Lífið

Jay Z fékk þotu að gjöf

Jay Z fékk þotu í gjöf frá eiginkonu sinni í tilefni feðradagsins.
nordicphotos/getty
Jay Z fékk þotu í gjöf frá eiginkonu sinni í tilefni feðradagsins. nordicphotos/getty
Feðradagurinn var haldinn hátíðlegur í Bandaríkjunum á sunnudag og ólíklegt er að nokkur hafi fengið stærri gjöf í tilefni dagsins en rapparinn Jay Z. Jay Z og Beyoncé eignuðust sitt fyrsta barn í byrjun ársins og því var þetta í fyrsta sinn sem rapparinn hélt daginn hátíðlegan. Samkvæmt Mediatakeout.com fékk Jay Z einkaþotu af gerðinni Bombardier Challenger 850 að gjöf frá konu sinni. Vélin er búin setustofu, eldhúsi, svefnherbergi og tveimur fullbúnum baðherbergjum og er sögð hafa kostað um fimm milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.