Lífið

Costello vill rauðvín og osta

Elvis Costello er hógvær í kröfum sínum og ætlar að gæða sér á góðum ostum með rauðvínsglas í hendi.
Elvis Costello er hógvær í kröfum sínum og ætlar að gæða sér á góðum ostum með rauðvínsglas í hendi.
Enski tónlistarmaðurinn Elvis Costello sem spilar í Hörpunni á sunnudagskvöld er hógvær í kröfum varðandi það sem hann vill hafa hjá sér baksviðs.

Hann er greinilega mikill tedrykkjumaður því samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vill hann hafa hjá sér nóg af tei, ávaxtakörfu með auka sítrónum, hunangskrús, brauð og grænmeti. Hann vill einnig tvær flöskur af góðu rauðvíni og innflutta osta.

Costello ætlaði upphaflega að koma hingað til lands 21. nóvember en vegna veikinda föður síns varð hann að fresta tónleikunum. Ótti Costello reyndist á rökum reistur því faðir hans lést í kjölfar veikinda sinna í desember.

Kappinn er að heimsækja Ísland í annað sinn. Síðast kom hann hingað 2003 með eiginkonu sinni, söngkonunni Diana Krall. Þá hélt hún vel heppnaða tónleika í Laugardalshöll og allar götur síðan hefur fyrirtækið Concert unnið að því leynt og ljóst að fá Costello til landsins.

Tónleikar hans verða í Eldborgarsalnum. Örfáir miðar eru fáanlegir á Midi.is og Harpa.is. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.