Gagnsærri stjórnsýsla með opnari stefnumótun Pétur Berg Matthíasson skrifar 17. júlí 2012 06:00 Stjórnsýslan hefur verið gagnrýnd í kjölfar efnahagshrunsins. Fram hefur komið í opinberum skýrslum að skort hafi frumkvæði, ábyrgð, gagnsæi og fleira sem teljast verður lykileinkenni góðra stjórnhátta. Nefnd um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands (stjórnarráðslaganefnd) gaf út skýrsluna Samhent stjórnsýsla í desember 2010. Nefndin setti bæði fram ítarlegar tillögur að breytingum á lögum um Stjórnarráð Íslands og almennar tillögur er snúa að stjórnarháttum stjórnsýslunnar. Tillögur nefndarinnar eiga margt sameiginlegt með tillögum og niðurstöðum sérfræðinganefndar um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Niðurstöðum og tillögum stjórnarráðslaganefndar er ætlað að vera vegvísir stjórnsýslunnar næstkomandi misseri. Ein megintillagan sem kom út úr þessu ferli er að stjórnsýslan þurfi að auka samvinnu, bæði milli ráðuneyta, milli ráðuneyta og stofnana, milli stofnana og síðast en ekki síst milli stjórnvalda og íbúa. Mikilvægt er að stjórnsýslan vinni samhent að framgangi samfélagslegra markmiða fyrir fólkið í landinu. Annar þáttur sem jafnframt hefur verið fjallað um í kjölfar hrunsins eru vinnubrögð stjórnsýslunnar við stefnumótun og áætlanagerð. Í skýrslunni Samhent stjórnsýsla er bent á ýmsa þætti sem þarf að bæta innan stjórnsýslunnar svo að stefnumótun verði faglegri og betri. Fram kemur í skýrslunni að hlutur stefnumótunar og áætlanagerðar í íslenskri stjórnsýslu er af flestum talinn minni en hann ætti að vera þar sem aðaláhersla ráðuneyta hvílir á eftirliti, frumvarpasmíð og úrlausnum á aðsteðjandi viðfangsefnum. Um þessar mundir er starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins að vinna að því að útfæra samræmt vinnulag fyrir Stjórnarráðið við mótun stefna og áætlana. Þessi vinna er eitt margra veigamikilla verkefna Íslands 2020. Ásamt því að vinna tillögur að nýju vinnulagi, mun starfshópurinn koma með tillögur að því að fækka, einfalda og samhæfa stefnur hins opinbera.Leiðir og ávinningur Meginhlutverk stefnumótunarferlisins er að leiða almannafé að almannahag. Í ljósi þess er vert að skoða hvað hægt er að gera með því að opna stefnumótunarferlið og auka þannig gagnsæi stjórnsýslunnar og samvinnu við íbúa. Þessi þáttur stjórnsýslunnar hefur lengi verið talinn lokaður sérfræðingum og embættismönnum bæði hér á landi og erlendis. Stefnumótun er hins vegar að mörgu leyti tilvalin til að opna stjórnsýsluna enn frekar og auka þar með gagnsæi á vinnubrögð hennar. Tilgangurinn með því að opna stefnumótun hins opinbera á ekki að vera markmið í sjálfu sér, heldur er um að ræða tæki sem hægt er að beita til að bæta stefnumótunarferlið. Ýmsar leiðir er hægt að fara og hafa sumar þjóðir lagt aukna áherslu á að opna stefnumótunarferlið í kjölfar hrunsins, þ.á m. Bretar. Ávinningur af opnari stefnumótun er mismunandi eftir því hvaða leið er valin. Hér verður ekki farið ítarlega ofan í þessi hugtök en vert er að nefna að ávinningurinn kann að vera aukin sameiginleg ábyrgð aðila innan sem utan kerfisins, aukin samvinna þvert á stofnanir, aukið gagnsæi, aukið aðgengi að ráðherrum, markvissara tilraunaferli til að meta afköst og árangur, aukið aðgengi almennings að ákvörðunartöku, valddreifing o.s.frv.Íslenska leiðin Sumir kunna að draga þá ályktun að með því að opna stefnumótunarferlið sé ætlunin að birta öll gögn á netinu og óska eftir ábendingum og athugasemdum frá öllum þeim sem vilja leggja orð í belg. Svo er ekki og myndi stjórnsýslan sjaldnast fara út í slíka aðgerð. Það að opna stefnumótunarferlið felur í sér mikla ábyrgð, sem gera þarf rétt, því ef stjórnvöld eru ekki einlæg í slíku ferli kann góður ásetningur að snúast upp í andhverfu sína. Slíkt opið ferli, sem felur jafnan í sér samráð, hefur oft verið misskilið á þá vegu að stjórnvöld þurfi að fylgja í einu og öllu þeim ábendingum sem koma í gegnum ferlið, en svo er ekki. Búið er að opna vinnulag að miklu leyti við stefnumótun hins opinbera á Íslandi. Samráð og aðkoma aðila utan stjórnsýslunnar hefur stóraukist. Algengt form á þessari vinnu er að starfshópar eru skipaðir, utanaðkomandi sérfræðingar eða ráðgjafar stundum kallaðir til, leitað eftir áliti hagsmunaaðila og almennings. Ef umrædd stefna fer fyrir Alþingi kann samráðsferlið að hefjast að hluta til aftur, sérstaklega hvað varðar samtal við hagsmunaaðila auk þess sem öllum er frjálst að koma með ábendingar meðan málið er í meðferð þingnefndar. Tilgangurinn er fyrst og fremst samráð, að gefa sem flestum tækifæri til að koma sínum hugmyndum og athugasemdum á framfæri áður en stefna er endanlega samþykkt. Þetta er bæði gert til að bæta stefnumótunina en oft til að ná fram einhvers konar samkomulagi og sáttum um tiltekna leið. Mikilvægt er að halda áfram á þeirri leið sem þegar hefur verið mörkuð og skoða hvernig best sé að taka upp nýjar aðferðir sem komið hafa fram á síðastliðnum árum til að auka gagnsæi stjórnsýslunnar með opnari stefnumótun. Þetta er einn þáttur sem starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins mun skoða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Skoðun Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Stjórnsýslan hefur verið gagnrýnd í kjölfar efnahagshrunsins. Fram hefur komið í opinberum skýrslum að skort hafi frumkvæði, ábyrgð, gagnsæi og fleira sem teljast verður lykileinkenni góðra stjórnhátta. Nefnd um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands (stjórnarráðslaganefnd) gaf út skýrsluna Samhent stjórnsýsla í desember 2010. Nefndin setti bæði fram ítarlegar tillögur að breytingum á lögum um Stjórnarráð Íslands og almennar tillögur er snúa að stjórnarháttum stjórnsýslunnar. Tillögur nefndarinnar eiga margt sameiginlegt með tillögum og niðurstöðum sérfræðinganefndar um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Niðurstöðum og tillögum stjórnarráðslaganefndar er ætlað að vera vegvísir stjórnsýslunnar næstkomandi misseri. Ein megintillagan sem kom út úr þessu ferli er að stjórnsýslan þurfi að auka samvinnu, bæði milli ráðuneyta, milli ráðuneyta og stofnana, milli stofnana og síðast en ekki síst milli stjórnvalda og íbúa. Mikilvægt er að stjórnsýslan vinni samhent að framgangi samfélagslegra markmiða fyrir fólkið í landinu. Annar þáttur sem jafnframt hefur verið fjallað um í kjölfar hrunsins eru vinnubrögð stjórnsýslunnar við stefnumótun og áætlanagerð. Í skýrslunni Samhent stjórnsýsla er bent á ýmsa þætti sem þarf að bæta innan stjórnsýslunnar svo að stefnumótun verði faglegri og betri. Fram kemur í skýrslunni að hlutur stefnumótunar og áætlanagerðar í íslenskri stjórnsýslu er af flestum talinn minni en hann ætti að vera þar sem aðaláhersla ráðuneyta hvílir á eftirliti, frumvarpasmíð og úrlausnum á aðsteðjandi viðfangsefnum. Um þessar mundir er starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins að vinna að því að útfæra samræmt vinnulag fyrir Stjórnarráðið við mótun stefna og áætlana. Þessi vinna er eitt margra veigamikilla verkefna Íslands 2020. Ásamt því að vinna tillögur að nýju vinnulagi, mun starfshópurinn koma með tillögur að því að fækka, einfalda og samhæfa stefnur hins opinbera.Leiðir og ávinningur Meginhlutverk stefnumótunarferlisins er að leiða almannafé að almannahag. Í ljósi þess er vert að skoða hvað hægt er að gera með því að opna stefnumótunarferlið og auka þannig gagnsæi stjórnsýslunnar og samvinnu við íbúa. Þessi þáttur stjórnsýslunnar hefur lengi verið talinn lokaður sérfræðingum og embættismönnum bæði hér á landi og erlendis. Stefnumótun er hins vegar að mörgu leyti tilvalin til að opna stjórnsýsluna enn frekar og auka þar með gagnsæi á vinnubrögð hennar. Tilgangurinn með því að opna stefnumótun hins opinbera á ekki að vera markmið í sjálfu sér, heldur er um að ræða tæki sem hægt er að beita til að bæta stefnumótunarferlið. Ýmsar leiðir er hægt að fara og hafa sumar þjóðir lagt aukna áherslu á að opna stefnumótunarferlið í kjölfar hrunsins, þ.á m. Bretar. Ávinningur af opnari stefnumótun er mismunandi eftir því hvaða leið er valin. Hér verður ekki farið ítarlega ofan í þessi hugtök en vert er að nefna að ávinningurinn kann að vera aukin sameiginleg ábyrgð aðila innan sem utan kerfisins, aukin samvinna þvert á stofnanir, aukið gagnsæi, aukið aðgengi að ráðherrum, markvissara tilraunaferli til að meta afköst og árangur, aukið aðgengi almennings að ákvörðunartöku, valddreifing o.s.frv.Íslenska leiðin Sumir kunna að draga þá ályktun að með því að opna stefnumótunarferlið sé ætlunin að birta öll gögn á netinu og óska eftir ábendingum og athugasemdum frá öllum þeim sem vilja leggja orð í belg. Svo er ekki og myndi stjórnsýslan sjaldnast fara út í slíka aðgerð. Það að opna stefnumótunarferlið felur í sér mikla ábyrgð, sem gera þarf rétt, því ef stjórnvöld eru ekki einlæg í slíku ferli kann góður ásetningur að snúast upp í andhverfu sína. Slíkt opið ferli, sem felur jafnan í sér samráð, hefur oft verið misskilið á þá vegu að stjórnvöld þurfi að fylgja í einu og öllu þeim ábendingum sem koma í gegnum ferlið, en svo er ekki. Búið er að opna vinnulag að miklu leyti við stefnumótun hins opinbera á Íslandi. Samráð og aðkoma aðila utan stjórnsýslunnar hefur stóraukist. Algengt form á þessari vinnu er að starfshópar eru skipaðir, utanaðkomandi sérfræðingar eða ráðgjafar stundum kallaðir til, leitað eftir áliti hagsmunaaðila og almennings. Ef umrædd stefna fer fyrir Alþingi kann samráðsferlið að hefjast að hluta til aftur, sérstaklega hvað varðar samtal við hagsmunaaðila auk þess sem öllum er frjálst að koma með ábendingar meðan málið er í meðferð þingnefndar. Tilgangurinn er fyrst og fremst samráð, að gefa sem flestum tækifæri til að koma sínum hugmyndum og athugasemdum á framfæri áður en stefna er endanlega samþykkt. Þetta er bæði gert til að bæta stefnumótunina en oft til að ná fram einhvers konar samkomulagi og sáttum um tiltekna leið. Mikilvægt er að halda áfram á þeirri leið sem þegar hefur verið mörkuð og skoða hvernig best sé að taka upp nýjar aðferðir sem komið hafa fram á síðastliðnum árum til að auka gagnsæi stjórnsýslunnar með opnari stefnumótun. Þetta er einn þáttur sem starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins mun skoða.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun