Lífið

Biggi gefur glænýtt lag

Biggi Hilmars býður upp á nýja lagið sitt frítt á netinu í eina viku.
Biggi Hilmars býður upp á nýja lagið sitt frítt á netinu í eina viku. mynd/maría kjartansdóttir
Tónlistarmaðurinn Biggi Hilmars, sem er best þekktur sem söngvari Ampop, ætlar að bjóða lagið Now Is The Time frítt á netinu í eina viku.

Lagið verður á væntanlegri sólóplötu sem kemur út í haust. Biggi hefur verið búsettur í fimm mismunandi borgum síðastliðin ár og unnið að ýmsum verkefnum fyrir kvikmyndir, auglýsingar og leikhús. Núna er hann staddur hér á landi og vinnur hörðum höndum við að klára plötuna. Hægt er að ná í nýja lagið á síðunni Biggihilmars.com. Lagið er einnig gefið út á síðunni Gogoyoko.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.