Lífið

Talar um föðurmissinn

söknuðurinn ennþá mikill Paris Jackson talar um lát föður síns, Michaels Jackson, og leikkonudrauminn við Opruh Winfrey. Nordicphotos/getty
söknuðurinn ennþá mikill Paris Jackson talar um lát föður síns, Michaels Jackson, og leikkonudrauminn við Opruh Winfrey. Nordicphotos/getty
Paris Jackson, dóttir tónlistarmannsins sáluga Michaels Jackson, talaði í fyrsta sinn opinberlega um föðurmissinn við sjónvarpskonuna Opruh Winfrey á dögunum. Viðtalið verður sýnt vestanhafs næsta sunnudag í nýja þætti Winfrey, Oprah's Next Chapter.

Paris talar meðal annars um að hún sakni föður síns á hverjum degi og um leikkonudrauminn en hana langar mikið að verða leikkona og hefur nú þegar landað sínu fyrsta aðalhlutverki í bíómyndinni Lundon's Bridge and the Three Keys.

Paris er nú 14 ára gömul en þrjú ár eru síðan Jackson féll frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.