Lífið

Óður til 17 kvenna

Sálin hefur sent frá sér lagið Hjartadrottningar.
Sálin hefur sent frá sér lagið Hjartadrottningar.
Sálin hefur sent frá sér lagið Hjartadrottningar. Það er eftir gítarleikarann Guðmund Jónsson en söngvarinn Stefán Hilmarsson á textann, sem er óður til kvenna í dægurlögum. Þar er getið sautján kvenna sem eru kunnar úr íslenskum söngtextum fyrr og síðar. Lagið er það fyrsta af þremur sem koma út á næstunni með Sálinni.

Tvö ár eru liðin síðan síðasta plata sveitarinnar, Upp og niður stigann, kom út í samvinnu við Stórsveit Reykjavíkur. Á laugardaginn spilar Sálin á Spot í Kópavogi þar sem nýja lagið verður frumflutt. 23. júní spilar sveitin svo í Borgarnesi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.