Öldungar og völd Þorsteinn Vilhjálmsson skrifar 26. júní 2012 06:00 Um opinbera starfsmenn á Íslandi gildir sem kunnugt er sú regla að þeir ljúka störfum í síðasta lagi við sjötugt. Ýmiss konar hugsun býr að baki þessu kerfi. Þannig virðist aldursmarkið 70 ár vel valið með hliðsjón af heilsufari fólks nú á dögum. Þeir sem vilja vinna lengur og láta til sín taka, geta gert það í margvíslegum ráðgjafarhlutverkum og aukastörfum sem fela í sér skuldbindingar eftir því sem hverjum og einum hentar. Svipað kerfi gildir einnig í reynd að miklu leyti í einkageiranum. Margir snúa sér einnig að áhugamálum sem þeir hafa kannski haft lengi en ekki getað sinnt nægilega vegna krefjandi starfa. Annað sem liggur þessu kerfi til grundvallar er sú hugsun að ekki sé rétt að láta einstaklinginn sjálfan ráða því hve lengi hann vinnur í fullu starfi með óskertum skyldum. Slíkt væri einkum hæpið vegna þess að erfitt er að dæma sjálfur um eigin starfsgetu og hæfni, og Elli kerling á það til að ráðast að mönnum án þess að berja að dyrum og gera skýrt vart við sig. Það er bæði skrýtið og þversagnakennt að við höfum ekki látið þessa reglu gilda með fullum þunga um stjórnmálamenn þó að algengast sé, sem betur fer, að þeir hlíti henni hver og einn fyrir sig. En frá því eru því miður undantekningar eins og alþjóð veit. Þegar gamlir stjórnmálamenn vilja sitja áfram við völd þrátt fyrir aldurinn er oft vísað í fræg dæmi um menn sem urðu gamlir í embættum, til dæmis Churchill, Adenauer eða de Gaulle. En þegar betur er að gáð er þarna fiskur undir steini eins og nú skal rakið. Winston Churchill (1874–1965) var forsætisráðherra Breta í seinni heimsstyrjöldinni, 1940-1945, en flokkur hans missti þá meirihlutann í kosningum. Hann komst þó aftur til valda 1951-1955 og sat því samtals NÍU ÁR í stóli forsætisráðherra. Þá var hann kominn um áttrætt og Elli kerling farin að senda honum SMS með heilablóðföllum og öðrum veikindum. Hann dró rétta ályktun og lét af störfum að eigin ósk. Konrad Adenauer (1876–1967) var borgarstjóri í Köln þegar nasistar komust til valda árið 1933, en þurfti þá að hætta stjórnmálastörfum vegna andstöðu sinnar við þá. Hann steig síðan fram á vettvang vestur-þýskra stjórnmála eftir að heimsstyrjöldinni lauk árið 1945, og hafði þá mikla starfsorku þótt hann væri að komast á áttræðisaldur. Hann var kanslari 1949-1963 eða samtals FJÓRTÁN ÁR en þá hrökklaðist hann frá völdum vegna hneykslismála kringum vikublaðið Spiegel þar sem hann sýndi verulegan dómgreindarskort og tapaði því trausti sem hann hafði áður notið. Ferill Charles de Gaulles (1890–1970) sem stjórnmálamanns var heldur ekki venjulegur. Hann varð upphaflega frægur sem hershöfðingi og forystumaður í andspyrnuhreyfingu Frakka á stríðsárunum. Hann varð forseti Frakklands árið 1959 en þá ríkti ófremdarástand í frönskum stjórnmálum, meðal annars vegna gallaðrar stjórnskipunar. Hann var forseti í TÍU ÁR, 1959-1969, og lét vissulega til sín taka í mörgu en var þó umdeildur. Honum fataðist flugið meðal annars vegna stúdentauppreisnarinnar 1968 og varð að segja af sér. Eins og hjá hinum er nærtækt að álykta að Elli kerling hafi verið farin að skerða dómgreind hans, ekki síst gagnvart eigin ágæti. Boðskapur sögunnar um ofurgamla stjórnmálamenn eða valdhafa er skýr og einfaldur: Flýtur meðan ekki sekkur. Einstaka menn finna sjálfir þegar ormar ellinnar byrja að éta skipið en hinir eru fleiri sem halda áfram án sjálfsgagnrýni þar til skipið steytir á skeri. Núverandi forseti Íslands hefur unnið á vettvangi stjórnmálanna nær alla starfsævi sína, ólíkt sumum þeirra sem áður voru nefndir. Hjá honum má þegar greina skýr þreytumerki, til dæmis í því hvernig framkoma hans við fjölmiðla hefur gerbreyst, en góð tengsl við fjölmiðla voru áður eitt helsta aðalsmerki hans á stjórnmálaferlinum. Hann hefði mátt hugleiða betur veruleika ellinnar áður en hann lét aðra stjórnmálamenn, sem einnig eru komnir til ára sinna, véla sig til þess á tæpum forsendum að bylta fyrri ákvörðun um að horfast í augu við aldur sinn og stöðu. Hann hefur líklega reiknað með að hann yrði sem næst sjálfkjörinn eins og fyrri forsetar sem hafa gefið kost á sér til framhalds. En þegar er fyrirséð að því marki nær hann alls ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Um opinbera starfsmenn á Íslandi gildir sem kunnugt er sú regla að þeir ljúka störfum í síðasta lagi við sjötugt. Ýmiss konar hugsun býr að baki þessu kerfi. Þannig virðist aldursmarkið 70 ár vel valið með hliðsjón af heilsufari fólks nú á dögum. Þeir sem vilja vinna lengur og láta til sín taka, geta gert það í margvíslegum ráðgjafarhlutverkum og aukastörfum sem fela í sér skuldbindingar eftir því sem hverjum og einum hentar. Svipað kerfi gildir einnig í reynd að miklu leyti í einkageiranum. Margir snúa sér einnig að áhugamálum sem þeir hafa kannski haft lengi en ekki getað sinnt nægilega vegna krefjandi starfa. Annað sem liggur þessu kerfi til grundvallar er sú hugsun að ekki sé rétt að láta einstaklinginn sjálfan ráða því hve lengi hann vinnur í fullu starfi með óskertum skyldum. Slíkt væri einkum hæpið vegna þess að erfitt er að dæma sjálfur um eigin starfsgetu og hæfni, og Elli kerling á það til að ráðast að mönnum án þess að berja að dyrum og gera skýrt vart við sig. Það er bæði skrýtið og þversagnakennt að við höfum ekki látið þessa reglu gilda með fullum þunga um stjórnmálamenn þó að algengast sé, sem betur fer, að þeir hlíti henni hver og einn fyrir sig. En frá því eru því miður undantekningar eins og alþjóð veit. Þegar gamlir stjórnmálamenn vilja sitja áfram við völd þrátt fyrir aldurinn er oft vísað í fræg dæmi um menn sem urðu gamlir í embættum, til dæmis Churchill, Adenauer eða de Gaulle. En þegar betur er að gáð er þarna fiskur undir steini eins og nú skal rakið. Winston Churchill (1874–1965) var forsætisráðherra Breta í seinni heimsstyrjöldinni, 1940-1945, en flokkur hans missti þá meirihlutann í kosningum. Hann komst þó aftur til valda 1951-1955 og sat því samtals NÍU ÁR í stóli forsætisráðherra. Þá var hann kominn um áttrætt og Elli kerling farin að senda honum SMS með heilablóðföllum og öðrum veikindum. Hann dró rétta ályktun og lét af störfum að eigin ósk. Konrad Adenauer (1876–1967) var borgarstjóri í Köln þegar nasistar komust til valda árið 1933, en þurfti þá að hætta stjórnmálastörfum vegna andstöðu sinnar við þá. Hann steig síðan fram á vettvang vestur-þýskra stjórnmála eftir að heimsstyrjöldinni lauk árið 1945, og hafði þá mikla starfsorku þótt hann væri að komast á áttræðisaldur. Hann var kanslari 1949-1963 eða samtals FJÓRTÁN ÁR en þá hrökklaðist hann frá völdum vegna hneykslismála kringum vikublaðið Spiegel þar sem hann sýndi verulegan dómgreindarskort og tapaði því trausti sem hann hafði áður notið. Ferill Charles de Gaulles (1890–1970) sem stjórnmálamanns var heldur ekki venjulegur. Hann varð upphaflega frægur sem hershöfðingi og forystumaður í andspyrnuhreyfingu Frakka á stríðsárunum. Hann varð forseti Frakklands árið 1959 en þá ríkti ófremdarástand í frönskum stjórnmálum, meðal annars vegna gallaðrar stjórnskipunar. Hann var forseti í TÍU ÁR, 1959-1969, og lét vissulega til sín taka í mörgu en var þó umdeildur. Honum fataðist flugið meðal annars vegna stúdentauppreisnarinnar 1968 og varð að segja af sér. Eins og hjá hinum er nærtækt að álykta að Elli kerling hafi verið farin að skerða dómgreind hans, ekki síst gagnvart eigin ágæti. Boðskapur sögunnar um ofurgamla stjórnmálamenn eða valdhafa er skýr og einfaldur: Flýtur meðan ekki sekkur. Einstaka menn finna sjálfir þegar ormar ellinnar byrja að éta skipið en hinir eru fleiri sem halda áfram án sjálfsgagnrýni þar til skipið steytir á skeri. Núverandi forseti Íslands hefur unnið á vettvangi stjórnmálanna nær alla starfsævi sína, ólíkt sumum þeirra sem áður voru nefndir. Hjá honum má þegar greina skýr þreytumerki, til dæmis í því hvernig framkoma hans við fjölmiðla hefur gerbreyst, en góð tengsl við fjölmiðla voru áður eitt helsta aðalsmerki hans á stjórnmálaferlinum. Hann hefði mátt hugleiða betur veruleika ellinnar áður en hann lét aðra stjórnmálamenn, sem einnig eru komnir til ára sinna, véla sig til þess á tæpum forsendum að bylta fyrri ákvörðun um að horfast í augu við aldur sinn og stöðu. Hann hefur líklega reiknað með að hann yrði sem næst sjálfkjörinn eins og fyrri forsetar sem hafa gefið kost á sér til framhalds. En þegar er fyrirséð að því marki nær hann alls ekki.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar