Lífið

Vilja flytja inn saman

Söngkonan Katy Perry er svo hamingjusöm með kærasta sínum, tónlistarmanninum Robert Ackroyd, að hún hyggst flytja til London til að geta eytt tíma með honum.

Perry og Ackroyd kynntust fyrir þremur mánuðum síðan og ætlar parið nú að deila heimili í London. „Rob hefur dvalið hjá Katy í Los Angeles en þarf nú að fara aftur til London til að sinna vinnu sinni. Hann grátbað hana um að koma með sér og Katy samþykkti það eftir svolitla umhugsun," sagði vinur söngkonunnar.

Ackroyd er gítarleikari hljómsveitarinnar Florence and the Machine og á parið að hafa kynnst á Coachella-tónlistarhátíðinni í ár. Perry var áður gift breska grínistanum Russell Brand.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.