Lífið

Hawkins leikur Iggy Pop

Taylor Hawkins úr Foo Fighters leikur Iggy Pop.
Taylor Hawkins úr Foo Fighters leikur Iggy Pop.
Taylor Hawkins, trommari Foo Fighters, fer með hlutverk söngvarans Iggy Pop í væntanlegri kvikmynd um tónleikastaðinn fræga CBGB’s í New York.

Ráðning Hawkins kemur á óvart enda er hann ekki þekktur fyrir leiklistarhæfileika sína en ljóst er að hann hefur útlitið með sér í hlutverkið. Áður hafði verið tilkynnt að Rupert Grint úr Harry Potter-myndunum færi með hlutverk Cheetah Chrome, úr pönksveitinni The Dead Boys, í myndinni sem heitir einfaldlega CBGB og kemur út á næsta ári. Malin Akerman leikur söngkonuna Debbie Harry og Alan Rickman leikur Hilly Kristal, eiganda staðarins.

Einnig er búið að ráða í hlutverk Joeys og Johnnys Ramone. Ekki hefur verið ákveðið hverjir leika Patti Smith, David Byrne og fleiri tónlistarmenn sem voru tíðir gestir á þessum sögufræga pönkstað, sem hefur nú verið lokað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.