Lífið

Óánægð á hummus- og radísukúr

Leikkonan Anne Hathaway fer með hlutverk í söngvamyndinni Les Miserables og þurfti að grenna sig töluvert fyrir það. Hathaway segir í viðtali við tímaritið Allure að það hafi reynst henni erfitt að þola megrunarkúrinn sem hún var sett á.

„Ég er á sjötta degi í megrun og kúrinn varð til þess að ég fékk útbrot, sem er frábært. Það jafnast ekkert á við það að borða hummus og radísur allan daginn og fá bólur ofan á það," sagði leikkonan.

Hathaway fer einnig með hlutverk Kattakonunnar í spennumyndinni The Dark Knight Rises sem frumsýnd verður í lok júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.