Lífið

Með mikinn sviðsskrekk

Söngkonan glímir við mikinn sviðsskrekk á hverjum tónleikum.
Söngkonan glímir við mikinn sviðsskrekk á hverjum tónleikum. nordicphotos/getty
Bandaríska söngkonan Lana Del Rey þjáist af miklum sviðsskrekki. Á undanförnu ári hafa vinsældir hennar aukist jafnt og þétt og að sama skapi hefur tónleikagestum fjölgað.

„Einhverra hluta vegna verð ég mjög taugaóstyrk í byrjun hverra tónleika. Ég á erfitt með andardrátt í fyrstu einu til tveimur lögunum," sagði hún í viðtali við BBC Radio 1. Söngkonunni líður betur í Bretlandi heldur en í heimalandi sínu. „Fólkið er með góðan smekk og það er ekkert að fela hann. Mér finnst ég fá meiri stuðning þar vegna tónlistar minnar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.