Lífið

Flýta opnun á nýjum miðavef

Jón Dal Kristbjörnsson og Fannar Freyr Jónsson stefna á að opna nýja sölusíðu, Miðakaup.is, í lok sumars. 
fréttablaðið/Ernir
Jón Dal Kristbjörnsson og Fannar Freyr Jónsson stefna á að opna nýja sölusíðu, Miðakaup.is, í lok sumars. fréttablaðið/Ernir
Jón Dal Kristbjörnsson og Fannar Freyr Jónsson stefna á að opna sölusíðuna Miðakaup.is í lok sumars. Á síðunni gefst almenningi kostur á að nálgast miða á hvers kyns viðburði með þægilegri hætti en áður.

„Við erum núna að leita eftir samstarfsaðilum en stefnum á að opna síðuna fyrir almenningi í lok sumars. Það sem við gerum öðruvísi en aðrir er að söluaðilarnir skrá sig sjálfir inn í kerfið okkar og færa allar upplýsingar inn á vefinn sem skilar sér í lægri kostnaði.“ útskýrir Jón.

Fréttatíminn greindi frá því á föstudag að afþreyingarfyrirtækið Sena hafi nýverið fest kaup á vefsíðunni Miði.is og í kjölfarið hafði Samkeppniseftirlitið samband við tónleikahaldara og aðra sem selja miða hjá Miða.is. Sena hefur staðið fyrir tónleikahaldi undanfarin ár og með kaupum sínum á Miða.is hefur fyrirtækið aðgang að viðkvæmum upplýsingum um keppinauta sína.

Jón viðurkennir að í ljósi aðstæðna hafi þeir ákveðið að flýta opnun Miðakaupa.is um einhverjar vikur. „Við höfum lengi unnið í þessum geira og þessu verkefni og í ljósi núverandi aðstæðna fannst okkur markaðurinn tilbúinn fyrir það sem við höfum upp á að bjóða,“ segir hann og bætir við: „Við höfum kynnst ýmsum kerfum erlendis sem hafa gefið okkur hugmyndir um hvað það er sem markaðurinn vill.-sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.