Lífið

Verða alltaf góðir vinir

Gary Barlow og Robbie Williams er orðnir góðir vinir aftur.
Gary Barlow og Robbie Williams er orðnir góðir vinir aftur.
Gary Barlow er sannfærður um að hann og félagar hans í strákabandinu Take That verði vinir að eilífu, jafnvel þótt þeir muni ekki alltaf starfa saman.

Með honum í bandinu eru Mark Owen, Howard Donald, Jason Orange og Robbie Williams. Hljómsveitin hætti árið 1996 en sneri aftur 2005 við góðar undirtektir. „Ég spjalla við strákana svona einu sinni í viku, þar á meðal Rob. Já, við hættum að talast við en hann er öðruvísi náungi núna," sagði Barlow, sem er höfundur lagsins Back For Good. „Við höfum reyndar allir breyst og vonandi verðum við vinir að eilífu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.