Veiðigjald: Hvers vegna að rífast? Þorkell Helgason skrifar 27. júní 2012 06:00 Í leiðara Fréttablaðsins 21. júní sl. dregur ritstjóri blaðsins saman stöðuna í kvótamálinu nú að þingi loknu. Hann fagnar því réttilega að „þverpólitísk samstaða [hafi orðið] um að fiskveiðiauðlindin væri sameign þjóðarinnar, að kvótinn væri aðeins afnotaréttur og að innheimta ætti auðlindagjald fyrir þau afnot. Landssamband íslenzkra útvegsmanna væri meira að segja búið að fallast á þessar grundvallarkröfur, en að ágreiningurinn væri fyrst og fremst um upphæð gjaldsins." Síðan bætir hann við þeirri skoðun sinni að „[v]eiðigjaldið [sé] að líkindum of hátt, þrátt fyrir málamiðlunina. … Það er engum í hag að kyrkja gullgæsina, sem stendur undir svo mikilli verðmætasköpun í landinu." Það á ekki að þurfa að deila um það hvert sé hið „rétta" pólitískt ákvarðaða veiðigjald. Við því mun aldrei finnast neitt algilt svar. Segjum að þjóðin ætti olíuna sem þarf á skipin og að þingmönnum væri falið að verðleggja þessa mikilvægu rekstrarvöru útgerðarinnar. Er líklegt að sátt yrði um verðið? Sem betur fer er það liðin tíð að stjórnvöld, hvað þá þingmenn, séu að véla um verð á einstökum vörum. Það er löngu búið að finna upp almenna og hagkvæma aðferð til verðlagningar sem er verðmyndun á frjálsum markaði. Hví er nær aldrei fjallað um markaðsleiðir til ákvörðunar á veiðigjaldi, hvorki af stjórnmálamönnum né af virtum ritstjórum, núverandi eða fyrrverandi? Í þess stað er karpað um of lágt eða of hátt veiðigjald. Um markaðsleiðir hefur þó margt verið skrafað og skrifað, t.d. í ítarlegri skýrslu handa svokallaðri sáttanefnd í sjávarútvegsmálum; sjá 8. fylgiskjal á vefsíðunni www.sjavarutvegsraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/10194 en þar er útfærð markaðsleið með fyrningu og uppboðum á kvótum. Undirritaður rifjaði málið upp í Fréttablaðinu 14. júní sl. „Gullgæsin", svo að notuð sé samlíking Fréttablaðsritstjórans, á sjálf að ákvarða hvað hún er fús að greiða fyrir mikilvægustu aðföng sín, fiskinn í sjónum. En hver einstök gæs verður að taka þá ákvörðun, ekki landssamband gæsanna og heldur ekki gæsahirðarnir við stjórnvölinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þorkell Helgason Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins 21. júní sl. dregur ritstjóri blaðsins saman stöðuna í kvótamálinu nú að þingi loknu. Hann fagnar því réttilega að „þverpólitísk samstaða [hafi orðið] um að fiskveiðiauðlindin væri sameign þjóðarinnar, að kvótinn væri aðeins afnotaréttur og að innheimta ætti auðlindagjald fyrir þau afnot. Landssamband íslenzkra útvegsmanna væri meira að segja búið að fallast á þessar grundvallarkröfur, en að ágreiningurinn væri fyrst og fremst um upphæð gjaldsins." Síðan bætir hann við þeirri skoðun sinni að „[v]eiðigjaldið [sé] að líkindum of hátt, þrátt fyrir málamiðlunina. … Það er engum í hag að kyrkja gullgæsina, sem stendur undir svo mikilli verðmætasköpun í landinu." Það á ekki að þurfa að deila um það hvert sé hið „rétta" pólitískt ákvarðaða veiðigjald. Við því mun aldrei finnast neitt algilt svar. Segjum að þjóðin ætti olíuna sem þarf á skipin og að þingmönnum væri falið að verðleggja þessa mikilvægu rekstrarvöru útgerðarinnar. Er líklegt að sátt yrði um verðið? Sem betur fer er það liðin tíð að stjórnvöld, hvað þá þingmenn, séu að véla um verð á einstökum vörum. Það er löngu búið að finna upp almenna og hagkvæma aðferð til verðlagningar sem er verðmyndun á frjálsum markaði. Hví er nær aldrei fjallað um markaðsleiðir til ákvörðunar á veiðigjaldi, hvorki af stjórnmálamönnum né af virtum ritstjórum, núverandi eða fyrrverandi? Í þess stað er karpað um of lágt eða of hátt veiðigjald. Um markaðsleiðir hefur þó margt verið skrafað og skrifað, t.d. í ítarlegri skýrslu handa svokallaðri sáttanefnd í sjávarútvegsmálum; sjá 8. fylgiskjal á vefsíðunni www.sjavarutvegsraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/10194 en þar er útfærð markaðsleið með fyrningu og uppboðum á kvótum. Undirritaður rifjaði málið upp í Fréttablaðinu 14. júní sl. „Gullgæsin", svo að notuð sé samlíking Fréttablaðsritstjórans, á sjálf að ákvarða hvað hún er fús að greiða fyrir mikilvægustu aðföng sín, fiskinn í sjónum. En hver einstök gæs verður að taka þá ákvörðun, ekki landssamband gæsanna og heldur ekki gæsahirðarnir við stjórnvölinn.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun