Lífið

Miley 19 ára og trúlofuð

Hin 19 ára gamla Miley Cyrus og leikarinn Liam Hemsworth opinberuðu trúlofun sína í lok maí.
Nordicphotos/getty
Hin 19 ára gamla Miley Cyrus og leikarinn Liam Hemsworth opinberuðu trúlofun sína í lok maí. Nordicphotos/getty
Ungstirnið Miley Cyrus er trúlofuð ástralska leikaranum Liam Hemsworth. Þau hafa verið saman í þrjú ár en þau staðfesta bæði trúlofun sína við blaðið People.

„Ég er svo hamingjusöm yfir að vera trúlofuð og hlakka til að eyða ævinni með Liam," segir hin 19 ára leik- og söngkona í viðtali við blaðið.

Parið hittist við tökur á myndinni The Last Song en Hemsworth bað stúlkunnar hinn 31. maí síðastliðinn. Hemsworth sló í gegn í myndinni The Hunger Games en hann er nú við tökur á myndinni Empire State í New Orleans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.