Lífið

Dásamlegt með Engilberti

Engilbert Jensen og hljómsveitin Júpíters tók upp nýtt lag í gær.
Engilbert Jensen og hljómsveitin Júpíters tók upp nýtt lag í gær. fréttablaðið/stefán
Hljómsveitin Júpíters fór í hljóðver í gær og tók upp gamalt lag í nýjum búningi. Söngvarinn Engilbert Jensen var henni til halds og trausts.

Hljómsveitin Júpíters hefur tekið upp lagið Þokkagyðja býrðu hjá foreldrum þínum? ásamt Engilbert Jensen, fyrrum söngvara Hljóma. Upptökur fóru fram í Hljóðrita í Hafnarfirði í gær. Lagið var frumflutt í nýrri útgáfu með Engilberti á styrktartónleikum Kristjáns Eldjárns í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi.

„Þetta er gamalt lag. Tveir látnir meðlimir hljómsveitarinnar sömdu það,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason úr Júpiters. Þar á hann við Steingrím Eyfjörð Guðmundsson sem samdi lagið og Þorgeir Kjartansson sem átti textann. „Það hefur aldrei verið sungið við lagið og þá kom upp sú hugmynd að bæta söngvara við sveitina. Við spurðum okkur hver væri besti núlifandi söngvarinn á Íslandi og það er enginn annar en Engilbert,“ segir Haraldur Flosi. „Það er dásamlegt að vinna með svona öðlingi. Hann hefur engu gleymt.“

Nýja lagið er það fyrsta sem Júpíters tekur upp í langan tíma. Hljómsveitin var stofnuð árið 1989 og spilar dansvæna stuðtónlist þar sem blásturhljóðfæri eru áberandi. „Við höfum hist undanfarin ár, einu sinni og ári og æft fyrir góðgerðargigg. Núna ákváðum við að hittast aftur til að láta gott af okkur leiða,“ bætir Haraldur við um tónleikana í Þjóðleikhúsinu. freyr@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.