Lífið

Prestar búa til fleiri mynddiska

Upptökur eru hafnar á tveimur nýjum mynddiskum með barnaefni á vegum Skálholtsútgáfunnar.
Upptökur eru hafnar á tveimur nýjum mynddiskum með barnaefni á vegum Skálholtsútgáfunnar.
„Við erum að taka þetta upp á næsta stig,“ segir Guðni Már Harðarson.

Hann og Guðmundur Karl Brynjarsson, prestar í Lindakirkju, ásamt Þorleifi Einarssyni, leiklistarnema og sunnudagaskólakennara, hafa skrifað handrit að tveimur mynddiskum með barnaefni á vegum Skálholtsútgáfunnar. Upptökur á diskunum fara fram núna júní og er framleiðslan mun umfangsmeiri en þegar þeir bjuggu til fyrsta mynddiskinn fyrir tveimur árum og þá með aðstoð fleiri reyndra sunnudagaskólakennara þjóðkirkjunnar. Hann seldist í 3.500 eintökum og hefur verið leigður tuttugu þúsund sinnum á Vodinu. „Fyrsti diskurinn stóð undir sér fjárhagslega án allra styrkja. Núna er komið miklu fleira starfsfólk og meiri gæði,“ segir Guðni Már.

Hópur ungs fólks kemur að vinnslu diskanna, þar á meðal búningahönnuður, leikmyndahönnuður, kvikmyndagerðarmaður og sminka, auk þess sem Friðrik Karlsson og Jóhann Ásmundsson úr Messoforte sjá um tónlistina ásamt Óskari Einarssyni, tónlistarstjóra Lindarkirkju.

Stefnt er á að annar mynddiskurinn komi út fyrir þessi jól og hinn á næsta ári. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.