Lífið

Hannar fyrir Guess

Bloggarinn Elin Kling klífur metorðastiga tískuiðnaðarins.
Bloggarinn Elin Kling klífur metorðastiga tískuiðnaðarins. Nordicphotos/getty
Sænski bloggarinn og tískufyrirmyndin Elin Kling hefur gengið til liðs við fataframleiðandann Guess, en fatalína hönnuð af Kling er væntanleg í verslanir í haust.

Mikil spenna er fyrir fatalínu Kling sem er fræg fyrir einfaldan stíl.

Kling var fyrsti bloggarinn til að hanna fatnað fyrir sænsku verslanakeðjuna Hennes & Mauritz og stofnaði í kjölfarið sitt eigið tískumerki, Nowhere, og stjórnar að auki sænska tískublaðinu Styleby. Nýverið seldi Kling bloggveldi sitt til fjölmiðlafyrirtækisins Condé Nast sem meðal annars á tímaritið Vogue.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.