Lífið

Syngur ekki í Elvis búningi

Friðrik Ómar syngur lög Elvis Presley á Café Rosenberg á morgun og á Ólafsfirði á laugardaginn en nú hefur hann haldið sautján tónleika til heiðurs goðinu á sjö árum.
Friðrik Ómar syngur lög Elvis Presley á Café Rosenberg á morgun og á Ólafsfirði á laugardaginn en nú hefur hann haldið sautján tónleika til heiðurs goðinu á sjö árum.
„Ég verð ekkert í Elvis búningi enda gæti ég ekki verið ólíkari honum,“ segir söngvarinn Friðrik Ómar sem flytur lög goðsins á Café Rosenberg í kvöld og á laugardaginn á Blue North Music Festival á Ólafsfirði. Hann mun ásamt veglegri hljómsveit flytja dagskrá sem hann hefur tekið á sautján tónleikum síðustu sjö árin. „Ég er að loka hringnum á laugardaginn en ég flutti lögin fyrst á sömu hátíð á Ólafsfirði árið 2005, þá nýkominn frá Graceland,“ segir Friðrik og leggur áherslu á að snið tónleikanna hafi breyst töluvert. „Sama dagskrá var flutt fyrir fullu húsi í Salnum í Kópavogi árið 2010 og er hún því orðin að meiri sýningu.“

Í ár eru liðin 35 ár frá andláti Elvis Presley og segir Friðrik að viðburðir verði haldnir honum til heiðurs um heim allan næstu vikurnar. „Í dag eru nákvæmlega 35 ár síðan hann söng á sínum síðustu tónleikum,“ segir Friðrik í viðtali við Fréttablaðið í gær. Aðspurður um uppáhalds lagið hans með Elvis svarar hann: „Mér hefur alltaf þótt vænt um In the Ghetto og þessi gömlu góðu eins og One Night.“

Miðasala fyrir tónleikana í félagsheimilinu Tjarnarborg á Ólafsfirði fer fram í Sparisjóði Ólafsfjarðar en miðar eru seldir við inngang á Café Rosenberg og báðir hefjast þeir klukkan 21.

- hþt






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.