi, aukið aðgengi að ráðherrum, markvissara tilraunaferli til að meta afköst og árangur, aukið aðgengi almennings að ákvörðunartöku, valddreifing o.s.frv.Íslenska leiðin Sumir kunna að draga þá ályktun að með því að opna stefnumótunarferlið sé ætlunin að birta öll gögn á netinu og óska eftir ábendingum og athugasemdum frá öllum þeim sem vilja leggja orð í belg. Svo er ekki og myndi stjórnsýslan sjaldnast fara út í slíka aðgerð. Það að opna stefnumótunarferlið felur í sér mikla ábyrgð, sem gera þarf rétt, því ef stjórnvöld eru ekki einlæg í slíku ferli kann góður ásetningur að snúast upp í andhverfu sína. Slíkt opið ferli, sem felur jafnan í sér samráð, hefur oft verið misskilið á þá vegu að stjórnvöld þurfi að fylgja í einu og öllu þeim ábendingum sem koma í gegnum ferlið, en svo er ekki. Búið er að opna vinnulag að miklu leyti við stefnumótun hins opinbera á Íslandi. Samráð og aðkoma aðila utan stjórnsýslunnar hefur stóraukist. Algengt form á þessari vinnu er að starfshópar eru skipaðir, utanaðkomandi sérfræðingar eða ráðgjafar stundum kallaðir til, leitað eftir áliti hagsmunaaðila og almennings. Ef umrædd stefna fer fyrir Alþingi kann samráðsferlið að hefjast að hluta til aftur, sérstaklega hvað varðar samtal við hagsmunaaðila auk þess sem öllum er frjálst að koma með ábendingar meðan málið er í meðferð þingnefndar. Tilgangurinn er fyrst og fremst samráð, að gefa sem flestum tækifæri til að koma sínum hugmyndum og athugasemdum á framfæri áður en stefna er endanlega samþykkt. Þetta er bæði gert til að bæta stefnumótunina en oft til að ná fram einhvers konar samkomulagi og sáttum um tiltekna leið. Mikilvægt er að halda áfram á þeirri leið sem þegar hefur verið mörkuð og skoða hvernig best sé að taka upp nýjar aðferðir sem komið hafa fram á síðastliðnum árum til að auka gagnsæi stjórnsýslunnar með opnari stefnumótun. Þetta er einn þáttur sem starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins mun skoða.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar