Um Sp Kef Ari Teitsson skrifar 12. júní 2012 06:00 Það mun hafa verið á fyrstu mánuðum ársins 2010 sem tekin var ákvörðun um að endurreisa Sparisjóð Keflavíkur undir merkjum Sp Kef. Ákvörðunin byggðist m.a. á áformum um endurreisn sparisjóðanna sem samþykkt voru á Alþingi. Sparisjóður Keflavíkur starfrækti afgreiðslur á Suðurnesjum, á Snæfellsnesi, á Vestfjörðum og í Húnaþingi vestra og var þjónusta hans metin viðkomandi byggðum mikilvæg. Þá var einnig horft til þess að við fall sparisjóðsins hefði verulegur kostnaður lagst á ríkissjóð vegna yfirlýstra ríkisábyrgða á innistæðum. Í upphafi árs 2010 var hins vegar ekki gert ráð fyrir öllum þeim mikla kostnaði sem féll á lánastofnanir vegna síðari ákvarðana um niðurfellingu skulda samkvæmt sértækri skuldaaðlögun og svokallaðri 110% leið, en hvort tveggja bitnaði hart á Sp Kef. m.a. vegna erfiðrar stöðu á Suðurnesjum. Enn síður var gert ráð fyrir dómum um ólögmæti gengislána og síðari dómum um vexti af þeim lánum. Allt þetta mun reiknað inn í fjárþörf v. uppgjörs Sp. Kef. og ætti því engum að koma á óvart að fjárþörf er allt önnur en áætlað var í upphafi árs 2010. Öllum má ljóst vera að rekstur Sparisjóðs Keflavíkur árin fyrir hrun kallar á sérstaka rannsókn, reksturinn eftir hrun sýnir hins vegar þá erfiðleika sem þau fjármálafyrirtæki sem ekki fengu stórfelldar niðurfærslur á lánasöfnum sínum glíma við. Á árinu 2011 bætast síðan enn við nýjar álögur í formi nýs skatts til Tryggingarsjóðs innstæðueigenda, sérstaks bankaskatts og aukinnar gjaldtöku til eftilitsaðila. Engum ætti því að koma á óvart að bókhald smærri fjármálafyrirtækja sýnir ekki mikinn hagnað á árinu 2011. Það er svo sérstakt umfjöllunarefni hvort sanngjarnt sé að bankahrunið með fylgjandi endurreisn og skuldatilfærslu ásamt tilheyrandi skattlagningu verði smærri fjármálafyrirtækjum að falli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Stórar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Fleiri skoðanir Hörður Ægisson Skoðun Fleygurinn Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Eldfim orð Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Framtíðin er hér Sara McMahon Bakþankar Skoðun Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Sjá meira
Það mun hafa verið á fyrstu mánuðum ársins 2010 sem tekin var ákvörðun um að endurreisa Sparisjóð Keflavíkur undir merkjum Sp Kef. Ákvörðunin byggðist m.a. á áformum um endurreisn sparisjóðanna sem samþykkt voru á Alþingi. Sparisjóður Keflavíkur starfrækti afgreiðslur á Suðurnesjum, á Snæfellsnesi, á Vestfjörðum og í Húnaþingi vestra og var þjónusta hans metin viðkomandi byggðum mikilvæg. Þá var einnig horft til þess að við fall sparisjóðsins hefði verulegur kostnaður lagst á ríkissjóð vegna yfirlýstra ríkisábyrgða á innistæðum. Í upphafi árs 2010 var hins vegar ekki gert ráð fyrir öllum þeim mikla kostnaði sem féll á lánastofnanir vegna síðari ákvarðana um niðurfellingu skulda samkvæmt sértækri skuldaaðlögun og svokallaðri 110% leið, en hvort tveggja bitnaði hart á Sp Kef. m.a. vegna erfiðrar stöðu á Suðurnesjum. Enn síður var gert ráð fyrir dómum um ólögmæti gengislána og síðari dómum um vexti af þeim lánum. Allt þetta mun reiknað inn í fjárþörf v. uppgjörs Sp. Kef. og ætti því engum að koma á óvart að fjárþörf er allt önnur en áætlað var í upphafi árs 2010. Öllum má ljóst vera að rekstur Sparisjóðs Keflavíkur árin fyrir hrun kallar á sérstaka rannsókn, reksturinn eftir hrun sýnir hins vegar þá erfiðleika sem þau fjármálafyrirtæki sem ekki fengu stórfelldar niðurfærslur á lánasöfnum sínum glíma við. Á árinu 2011 bætast síðan enn við nýjar álögur í formi nýs skatts til Tryggingarsjóðs innstæðueigenda, sérstaks bankaskatts og aukinnar gjaldtöku til eftilitsaðila. Engum ætti því að koma á óvart að bókhald smærri fjármálafyrirtækja sýnir ekki mikinn hagnað á árinu 2011. Það er svo sérstakt umfjöllunarefni hvort sanngjarnt sé að bankahrunið með fylgjandi endurreisn og skuldatilfærslu ásamt tilheyrandi skattlagningu verði smærri fjármálafyrirtækjum að falli.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar