Þjálfar bardagaíþróttir og leitar að íslenskri konu 9. júní 2012 13:00 John og Gunnar Nelson eru bestu vinir, en John hefur þjálfað Gunnar síðustu sex ár. Mynd/Páll bergmann „Ég er mjög spenntur að koma með tæknina mína og deila ástríðu minni fyrir sportinu með íslenskum víkingum,“ segir Írinn John Kavanagh, einn þekktasti bardagaíþróttaþjálfari heims, sem undirbýr flutning sinn til Íslands í haust þar sem hann kemur til með að kenna hjá bardagaíþróttaklúbbnum Mjölni. Kavanagh hefur stundað bardagaíþróttir alla ævi og verið atvinnumaður og þjálfari síðustu tíu ár. Hann hefur unnið fjölda verðlauna sjálfur auk þess sem hann hefur þjálfað heimsmethafa í karla og kvennaflokki frá grunni og verið einn af helstu þjálfurum tveggja bestu keppnismanna landsins, Gunnars Nelson og Árna Ísakssonar. „Gunnar kom til Írlands í upphafi árs, en hann er einn af bestu vinum mínum og ég er búinn að þjálfa hann í sex ár. Upp kom sú klikkaða hugmynd að ég myndi flytja til Íslands og ég hugsaði bara með mér, af hverju ekki?“ segir Kavanagh sem fékk í kjölfarið tilboð frá Mjölni og ákvað að slá til. „Ég mun fylgja Gunnari vel eftir, en ástríðan mín hefur alltaf verið að kenna byrjendum svo ég kem til með að gera það líka. Ég ætla að reyna að vera til staðar fyrir sem flesta og kem nokkurn vegin til með að búa í Mjölni, enda er ég ekki að flytja til Íslands út af fallega veðrinu,“ bætir hann við hlæjandi. Kavanagh hefur komið til Íslands nokkrum sinnum og þekkir því ágætlega til á Íslandi. Hann skellti sér á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum síðastliðið sumar og lýsir upplifuninni sem þriggja daga helvíti á jörðu. „Ég handleggsbrotnaði, fékk flensu, tjaldið mitt fauk í burtu og það var stanslaus rigning alla helgina. Einhvern veginn lifði ég þessa för þó af,“ segir hann hress í bragði. Þrátt fyrir þessa slæmu lífsreynslu segist hann vera mikill aðdáandi íslenskra hefða og lifnaðarhátta og telur sig eiga eftir að falla vel inn í meðal Íslendinga. Hann segist þó vera sérstaklega hrifinn af íslenska kvenfólkinu. „Meginástæðan fyrir því að ég er að koma til Íslands er til að finna mér íslenska konu, hitt er bara yfirhylming. Þú veist að íslensku víkingarnir stálu öllu fallega kvenfólkinu frá Írlandi. Nú er kominn tími til að ná fram hefndum,“ segir John ákveðinn. Það lítur því út fyrir að það sé jafnframt von á góðri viðbót á íslenskan stefnumótamarkað í september.tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Fleiri fréttir Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Sjá meira
„Ég er mjög spenntur að koma með tæknina mína og deila ástríðu minni fyrir sportinu með íslenskum víkingum,“ segir Írinn John Kavanagh, einn þekktasti bardagaíþróttaþjálfari heims, sem undirbýr flutning sinn til Íslands í haust þar sem hann kemur til með að kenna hjá bardagaíþróttaklúbbnum Mjölni. Kavanagh hefur stundað bardagaíþróttir alla ævi og verið atvinnumaður og þjálfari síðustu tíu ár. Hann hefur unnið fjölda verðlauna sjálfur auk þess sem hann hefur þjálfað heimsmethafa í karla og kvennaflokki frá grunni og verið einn af helstu þjálfurum tveggja bestu keppnismanna landsins, Gunnars Nelson og Árna Ísakssonar. „Gunnar kom til Írlands í upphafi árs, en hann er einn af bestu vinum mínum og ég er búinn að þjálfa hann í sex ár. Upp kom sú klikkaða hugmynd að ég myndi flytja til Íslands og ég hugsaði bara með mér, af hverju ekki?“ segir Kavanagh sem fékk í kjölfarið tilboð frá Mjölni og ákvað að slá til. „Ég mun fylgja Gunnari vel eftir, en ástríðan mín hefur alltaf verið að kenna byrjendum svo ég kem til með að gera það líka. Ég ætla að reyna að vera til staðar fyrir sem flesta og kem nokkurn vegin til með að búa í Mjölni, enda er ég ekki að flytja til Íslands út af fallega veðrinu,“ bætir hann við hlæjandi. Kavanagh hefur komið til Íslands nokkrum sinnum og þekkir því ágætlega til á Íslandi. Hann skellti sér á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum síðastliðið sumar og lýsir upplifuninni sem þriggja daga helvíti á jörðu. „Ég handleggsbrotnaði, fékk flensu, tjaldið mitt fauk í burtu og það var stanslaus rigning alla helgina. Einhvern veginn lifði ég þessa för þó af,“ segir hann hress í bragði. Þrátt fyrir þessa slæmu lífsreynslu segist hann vera mikill aðdáandi íslenskra hefða og lifnaðarhátta og telur sig eiga eftir að falla vel inn í meðal Íslendinga. Hann segist þó vera sérstaklega hrifinn af íslenska kvenfólkinu. „Meginástæðan fyrir því að ég er að koma til Íslands er til að finna mér íslenska konu, hitt er bara yfirhylming. Þú veist að íslensku víkingarnir stálu öllu fallega kvenfólkinu frá Írlandi. Nú er kominn tími til að ná fram hefndum,“ segir John ákveðinn. Það lítur því út fyrir að það sé jafnframt von á góðri viðbót á íslenskan stefnumótamarkað í september.tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Fleiri fréttir Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Sjá meira