Öldungar og völd Þorsteinn Vilhjálmsson skrifar 26. júní 2012 06:00 Um opinbera starfsmenn á Íslandi gildir sem kunnugt er sú regla að þeir ljúka störfum í síðasta lagi við sjötugt. Ýmiss konar hugsun býr að baki þessu kerfi. Þannig virðist aldursmarkið 70 ár vel valið með hliðsjón af heilsufari fólks nú á dögum. Þeir sem vilja vinna lengur og láta til sín taka, geta gert það í margvíslegum ráðgjafarhlutverkum og aukastörfum sem fela í sér skuldbindingar eftir því sem hverjum og einum hentar. Svipað kerfi gildir einnig í reynd að miklu leyti í einkageiranum. Margir snúa sér einnig að áhugamálum sem þeir hafa kannski haft lengi en ekki getað sinnt nægilega vegna krefjandi starfa. Annað sem liggur þessu kerfi til grundvallar er sú hugsun að ekki sé rétt að láta einstaklinginn sjálfan ráða því hve lengi hann vinnur í fullu starfi með óskertum skyldum. Slíkt væri einkum hæpið vegna þess að erfitt er að dæma sjálfur um eigin starfsgetu og hæfni, og Elli kerling á það til að ráðast að mönnum án þess að berja að dyrum og gera skýrt vart við sig. Það er bæði skrýtið og þversagnakennt að við höfum ekki látið þessa reglu gilda með fullum þunga um stjórnmálamenn þó að algengast sé, sem betur fer, að þeir hlíti henni hver og einn fyrir sig. En frá því eru því miður undantekningar eins og alþjóð veit. Þegar gamlir stjórnmálamenn vilja sitja áfram við völd þrátt fyrir aldurinn er oft vísað í fræg dæmi um menn sem urðu gamlir í embættum, til dæmis Churchill, Adenauer eða de Gaulle. En þegar betur er að gáð er þarna fiskur undir steini eins og nú skal rakið. Winston Churchill (1874–1965) var forsætisráðherra Breta í seinni heimsstyrjöldinni, 1940-1945, en flokkur hans missti þá meirihlutann í kosningum. Hann komst þó aftur til valda 1951-1955 og sat því samtals NÍU ÁR í stóli forsætisráðherra. Þá var hann kominn um áttrætt og Elli kerling farin að senda honum SMS með heilablóðföllum og öðrum veikindum. Hann dró rétta ályktun og lét af störfum að eigin ósk. Konrad Adenauer (1876–1967) var borgarstjóri í Köln þegar nasistar komust til valda árið 1933, en þurfti þá að hætta stjórnmálastörfum vegna andstöðu sinnar við þá. Hann steig síðan fram á vettvang vestur-þýskra stjórnmála eftir að heimsstyrjöldinni lauk árið 1945, og hafði þá mikla starfsorku þótt hann væri að komast á áttræðisaldur. Hann var kanslari 1949-1963 eða samtals FJÓRTÁN ÁR en þá hrökklaðist hann frá völdum vegna hneykslismála kringum vikublaðið Spiegel þar sem hann sýndi verulegan dómgreindarskort og tapaði því trausti sem hann hafði áður notið. Ferill Charles de Gaulles (1890–1970) sem stjórnmálamanns var heldur ekki venjulegur. Hann varð upphaflega frægur sem hershöfðingi og forystumaður í andspyrnuhreyfingu Frakka á stríðsárunum. Hann varð forseti Frakklands árið 1959 en þá ríkti ófremdarástand í frönskum stjórnmálum, meðal annars vegna gallaðrar stjórnskipunar. Hann var forseti í TÍU ÁR, 1959-1969, og lét vissulega til sín taka í mörgu en var þó umdeildur. Honum fataðist flugið meðal annars vegna stúdentauppreisnarinnar 1968 og varð að segja af sér. Eins og hjá hinum er nærtækt að álykta að Elli kerling hafi verið farin að skerða dómgreind hans, ekki síst gagnvart eigin ágæti. Boðskapur sögunnar um ofurgamla stjórnmálamenn eða valdhafa er skýr og einfaldur: Flýtur meðan ekki sekkur. Einstaka menn finna sjálfir þegar ormar ellinnar byrja að éta skipið en hinir eru fleiri sem halda áfram án sjálfsgagnrýni þar til skipið steytir á skeri. Núverandi forseti Íslands hefur unnið á vettvangi stjórnmálanna nær alla starfsævi sína, ólíkt sumum þeirra sem áður voru nefndir. Hjá honum má þegar greina skýr þreytumerki, til dæmis í því hvernig framkoma hans við fjölmiðla hefur gerbreyst, en góð tengsl við fjölmiðla voru áður eitt helsta aðalsmerki hans á stjórnmálaferlinum. Hann hefði mátt hugleiða betur veruleika ellinnar áður en hann lét aðra stjórnmálamenn, sem einnig eru komnir til ára sinna, véla sig til þess á tæpum forsendum að bylta fyrri ákvörðun um að horfast í augu við aldur sinn og stöðu. Hann hefur líklega reiknað með að hann yrði sem næst sjálfkjörinn eins og fyrri forsetar sem hafa gefið kost á sér til framhalds. En þegar er fyrirséð að því marki nær hann alls ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Um opinbera starfsmenn á Íslandi gildir sem kunnugt er sú regla að þeir ljúka störfum í síðasta lagi við sjötugt. Ýmiss konar hugsun býr að baki þessu kerfi. Þannig virðist aldursmarkið 70 ár vel valið með hliðsjón af heilsufari fólks nú á dögum. Þeir sem vilja vinna lengur og láta til sín taka, geta gert það í margvíslegum ráðgjafarhlutverkum og aukastörfum sem fela í sér skuldbindingar eftir því sem hverjum og einum hentar. Svipað kerfi gildir einnig í reynd að miklu leyti í einkageiranum. Margir snúa sér einnig að áhugamálum sem þeir hafa kannski haft lengi en ekki getað sinnt nægilega vegna krefjandi starfa. Annað sem liggur þessu kerfi til grundvallar er sú hugsun að ekki sé rétt að láta einstaklinginn sjálfan ráða því hve lengi hann vinnur í fullu starfi með óskertum skyldum. Slíkt væri einkum hæpið vegna þess að erfitt er að dæma sjálfur um eigin starfsgetu og hæfni, og Elli kerling á það til að ráðast að mönnum án þess að berja að dyrum og gera skýrt vart við sig. Það er bæði skrýtið og þversagnakennt að við höfum ekki látið þessa reglu gilda með fullum þunga um stjórnmálamenn þó að algengast sé, sem betur fer, að þeir hlíti henni hver og einn fyrir sig. En frá því eru því miður undantekningar eins og alþjóð veit. Þegar gamlir stjórnmálamenn vilja sitja áfram við völd þrátt fyrir aldurinn er oft vísað í fræg dæmi um menn sem urðu gamlir í embættum, til dæmis Churchill, Adenauer eða de Gaulle. En þegar betur er að gáð er þarna fiskur undir steini eins og nú skal rakið. Winston Churchill (1874–1965) var forsætisráðherra Breta í seinni heimsstyrjöldinni, 1940-1945, en flokkur hans missti þá meirihlutann í kosningum. Hann komst þó aftur til valda 1951-1955 og sat því samtals NÍU ÁR í stóli forsætisráðherra. Þá var hann kominn um áttrætt og Elli kerling farin að senda honum SMS með heilablóðföllum og öðrum veikindum. Hann dró rétta ályktun og lét af störfum að eigin ósk. Konrad Adenauer (1876–1967) var borgarstjóri í Köln þegar nasistar komust til valda árið 1933, en þurfti þá að hætta stjórnmálastörfum vegna andstöðu sinnar við þá. Hann steig síðan fram á vettvang vestur-þýskra stjórnmála eftir að heimsstyrjöldinni lauk árið 1945, og hafði þá mikla starfsorku þótt hann væri að komast á áttræðisaldur. Hann var kanslari 1949-1963 eða samtals FJÓRTÁN ÁR en þá hrökklaðist hann frá völdum vegna hneykslismála kringum vikublaðið Spiegel þar sem hann sýndi verulegan dómgreindarskort og tapaði því trausti sem hann hafði áður notið. Ferill Charles de Gaulles (1890–1970) sem stjórnmálamanns var heldur ekki venjulegur. Hann varð upphaflega frægur sem hershöfðingi og forystumaður í andspyrnuhreyfingu Frakka á stríðsárunum. Hann varð forseti Frakklands árið 1959 en þá ríkti ófremdarástand í frönskum stjórnmálum, meðal annars vegna gallaðrar stjórnskipunar. Hann var forseti í TÍU ÁR, 1959-1969, og lét vissulega til sín taka í mörgu en var þó umdeildur. Honum fataðist flugið meðal annars vegna stúdentauppreisnarinnar 1968 og varð að segja af sér. Eins og hjá hinum er nærtækt að álykta að Elli kerling hafi verið farin að skerða dómgreind hans, ekki síst gagnvart eigin ágæti. Boðskapur sögunnar um ofurgamla stjórnmálamenn eða valdhafa er skýr og einfaldur: Flýtur meðan ekki sekkur. Einstaka menn finna sjálfir þegar ormar ellinnar byrja að éta skipið en hinir eru fleiri sem halda áfram án sjálfsgagnrýni þar til skipið steytir á skeri. Núverandi forseti Íslands hefur unnið á vettvangi stjórnmálanna nær alla starfsævi sína, ólíkt sumum þeirra sem áður voru nefndir. Hjá honum má þegar greina skýr þreytumerki, til dæmis í því hvernig framkoma hans við fjölmiðla hefur gerbreyst, en góð tengsl við fjölmiðla voru áður eitt helsta aðalsmerki hans á stjórnmálaferlinum. Hann hefði mátt hugleiða betur veruleika ellinnar áður en hann lét aðra stjórnmálamenn, sem einnig eru komnir til ára sinna, véla sig til þess á tæpum forsendum að bylta fyrri ákvörðun um að horfast í augu við aldur sinn og stöðu. Hann hefur líklega reiknað með að hann yrði sem næst sjálfkjörinn eins og fyrri forsetar sem hafa gefið kost á sér til framhalds. En þegar er fyrirséð að því marki nær hann alls ekki.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar